Ætandi klórgas á Kársnesið 17. september 2004 00:01 Miklar efasemdir eru innan bæjarstjórnar Kópavogs um ágæti þess að fá klórgasframleiðslu Mjallar-Friggjar í bæinn, að því er fram kom á fundi bæjarstjórnar síðasta þriðjudag. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins segir að klórgas sé "mjög hættulegt ætandi og eitrað gas" og talið æskilegt að framleiðsla með klórgasi sé staðsett "sem fjærst íbúðarhúsnæði, öðrum húsum og starfsemi", að því er fram kemur í umsögn til Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Mjöll-Frigg hf. hefur sótt um að flytja klórframleiðslu sína frá Fosshálsi 3 í Reykjavík að Vesturvör 30c í Kópavogi. Í innan við kílómetra fjarlægð frá Vesturvör er húsnæði Kársnesskóla og í svipaðri fjarlægð yfir voginn er svo Nauthólsvík, vinsæll bað- og útivistarstaður íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Í umsögn slökkviliðsins kemur fram að verði mikill klórgasleki, til dæmis úr stóru þrýstihylki, sé lagt til að svæði verði lokað og það rýmt í 275 metra radíus frá lekanum. Innan þess svæðis geti verið lífshættulegt að vera. Þá þarf að aðvara og vernda svæði undan vindi þar sem fólk er, í allt að 2,7 kílómetra fjarlægð. Á því svæði geti fólk orðið ósjálfbjarga og orðið fyrir alvarlegum og óafturkræfum heilsubresti. Tekið er fram að tölurnar séu til viðmiðunar og þættir á borð við veðurfar og byggingar geti haft áhrif. Litlar líkur eru taldar á að alvarleg óhöpp geti átt sér stað og mesta hættan sögð vera þegar klórhylki eru flutt á áfangastað frá hafnarsvæði. Samskip sjá um flutning á klórhylkjum fyrir Mjöll-Frigg. Hylkjum er skipað upp í Sundahöfn í Reykjavík og flutt í 20 feta gámum á athafnasvæði fyrirtækisins. Talið er að sá háttur verði hafður á jafnt eftir sem fyrir flutning á klórframleiðslu Mjallar-Friggjar. Í hverjum gámi eru 12 gashylki. Í umsókn fyrirtækisins um starfsleyfi kemur fram að hvert hylki sé 1,6 tonn að þyngd með innihaldi. Flutningurinn á klórframleiðslu fyrirtækisins er fyrirhugaður í kjölfar eigendaskipta á fyrirtækinu. Eigandi Filtertækni við Vesturvör í Kópavogi keypti Mjöll-Frigg fyrr á árinu og stendur til að samnýta húsnæði þar, að sögn Magnúsar Grétarssonar, rekstrarstjóra hjá Mjöll-Frigg. "Húsnæðið er í eigu eigandans hér við Vesturvör, en við erum í leiguhúsnæði uppi á Fosshálsi," segir hann og er vongóður um að vel verði tekið í flutning fyrirtækisins hjá Kópavogsbæ. Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Miklar efasemdir eru innan bæjarstjórnar Kópavogs um ágæti þess að fá klórgasframleiðslu Mjallar-Friggjar í bæinn, að því er fram kom á fundi bæjarstjórnar síðasta þriðjudag. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins segir að klórgas sé "mjög hættulegt ætandi og eitrað gas" og talið æskilegt að framleiðsla með klórgasi sé staðsett "sem fjærst íbúðarhúsnæði, öðrum húsum og starfsemi", að því er fram kemur í umsögn til Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Mjöll-Frigg hf. hefur sótt um að flytja klórframleiðslu sína frá Fosshálsi 3 í Reykjavík að Vesturvör 30c í Kópavogi. Í innan við kílómetra fjarlægð frá Vesturvör er húsnæði Kársnesskóla og í svipaðri fjarlægð yfir voginn er svo Nauthólsvík, vinsæll bað- og útivistarstaður íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Í umsögn slökkviliðsins kemur fram að verði mikill klórgasleki, til dæmis úr stóru þrýstihylki, sé lagt til að svæði verði lokað og það rýmt í 275 metra radíus frá lekanum. Innan þess svæðis geti verið lífshættulegt að vera. Þá þarf að aðvara og vernda svæði undan vindi þar sem fólk er, í allt að 2,7 kílómetra fjarlægð. Á því svæði geti fólk orðið ósjálfbjarga og orðið fyrir alvarlegum og óafturkræfum heilsubresti. Tekið er fram að tölurnar séu til viðmiðunar og þættir á borð við veðurfar og byggingar geti haft áhrif. Litlar líkur eru taldar á að alvarleg óhöpp geti átt sér stað og mesta hættan sögð vera þegar klórhylki eru flutt á áfangastað frá hafnarsvæði. Samskip sjá um flutning á klórhylkjum fyrir Mjöll-Frigg. Hylkjum er skipað upp í Sundahöfn í Reykjavík og flutt í 20 feta gámum á athafnasvæði fyrirtækisins. Talið er að sá háttur verði hafður á jafnt eftir sem fyrir flutning á klórframleiðslu Mjallar-Friggjar. Í hverjum gámi eru 12 gashylki. Í umsókn fyrirtækisins um starfsleyfi kemur fram að hvert hylki sé 1,6 tonn að þyngd með innihaldi. Flutningurinn á klórframleiðslu fyrirtækisins er fyrirhugaður í kjölfar eigendaskipta á fyrirtækinu. Eigandi Filtertækni við Vesturvör í Kópavogi keypti Mjöll-Frigg fyrr á árinu og stendur til að samnýta húsnæði þar, að sögn Magnúsar Grétarssonar, rekstrarstjóra hjá Mjöll-Frigg. "Húsnæðið er í eigu eigandans hér við Vesturvör, en við erum í leiguhúsnæði uppi á Fosshálsi," segir hann og er vongóður um að vel verði tekið í flutning fyrirtækisins hjá Kópavogsbæ.
Fréttir Innlent Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira