Innlent

Eldri nemendur bíða enn

Enn er óljóst hvort tekst að útvega öllum sem vilja, pláss í framhaldsskólum. Menntamálaráðherra segir enn ekki ljóst hversu margir bíða eftir skólaplássi, sem er það sama og hún sagði í síðasta mánuði. Mörg hundruð nemendur, yfirleitt eldri nemendur hafa ekki fengið vist í framhaldsskólum landsins í haust. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra segir að verið sé að fara yfir málið og enn hafi ráðuneytið ekki áttað sig á umfangi málsins. Hún segir einn nemanda oft margtalinn og málin muni skýrast betur þegar nær dregur jólum. Hún segir að allt verði gert til þess að reyna að leysa vandann Í fréttum 25. ágúst síðastliðinn sagðist menntamálaráðherra að í raun væri ekki vitað hversu margir flokkuðust undir svokallaða eldri framhaldsskólanema. Það virðist því jafnóljóst í dag og þá hversu margir eru án skólapláss. Þó er ljóst að fjöldinn skiptir hundruðum, því í fréttum Bylgjunnar fyrir réttum mánuði kom fram að til dæmis bara Fjölbrautarskólinn við Ármúla þurfti að vísa 150 nemendum frá, nemendum sem vilji var til að taka í skólann. Menntamálaráðherra sagðist í dag ekki treysta sér til að lofa öllum skólaplássi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×