Myndi valda óþarfa þenslu 17. september 2004 00:01 Mjög óskynsamlegt væri hjá ríkinu að ráðast í framkvæmdir við Sundabraut á næsta ári að sögn Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskólans. R-listinn hefur lýst því yfir að vilji sé til þess hjá borgaryfirvöldum að hefja framkvæmdir við Sundabraut jafnvel strax á næsta ári. Sundabrautin hefur þannig verið sett efst á forgangslista stórframkvæmda í Reykjavík og gerð mislægra gatnamóta við Miklubraut og Kringlumýrarbraut slegið á frest. Fyrir liggur að Sundabrautin mun kosta átta til tólf milljarða króna, allt eftir því hvaða leið verður valin. "Þó Sundabrautin sé arðsöm framkvæmd þá ber að fresta henni í því efnahagsástandi sem við erum í núna," segir Tryggvi Þór. Hann segir að framundan sé hagvaxtarskeið með auknum kaupmætti og nauðsynlegt sé að hafa hemil á opinberum framkvæmdum ef verðbólgan eigi ekki að fara af stað. "Ef farið verður út í þessa framkvæmd mun það auka enn frekar á þensluna í þjóðfélaginu og gera hagstjórnina erfiðari en ella." Tryggvi Þór segir að ef valið standi milli Sundabrautar og mislægra gatnamóta við Miklubraut og Kringlumýrarbraut, sem sé framkvæmd upp á þrjá milljarða sé mun skynsamlegra út frá hagstjórnarlegu sjónarmiði að fara í framkvæmdir við mislægu gatnamótin fyrst. "Ég tel nú reyndar að það eigi að bíða alveg með þetta eins og útlitið er núna." Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, tekur í sama streng og Tryggvi Þór varðandi efnhagsleg áhrif Sundabrautar. "Það er alveg ljóst að í því efnahagsástandi sem er núna þá myndi Sundabrautin ýta undir þenslu í þjóðfélaginu. Einkaneysla er mjög mikil og á sama tíma er verið að boða skattalækkanir þannig að það er augljóst að einhvers staðar verður að spyrna við. Framkvæmd upp á tíu til tólf milljarða á næstu þremur til fjórum árum myndi hafa slæm áhrif ef ríkið myndi ekki draga saman seglin annars staðar." Fréttir Innlent Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Mjög óskynsamlegt væri hjá ríkinu að ráðast í framkvæmdir við Sundabraut á næsta ári að sögn Tryggva Þórs Herbertssonar, forstöðumanns Hagfræðistofnunar Háskólans. R-listinn hefur lýst því yfir að vilji sé til þess hjá borgaryfirvöldum að hefja framkvæmdir við Sundabraut jafnvel strax á næsta ári. Sundabrautin hefur þannig verið sett efst á forgangslista stórframkvæmda í Reykjavík og gerð mislægra gatnamóta við Miklubraut og Kringlumýrarbraut slegið á frest. Fyrir liggur að Sundabrautin mun kosta átta til tólf milljarða króna, allt eftir því hvaða leið verður valin. "Þó Sundabrautin sé arðsöm framkvæmd þá ber að fresta henni í því efnahagsástandi sem við erum í núna," segir Tryggvi Þór. Hann segir að framundan sé hagvaxtarskeið með auknum kaupmætti og nauðsynlegt sé að hafa hemil á opinberum framkvæmdum ef verðbólgan eigi ekki að fara af stað. "Ef farið verður út í þessa framkvæmd mun það auka enn frekar á þensluna í þjóðfélaginu og gera hagstjórnina erfiðari en ella." Tryggvi Þór segir að ef valið standi milli Sundabrautar og mislægra gatnamóta við Miklubraut og Kringlumýrarbraut, sem sé framkvæmd upp á þrjá milljarða sé mun skynsamlegra út frá hagstjórnarlegu sjónarmiði að fara í framkvæmdir við mislægu gatnamótin fyrst. "Ég tel nú reyndar að það eigi að bíða alveg með þetta eins og útlitið er núna." Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, tekur í sama streng og Tryggvi Þór varðandi efnhagsleg áhrif Sundabrautar. "Það er alveg ljóst að í því efnahagsástandi sem er núna þá myndi Sundabrautin ýta undir þenslu í þjóðfélaginu. Einkaneysla er mjög mikil og á sama tíma er verið að boða skattalækkanir þannig að það er augljóst að einhvers staðar verður að spyrna við. Framkvæmd upp á tíu til tólf milljarða á næstu þremur til fjórum árum myndi hafa slæm áhrif ef ríkið myndi ekki draga saman seglin annars staðar."
Fréttir Innlent Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira