Innlent

Áfram í gæsluvarðhaldi

Tæplega fertugur maður hefur verið úrskurðaður, í áframhaldandi gæsluvarðhald en hann var tekinn með eitt kíló af amfetamíni og eitt kíló af kókaíni á Keflavíkurflugvelli í lok maí. Gæsluvarðhaldið var framlengt uns dómur gengur í málinu en þó ekki lengur en til þriðja nóvember. Maðurinn hefur nú þegar setið í gæsluvarðhaldi í fjóra mánuði. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli fann fíkniefnin sem maðurinn var með falin innanklæða en hann var að koma með flugi frá Kaupmannahöfn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×