Styrkur að hafa Davíð með 16. september 2004 00:01 Halldór Ásgrímsson segist ekki óttast að Davíð Oddsson og sjálfstæðismenn láti illa að stjórn þótt þeir víki nú úr stjórnarforystu. "Ég held að það sé stjórninni þvert á móti styrkur að hafa hann innanborðs", sagði Halldór þegar hann tók við lyklavöldum í forsætisráðuneytinu af Davíð síðdegis í gær. Halldór sagði að fyrsta verk sitt yrði að semja stefnuræðu ríkisstjórnarinnar en til þess þyrfti hann að hafa náið samráð við alla ráðherra. Forsætisráðherrann nýi sagði "ekkert liggja á nýju fjölmiðlafrumvarpi" nú öfugt við nýliðið sumar. Haldið yrði fast við að selja Símann, þótt hann vildi ekki fastsetja tímaramma að öðru leyti en því að segja að þetta væri spurning um "vikur eða mánuði". Halldór staðfesti að tekjuskattur yrði lækkaður um 4 prósentustig á kjörtímabilinu og byrjað á eins prósents lækkun um áramót. Hann sagði að lækkun eigna- og virðisaukaskatts og hækkun barnabóta yrðu forgangsmál enda bentu hagvaxtarspár til þess að svigrúm gæfist til þeirra. Halldór neitaði að skýra nánar frá. Halldór lagði áherslu á að varnarmálin væru meðal erfiðustu verkefna stjórnarinnar og sagði ekkert óeðlilegt þótt þau yrðu á hendi nýs utanríkisráðherra. Forsætisráðuneytið hefði farið með þau mál á meðan samskiptin hefðu verið beint við Bandaríkjaforseta. Davíð Oddsson útskýrði afskipti sín af því máli úr stjórnarráðinu með "sérstöku eðli forsætisráðherraembættisins" sem gæti haft afskipti af einstökum málum. "Það er hefð fyrir því í íslenskum stjórnmálum, að forsætisráðherrann geti blandað sér í nánast hvaða málefni sem er," sagði Davíð er hann lét af embætti forsætisráðherra eftir þrettán ára setu í stjórnarráðinu. Stj.mál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira
Halldór Ásgrímsson segist ekki óttast að Davíð Oddsson og sjálfstæðismenn láti illa að stjórn þótt þeir víki nú úr stjórnarforystu. "Ég held að það sé stjórninni þvert á móti styrkur að hafa hann innanborðs", sagði Halldór þegar hann tók við lyklavöldum í forsætisráðuneytinu af Davíð síðdegis í gær. Halldór sagði að fyrsta verk sitt yrði að semja stefnuræðu ríkisstjórnarinnar en til þess þyrfti hann að hafa náið samráð við alla ráðherra. Forsætisráðherrann nýi sagði "ekkert liggja á nýju fjölmiðlafrumvarpi" nú öfugt við nýliðið sumar. Haldið yrði fast við að selja Símann, þótt hann vildi ekki fastsetja tímaramma að öðru leyti en því að segja að þetta væri spurning um "vikur eða mánuði". Halldór staðfesti að tekjuskattur yrði lækkaður um 4 prósentustig á kjörtímabilinu og byrjað á eins prósents lækkun um áramót. Hann sagði að lækkun eigna- og virðisaukaskatts og hækkun barnabóta yrðu forgangsmál enda bentu hagvaxtarspár til þess að svigrúm gæfist til þeirra. Halldór neitaði að skýra nánar frá. Halldór lagði áherslu á að varnarmálin væru meðal erfiðustu verkefna stjórnarinnar og sagði ekkert óeðlilegt þótt þau yrðu á hendi nýs utanríkisráðherra. Forsætisráðuneytið hefði farið með þau mál á meðan samskiptin hefðu verið beint við Bandaríkjaforseta. Davíð Oddsson útskýrði afskipti sín af því máli úr stjórnarráðinu með "sérstöku eðli forsætisráðherraembættisins" sem gæti haft afskipti af einstökum málum. "Það er hefð fyrir því í íslenskum stjórnmálum, að forsætisráðherrann geti blandað sér í nánast hvaða málefni sem er," sagði Davíð er hann lét af embætti forsætisráðherra eftir þrettán ára setu í stjórnarráðinu.
Stj.mál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Sjá meira