Hættuleg fjárplógsstarfsemi 17. september 2004 00:01 Landlæknisembættið hefur lengi varað við svokölluðum "skottulækningum" sem virðast, þrátt fyrir það, heldur hafa færst í vöxt hér á landi. Orkunámskeið sem nú stendur yfir hér á landi á meðal annars að kenna fólki að koma í veg fyrir "orkuleka," aðstoða það við að byggja upp orkuna og fleira af því tagi, sem aftur vinnur á erfiðum sjúkdómum. Nefnd eru dæmi um að alvarlega veiku fólki hafi snarskánað eftir að hafa sótt námskeið hjá breska parinu, Lyndu og Stephen Kane, sem standa fyrir orkunámskeiðunum hérlendis. Sigurður Guðmundsson landlæknir tjáði Fréttablaðinu að embættið myndi fylgjast gjörla með þessu námskeiðahaldi, en það hefur undir höndum gögn um efni þeirra. Gitte Larsen, sem er tengiliður Kane - fólksins hér á landi sagði, að það kæmi hingað til að hjálpa fólki sem væri með ólæknandi sjúkdóma, sem læknavísindin ráða ekki við. "Margir á Íslandi hafa vefjagigt og síþreytu, sem læknar ráða ekki við. Þá koma þau og geta hjálpað fólki," sagði Gitte og bætti við að þau væru þekkt undir heitinu "orkulæknarnir." Á námskeiðum er fólki meðal annars kennt að "greina" aðra einstaklinga og sjá hvort þeir leki orku. Tveggja daga námskeið kostar 20 þúsund krónur fyrir hvern þátttakanda. Ráðleggingar um lausnir á orkuvandanum kosta 6000 krónur klukkutíminn, en 90 mínútur kosta 7000. Svokölluð orkuegg, sem námskeiðshaldarar selja, kosta 2.900 krónur stykkið, en 2.500 séu keypt þrjú eða fleiri. "Þetta er fjárplógsstarfsemi af verstu tegund," sagði Sigurður Guðmundsson landlæknir. "Það eru engin líffræðileg eða sálfræðileg rök fyrir því að þetta sem fólkið er að selja, geri heilsu manna gagn. Gefið er í skyn, að þetta geti komið í stað ráðlegginga og lyfjameðferðar úr heilbrigðiskerfinu. Því sé ekki mikið mein að hætta því sem læknar eru að gera og reiða sig í staðinn á þessar aðferðir. Það er hættulegt. Ef hér er verið að búa til einhvers konar hirð hér, eins konar "cultism" þá þarf ekki að fara langt í sögunni til að sjá hve gríðarlega hættulegt það getur verið, til dæmis, ef fólk snýr baki við fjölskyldu, en lætur sogast í algjöra firringu frá raunveruleikanum og altrú á einhvers konar "gúrú."" Fréttir Innlent Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Landlæknisembættið hefur lengi varað við svokölluðum "skottulækningum" sem virðast, þrátt fyrir það, heldur hafa færst í vöxt hér á landi. Orkunámskeið sem nú stendur yfir hér á landi á meðal annars að kenna fólki að koma í veg fyrir "orkuleka," aðstoða það við að byggja upp orkuna og fleira af því tagi, sem aftur vinnur á erfiðum sjúkdómum. Nefnd eru dæmi um að alvarlega veiku fólki hafi snarskánað eftir að hafa sótt námskeið hjá breska parinu, Lyndu og Stephen Kane, sem standa fyrir orkunámskeiðunum hérlendis. Sigurður Guðmundsson landlæknir tjáði Fréttablaðinu að embættið myndi fylgjast gjörla með þessu námskeiðahaldi, en það hefur undir höndum gögn um efni þeirra. Gitte Larsen, sem er tengiliður Kane - fólksins hér á landi sagði, að það kæmi hingað til að hjálpa fólki sem væri með ólæknandi sjúkdóma, sem læknavísindin ráða ekki við. "Margir á Íslandi hafa vefjagigt og síþreytu, sem læknar ráða ekki við. Þá koma þau og geta hjálpað fólki," sagði Gitte og bætti við að þau væru þekkt undir heitinu "orkulæknarnir." Á námskeiðum er fólki meðal annars kennt að "greina" aðra einstaklinga og sjá hvort þeir leki orku. Tveggja daga námskeið kostar 20 þúsund krónur fyrir hvern þátttakanda. Ráðleggingar um lausnir á orkuvandanum kosta 6000 krónur klukkutíminn, en 90 mínútur kosta 7000. Svokölluð orkuegg, sem námskeiðshaldarar selja, kosta 2.900 krónur stykkið, en 2.500 séu keypt þrjú eða fleiri. "Þetta er fjárplógsstarfsemi af verstu tegund," sagði Sigurður Guðmundsson landlæknir. "Það eru engin líffræðileg eða sálfræðileg rök fyrir því að þetta sem fólkið er að selja, geri heilsu manna gagn. Gefið er í skyn, að þetta geti komið í stað ráðlegginga og lyfjameðferðar úr heilbrigðiskerfinu. Því sé ekki mikið mein að hætta því sem læknar eru að gera og reiða sig í staðinn á þessar aðferðir. Það er hættulegt. Ef hér er verið að búa til einhvers konar hirð hér, eins konar "cultism" þá þarf ekki að fara langt í sögunni til að sjá hve gríðarlega hættulegt það getur verið, til dæmis, ef fólk snýr baki við fjölskyldu, en lætur sogast í algjöra firringu frá raunveruleikanum og altrú á einhvers konar "gúrú.""
Fréttir Innlent Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent