Innlent

Mikið af LSD fannst í pósti

Maður um þrítugt var handtekinn í gær í tengslum við mikið magn af LSD sem fannst í póstsendingu frá Hollandi. Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, vill ekki gefa upp um hversu mikið magn hafi verið að ræða, en segir það hafa verið mjög mikið. Fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík í samvinnu við tollgæsluna fundu efnin fyrr í vikunni í póstsendingu sem kom frá Hollandi. Hörður segir að við rannsókn málsins hafi böndin borist til Vestmannaeyja. Samvinna hófst í framhaldinu við lögregluna í Vestmannaeyjum sem handtók manninn eftir hádegi í gær. Í framhaldinu var maðurinn sendur til Reykjavíkur þar sem hann var yfirheyrður fram á kvöld af fíkniefnadeildinni í Reykjavík. Í dag kemur í ljóst hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum en hann var í haldi lögreglunnar í nótt. Hörður segir bæði sjaldgæft og langt síðan að svo mikið magn af LSD hafi fundist. Um er að ræða pappír sem LSD sýran hefur verið látin síast í.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×