Eiríkur og Stefán Már hæfastir 17. september 2004 00:01 Tveir umsækjendur, þeir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson, eru sagðir hæfastir í starf hæstaréttardómara að mati Hæstaréttar samkvæmt heimildum Fréttablaðsins og að því er fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Fimm af sjö umsækjendum sem Fréttablaðið náði tali af í gær vissu ekki að mat Hæstaréttar lægi fyrir eða höfðu aðeins heyrt um það í fréttum RÚV. En samkvæmt upplýsingalögum eiga ekki aðrir en umsækjendur rétt á því að sjá umsögn Hæstaréttar. Auk lagaprófessoranna, Eiríks Tómassonar og Stefáns Más Stefánssonar, sóttu Allan Vagn Magnússon héraðsdómari, Eggert Óskarsson héraðsdómari, Hjördís Hákonardóttir dómstjóri, Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og Leó Löve hæstaréttarlögmaður um stöðuna. Pétur Kr. Hafstein lætur af embætti hæstaréttardómara þann fyrsta október næstkomandi. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skýrði frá því á heimasíðu sinni að hann hefði í bréfi til forsætisráðherra lýst sig vanhæfan í þessari embættisskipan. Ástæðan er sú að Hjördís Hákonardóttir dómstjóri er meðal umsækjenda. Hún var einnig meðal umsækjenda þegar Björn skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson í embætti hæstaréttardómara 2003. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að sú ákvörðun hefði verið brot á jafnréttislögum og beindi því til Björns að finna "viðunandi lausn" á því máli. "Meðan þær hafa ekki verið til lykta leiddar tel ég að aðrir umsækjendur megi með réttu draga í efa óhlutdrægni mína við val á umsækjendum í það embætti sem nú er laust," segir Björn í bréfi sínu til Davíðs. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Hjördís átt í viðræðum við dómsmálaráðuneytið um bætur vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Forseti Íslands hefur að tillögu forsætisráðherra sett Geir H. Haarde fjármálaráðherra tímabundið í embætti dómsmálaráðherra til að taka ákvörðun um veitingu embættis hæstaréttardómara. Fréttir Innlent Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Tveir umsækjendur, þeir Eiríkur Tómasson og Stefán Már Stefánsson, eru sagðir hæfastir í starf hæstaréttardómara að mati Hæstaréttar samkvæmt heimildum Fréttablaðsins og að því er fram kom í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Fimm af sjö umsækjendum sem Fréttablaðið náði tali af í gær vissu ekki að mat Hæstaréttar lægi fyrir eða höfðu aðeins heyrt um það í fréttum RÚV. En samkvæmt upplýsingalögum eiga ekki aðrir en umsækjendur rétt á því að sjá umsögn Hæstaréttar. Auk lagaprófessoranna, Eiríks Tómassonar og Stefáns Más Stefánssonar, sóttu Allan Vagn Magnússon héraðsdómari, Eggert Óskarsson héraðsdómari, Hjördís Hákonardóttir dómstjóri, Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður og Leó Löve hæstaréttarlögmaður um stöðuna. Pétur Kr. Hafstein lætur af embætti hæstaréttardómara þann fyrsta október næstkomandi. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra skýrði frá því á heimasíðu sinni að hann hefði í bréfi til forsætisráðherra lýst sig vanhæfan í þessari embættisskipan. Ástæðan er sú að Hjördís Hákonardóttir dómstjóri er meðal umsækjenda. Hún var einnig meðal umsækjenda þegar Björn skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson í embætti hæstaréttardómara 2003. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að sú ákvörðun hefði verið brot á jafnréttislögum og beindi því til Björns að finna "viðunandi lausn" á því máli. "Meðan þær hafa ekki verið til lykta leiddar tel ég að aðrir umsækjendur megi með réttu draga í efa óhlutdrægni mína við val á umsækjendum í það embætti sem nú er laust," segir Björn í bréfi sínu til Davíðs. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Hjördís átt í viðræðum við dómsmálaráðuneytið um bætur vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Forseti Íslands hefur að tillögu forsætisráðherra sett Geir H. Haarde fjármálaráðherra tímabundið í embætti dómsmálaráðherra til að taka ákvörðun um veitingu embættis hæstaréttardómara.
Fréttir Innlent Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira