Innlent

Klukkutími frá Vesturbæ í Árbæ

Það getur tekið nærri því klukkutíma að komast úr vesturbænum, uppfyrir Elliðaár, vegna framkvæmdanna á Hringbraut. Búast má við umferðartöfum á þessari leið fram í miðjan október á næsta ári. Hringbrautin er mikil umferðaræð, ekki síst þegar Háskóli Íslands er tekinn til starfa, og kennarar og nemendur flykkjast í og úr skólanum. Hringbrautin er því orðin meiriháttar flöskuháls og segir Höskuldur Tryggvason, deildarstjóri hjá Gatnamálastjóra að verið sé að vinna við gatnamót Njarðargötu og Hringbrautar og á meðan sé Njarðargatan lokuð frá Vatnsmýrarvegi að Sturlugötu. Gert sé ráð fyrir að verkinu læjúki um mánaðamótin og þá komist umferð aftur á Njaraðargötu og léttist þar með töluvert.Hann segir verkið nokkuð á eftir áætlun, þessi áfangi sé mánuði á eftir áætlun. Öllum framkvæmdunum við Hringbrautina lýkur ekki fyrr en um miðjan október á næsta ári og Höskuldur segir að óhjákvæmilega verði einhverjar umferðartruflanir þangað til.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×