Gunnlaugur nýtur trausts ráðherra 17. september 2004 00:01 Menntamálaráðherra segist bera fyllsta traust til formanns útvarpsráðs og segist trúa því að hann hafi ekki komið nálægt kaupum Símans í Skjá einum. Ráðherra segir það ekki skarast að formaðurinn gegni einnig trúnaðarstörfum í viðskiptalífinu og komi þannig að slíkum viðskiptum. Fréttastofan hefur traustar heimildir fyrir því að Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson formaður útvarpsráðs ríkisútvarpsinsins hafi átt virkan þátt í því að fá Símann til að fjárfesta í Skjá einum. Þetta kom fram í frétt Stöðvar í fyrrakvöld. Í sömu frétt var haft eftir menntamálaráðherra að málið yrði skoðað Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segist taka orð Gunnlaugs fullgild og hún muni ekki skipta sér meira af þessu máli. Í DV í dag er því einnig haldið fram að Gunnlaugur Sævar hafi átt fundi með Brynjólfi Bjarnasyni forstjóra Símans og Magnúsi Ragnarssyni framkvæmdastjóra Skjás eins skömmu áður en Síminn keypti fjórðungshlut í Skjá einum og á sýningarrétti á enska boltanum. Magnús staðfestir að hafa átt fundi með Gunnlaugi Sævari, en segir efnið trúnaðarmál. Hann segist aldrei hafa átt fundi með Gunlaugi Sævari Gunnlaugssyni formanni útvarpsráðs, en hafi átt fundi með Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni stjórnarformanni Tryggingamiðstöðvarinnar um hugsanlega aðkomu þess fyrirtækis að Skjá einum. Þegar þetta var borið undir menntamálaráðherra ítrekaði Þorgerður Katrín traust sitt á Gunnlaugi Sævari og að hún styddi hann áfram sem formann útvarpsráðs. Ráðherra fannst það ekki bjóða upp á vangaveltur og efasemdir að formaður útvarpsráðs gegndi svona mismunandi stöðum sem gætu skarast. Hún segist ekki sjá að þessi störf skarist á nokkurn hátt og Gunnlaugur hafi sinnt starfi sínu sem formaður útvarpsráðs afar vel og hann hafi fullt traust. Gunnlaugur Sævar er líka stjórnarmaður í fjárfestingabankanum Straumi þar sem kaup á hlut í Skjá einum hafa verið til umræðu. Magnús Kristinsson stjórnarmaður sagðist í samtali við Stöð 2 í dag fagna þeirri ákvörðun starfsmanna Straums að hafa eftir athugun ákveðið að fjárfesta ekki í þeim fjórðungshlut sem Síminn keypti í Skjá einum og sýningarrétti á enska boltanum. Magnús segist ekki hafa talið það spennandi viðskipti. Þórður Már Jóhannesson forstjóri Straums sagði það stefnu sína að ræða ekki viðskipti sem ekkert hefði orðið af. Fréttir Innlent Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Menntamálaráðherra segist bera fyllsta traust til formanns útvarpsráðs og segist trúa því að hann hafi ekki komið nálægt kaupum Símans í Skjá einum. Ráðherra segir það ekki skarast að formaðurinn gegni einnig trúnaðarstörfum í viðskiptalífinu og komi þannig að slíkum viðskiptum. Fréttastofan hefur traustar heimildir fyrir því að Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson formaður útvarpsráðs ríkisútvarpsinsins hafi átt virkan þátt í því að fá Símann til að fjárfesta í Skjá einum. Þetta kom fram í frétt Stöðvar í fyrrakvöld. Í sömu frétt var haft eftir menntamálaráðherra að málið yrði skoðað Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segist taka orð Gunnlaugs fullgild og hún muni ekki skipta sér meira af þessu máli. Í DV í dag er því einnig haldið fram að Gunnlaugur Sævar hafi átt fundi með Brynjólfi Bjarnasyni forstjóra Símans og Magnúsi Ragnarssyni framkvæmdastjóra Skjás eins skömmu áður en Síminn keypti fjórðungshlut í Skjá einum og á sýningarrétti á enska boltanum. Magnús staðfestir að hafa átt fundi með Gunnlaugi Sævari, en segir efnið trúnaðarmál. Hann segist aldrei hafa átt fundi með Gunlaugi Sævari Gunnlaugssyni formanni útvarpsráðs, en hafi átt fundi með Gunnlaugi Sævari Gunnlaugssyni stjórnarformanni Tryggingamiðstöðvarinnar um hugsanlega aðkomu þess fyrirtækis að Skjá einum. Þegar þetta var borið undir menntamálaráðherra ítrekaði Þorgerður Katrín traust sitt á Gunnlaugi Sævari og að hún styddi hann áfram sem formann útvarpsráðs. Ráðherra fannst það ekki bjóða upp á vangaveltur og efasemdir að formaður útvarpsráðs gegndi svona mismunandi stöðum sem gætu skarast. Hún segist ekki sjá að þessi störf skarist á nokkurn hátt og Gunnlaugur hafi sinnt starfi sínu sem formaður útvarpsráðs afar vel og hann hafi fullt traust. Gunnlaugur Sævar er líka stjórnarmaður í fjárfestingabankanum Straumi þar sem kaup á hlut í Skjá einum hafa verið til umræðu. Magnús Kristinsson stjórnarmaður sagðist í samtali við Stöð 2 í dag fagna þeirri ákvörðun starfsmanna Straums að hafa eftir athugun ákveðið að fjárfesta ekki í þeim fjórðungshlut sem Síminn keypti í Skjá einum og sýningarrétti á enska boltanum. Magnús segist ekki hafa talið það spennandi viðskipti. Þórður Már Jóhannesson forstjóri Straums sagði það stefnu sína að ræða ekki viðskipti sem ekkert hefði orðið af.
Fréttir Innlent Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira