Hættuleg fjárplógsstarfsemi 17. september 2004 00:01 Landlæknisembættið hefur lengi varað við svokölluðum "skottulækningum" sem virðast, þrátt fyrir það, heldur hafa færst í vöxt hér á landi. Orkunámskeið sem nú stendur yfir hér á landi á meðal annars að kenna fólki að koma í veg fyrir "orkuleka," aðstoða það við að byggja upp orkuna og fleira af því tagi, sem aftur vinnur á erfiðum sjúkdómum. Nefnd eru dæmi um að alvarlega veiku fólki hafi snarskánað eftir að hafa sótt námskeið hjá breska parinu, Lyndu og Stephen Kane, sem standa fyrir orkunámskeiðunum hérlendis. Sigurður Guðmundsson landlæknir tjáði Fréttablaðinu að embættið myndi fylgjast gjörla með þessu námskeiðahaldi, en það hefur undir höndum gögn um efni þeirra. Gitte Larsen, sem er tengiliður Kane - fólksins hér á landi sagði, að það kæmi hingað til að hjálpa fólki sem væri með ólæknandi sjúkdóma, sem læknavísindin ráða ekki við. "Margir á Íslandi hafa vefjagigt og síþreytu, sem læknar ráða ekki við. Þá koma þau og geta hjálpað fólki," sagði Gitte og bætti við að þau væru þekkt undir heitinu "orkulæknarnir." Á námskeiðum er fólki meðal annars kennt að "greina" aðra einstaklinga og sjá hvort þeir leki orku. Tveggja daga námskeið kostar 20 þúsund krónur fyrir hvern þátttakanda. Ráðleggingar um lausnir á orkuvandanum kosta 6000 krónur klukkutíminn, en 90 mínútur kosta 7000. Svokölluð orkuegg, sem námskeiðshaldarar selja, kosta 2.900 krónur stykkið, en 2.500 séu keypt þrjú eða fleiri. "Þetta er fjárplógsstarfsemi af verstu tegund," sagði Sigurður Guðmundsson landlæknir. "Það eru engin líffræðileg eða sálfræðileg rök fyrir því að þetta sem fólkið er að selja, geri heilsu manna gagn. Gefið er í skyn, að þetta geti komið í stað ráðlegginga og lyfjameðferðar úr heilbrigðiskerfinu. Því sé ekki mikið mein að hætta því sem læknar eru að gera og reiða sig í staðinn á þessar aðferðir. Það er hættulegt. Ef hér er verið að búa til einhvers konar hirð hér, eins konar "cultism" þá þarf ekki að fara langt í sögunni til að sjá hve gríðarlega hættulegt það getur verið, til dæmis, ef fólk snýr baki við fjölskyldu, en lætur sogast í algjöra firringu frá raunveruleikanum og altrú á einhvers konar "gúrú."" Fréttir Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira
Landlæknisembættið hefur lengi varað við svokölluðum "skottulækningum" sem virðast, þrátt fyrir það, heldur hafa færst í vöxt hér á landi. Orkunámskeið sem nú stendur yfir hér á landi á meðal annars að kenna fólki að koma í veg fyrir "orkuleka," aðstoða það við að byggja upp orkuna og fleira af því tagi, sem aftur vinnur á erfiðum sjúkdómum. Nefnd eru dæmi um að alvarlega veiku fólki hafi snarskánað eftir að hafa sótt námskeið hjá breska parinu, Lyndu og Stephen Kane, sem standa fyrir orkunámskeiðunum hérlendis. Sigurður Guðmundsson landlæknir tjáði Fréttablaðinu að embættið myndi fylgjast gjörla með þessu námskeiðahaldi, en það hefur undir höndum gögn um efni þeirra. Gitte Larsen, sem er tengiliður Kane - fólksins hér á landi sagði, að það kæmi hingað til að hjálpa fólki sem væri með ólæknandi sjúkdóma, sem læknavísindin ráða ekki við. "Margir á Íslandi hafa vefjagigt og síþreytu, sem læknar ráða ekki við. Þá koma þau og geta hjálpað fólki," sagði Gitte og bætti við að þau væru þekkt undir heitinu "orkulæknarnir." Á námskeiðum er fólki meðal annars kennt að "greina" aðra einstaklinga og sjá hvort þeir leki orku. Tveggja daga námskeið kostar 20 þúsund krónur fyrir hvern þátttakanda. Ráðleggingar um lausnir á orkuvandanum kosta 6000 krónur klukkutíminn, en 90 mínútur kosta 7000. Svokölluð orkuegg, sem námskeiðshaldarar selja, kosta 2.900 krónur stykkið, en 2.500 séu keypt þrjú eða fleiri. "Þetta er fjárplógsstarfsemi af verstu tegund," sagði Sigurður Guðmundsson landlæknir. "Það eru engin líffræðileg eða sálfræðileg rök fyrir því að þetta sem fólkið er að selja, geri heilsu manna gagn. Gefið er í skyn, að þetta geti komið í stað ráðlegginga og lyfjameðferðar úr heilbrigðiskerfinu. Því sé ekki mikið mein að hætta því sem læknar eru að gera og reiða sig í staðinn á þessar aðferðir. Það er hættulegt. Ef hér er verið að búa til einhvers konar hirð hér, eins konar "cultism" þá þarf ekki að fara langt í sögunni til að sjá hve gríðarlega hættulegt það getur verið, til dæmis, ef fólk snýr baki við fjölskyldu, en lætur sogast í algjöra firringu frá raunveruleikanum og altrú á einhvers konar "gúrú.""
Fréttir Innlent Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Fleiri fréttir Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Sjá meira