Innlent

Leigubílstjóri slóst við farþega

Leigubílstjóri á Sauðárkróki hefur kært tvítugan viðskiptavin fyrir líkamsrárás. Sjálfur segist pilturinn, sem var ofurölvi, íhuga að leggja fram kæru á hendur bílstjóranum fyrir það sama. Farþeginn, Rúnar Ingi Sigurðsson sláturhússstarfsmaður, segist lítið muna vegna ölvunar. Sjónarvottar segja á hinn bóginn að leigbílstjórinn, Júlíus Rúnar Þórðarson, hafi sparkað í Rúnar þar sem hann lá dauðadrukkinn á jörðinni. "Rúnar skallaði mig og þá kom ég mér bara í burtu. Ég hélt honum þarna niðri og hann lofaði að vera þægur en lét svo öllum illum látum þegar til kom," segir Júlíus leigubílstjóri við DV. Rúnar slátúrhússstarfsmaður segir DV aðra sögu:  "Ég lenti bara í slagsmálum við leigubílsstjóra sem lamdi mig í klessu ég veit lítið annað um þetta enda var ég mikið drukkinn," segir Rúnar. "Ég get staðfest það að hingað kom leigubílsstjóri og kærði ungan mann fyrir líkamsárás, annars er málið til rannsóknar," segir lögreglan á Sauðárkróki í samtali við DV. Nánar er fjallað um málið í DV í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×