Innlent

Öryggi breska þingsins í rusli

Svo virðist sem enginn fylgist almennilega með á breska þinginu, því í annað skipti í þessari viku komst óboðinn gestur þangað inn og hefði hæglega getað skapað stórhættu. Sem betur fer var þarna á ferðinni blaðamaður dagblaðsins SUN, sem vildi kanna hversu góð eða slök gæslan væri. Blaðamaðurinn dúlbjó sig sem þjón og komst vandræðalítið inn í þingið. Þar þjónaði hann meðal annars John Prescott, aðstoðarforsætisráðherra, með eftirlíkingu af sprengju innanklæða. Þetta þykir reginhneyksli og er ekki það fyrsta í vikunni, því aðeins sólarhring áður tókst nokkrum andmælendur refaveiðibannsins, sem samþykkt var á þinginu í gær, að ryðjast þar alveg inn á gafl í mótmælaskyni. Leiðtogi Verkamannaflokksins á þingi, Peter Hain, sagði nauðsynlegt að bregðast þegar í stað við afar slöku og löngu úreltu öryggiskerfi þingsins, ekki síst með hliðsjón af því að al-Qaeda hryðjuverkasamtökin hefði mikinn áhuga á að gera árás á þingið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×