Innlent

Íslandsbanki selur í Straumi

Íslandsbanki seldi í dag rúmlega 8% hlut í fjárfestingarbankanum Straumi, en alls voru seldar 333 milljónir á nafnvirði, eða sem nemur um 2,8 milljörðum króna. Hlutirnir voru annars vegar seldir félagi í eigu Kristins Björnssonar og fleiri fjárfesta, fyrir 233 milljónir á nafnvirði, og hins vegar Magnúsi Kristinssyni, útgerðarmanni í Vestmannaeyjum, fyrir 100 milljónir á nafnvirði. Félag Kristins Björnssonar átti fyrir í fjárfestingarbankanum, og á það nú samtals um 18% hlut. Kristinn sagði í samtali við fréttastofu að menn hefðu mikla trú á bankanum og því veigamiklu hlutverki sem hann gegndi á fjármálamarkaðnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×