Ætandi klórgas á Kársnesið 17. september 2004 00:01 Miklar efasemdir eru innan bæjarstjórnar Kópavogs um ágæti þess að fá klórgasframleiðslu Mjallar-Friggjar í bæinn, að því er fram kom á fundi bæjarstjórnar síðasta þriðjudag. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins segir að klórgas sé "mjög hættulegt ætandi og eitrað gas" og talið æskilegt að framleiðsla með klórgasi sé staðsett "sem fjærst íbúðarhúsnæði, öðrum húsum og starfsemi", að því er fram kemur í umsögn til Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Mjöll-Frigg hf. hefur sótt um að flytja klórframleiðslu sína frá Fosshálsi 3 í Reykjavík að Vesturvör 30c í Kópavogi. Í innan við kílómetra fjarlægð frá Vesturvör er húsnæði Kársnesskóla og í svipaðri fjarlægð yfir voginn er svo Nauthólsvík, vinsæll bað- og útivistarstaður íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Í umsögn slökkviliðsins kemur fram að verði mikill klórgasleki, til dæmis úr stóru þrýstihylki, sé lagt til að svæði verði lokað og það rýmt í 275 metra radíus frá lekanum. Innan þess svæðis geti verið lífshættulegt að vera. Þá þarf að aðvara og vernda svæði undan vindi þar sem fólk er, í allt að 2,7 kílómetra fjarlægð. Á því svæði geti fólk orðið ósjálfbjarga og orðið fyrir alvarlegum og óafturkræfum heilsubresti. Tekið er fram að tölurnar séu til viðmiðunar og þættir á borð við veðurfar og byggingar geti haft áhrif. Litlar líkur eru taldar á að alvarleg óhöpp geti átt sér stað og mesta hættan sögð vera þegar klórhylki eru flutt á áfangastað frá hafnarsvæði. Samskip sjá um flutning á klórhylkjum fyrir Mjöll-Frigg. Hylkjum er skipað upp í Sundahöfn í Reykjavík og flutt í 20 feta gámum á athafnasvæði fyrirtækisins. Talið er að sá háttur verði hafður á jafnt eftir sem fyrir flutning á klórframleiðslu Mjallar-Friggjar. Í hverjum gámi eru 12 gashylki. Í umsókn fyrirtækisins um starfsleyfi kemur fram að hvert hylki sé 1,6 tonn að þyngd með innihaldi. Flutningurinn á klórframleiðslu fyrirtækisins er fyrirhugaður í kjölfar eigendaskipta á fyrirtækinu. Eigandi Filtertækni við Vesturvör í Kópavogi keypti Mjöll-Frigg fyrr á árinu og stendur til að samnýta húsnæði þar, að sögn Magnúsar Grétarssonar, rekstrarstjóra hjá Mjöll-Frigg. "Húsnæðið er í eigu eigandans hér við Vesturvör, en við erum í leiguhúsnæði uppi á Fosshálsi," segir hann og er vongóður um að vel verði tekið í flutning fyrirtækisins hjá Kópavogsbæ. Fréttir Innlent Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Miklar efasemdir eru innan bæjarstjórnar Kópavogs um ágæti þess að fá klórgasframleiðslu Mjallar-Friggjar í bæinn, að því er fram kom á fundi bæjarstjórnar síðasta þriðjudag. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins segir að klórgas sé "mjög hættulegt ætandi og eitrað gas" og talið æskilegt að framleiðsla með klórgasi sé staðsett "sem fjærst íbúðarhúsnæði, öðrum húsum og starfsemi", að því er fram kemur í umsögn til Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Mjöll-Frigg hf. hefur sótt um að flytja klórframleiðslu sína frá Fosshálsi 3 í Reykjavík að Vesturvör 30c í Kópavogi. Í innan við kílómetra fjarlægð frá Vesturvör er húsnæði Kársnesskóla og í svipaðri fjarlægð yfir voginn er svo Nauthólsvík, vinsæll bað- og útivistarstaður íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Í umsögn slökkviliðsins kemur fram að verði mikill klórgasleki, til dæmis úr stóru þrýstihylki, sé lagt til að svæði verði lokað og það rýmt í 275 metra radíus frá lekanum. Innan þess svæðis geti verið lífshættulegt að vera. Þá þarf að aðvara og vernda svæði undan vindi þar sem fólk er, í allt að 2,7 kílómetra fjarlægð. Á því svæði geti fólk orðið ósjálfbjarga og orðið fyrir alvarlegum og óafturkræfum heilsubresti. Tekið er fram að tölurnar séu til viðmiðunar og þættir á borð við veðurfar og byggingar geti haft áhrif. Litlar líkur eru taldar á að alvarleg óhöpp geti átt sér stað og mesta hættan sögð vera þegar klórhylki eru flutt á áfangastað frá hafnarsvæði. Samskip sjá um flutning á klórhylkjum fyrir Mjöll-Frigg. Hylkjum er skipað upp í Sundahöfn í Reykjavík og flutt í 20 feta gámum á athafnasvæði fyrirtækisins. Talið er að sá háttur verði hafður á jafnt eftir sem fyrir flutning á klórframleiðslu Mjallar-Friggjar. Í hverjum gámi eru 12 gashylki. Í umsókn fyrirtækisins um starfsleyfi kemur fram að hvert hylki sé 1,6 tonn að þyngd með innihaldi. Flutningurinn á klórframleiðslu fyrirtækisins er fyrirhugaður í kjölfar eigendaskipta á fyrirtækinu. Eigandi Filtertækni við Vesturvör í Kópavogi keypti Mjöll-Frigg fyrr á árinu og stendur til að samnýta húsnæði þar, að sögn Magnúsar Grétarssonar, rekstrarstjóra hjá Mjöll-Frigg. "Húsnæðið er í eigu eigandans hér við Vesturvör, en við erum í leiguhúsnæði uppi á Fosshálsi," segir hann og er vongóður um að vel verði tekið í flutning fyrirtækisins hjá Kópavogsbæ.
Fréttir Innlent Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira