Innlent

Hefði viljað sjá margt öðruvísi

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra segist ekki hafa skipt um skoðun varðandi lögmæti Íraksstríðsins þrátt fyrir að Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hafi kveðið upp úr um að stríðið hafi verið ólögmætt. Hann segir fortíðina hins vegar ekki skipta máli lengur og hvetur menn að horfa til framtíðar varðandi Írak þar sem lýðræðislegar kosningar standi fyrir dyrum. Aðspurður um hvort hann teldi sig hafa verið blekktan um tilvist gereyðingarvopna í Írak sagði forsætisráðherrann að hann hefði "að minnsta kosti hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum" með að upplýsingar í skýrslum sem hann fékk "hafi ekki verið réttar." "Það er ljóst að maður hefði viljað sjá margt í þessu máli öðruvísi, ýmsar upplýsingar sem ég og aðrir fengu stóðust ekki", sagði Halldór Ásgrímsson að loknum fyrsta ríkisstjórnarfundi sem hann stýrir sem forsætisráðherra.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×