Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. ágúst 2025 15:25 Albert furðar sig á aðdraganda fundarins og segir hann bera vott um viðvaningshátt í Washington. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og Rússlandi furðar sig á aðdraganda fyrirhugaðs leiðtogafundar forseta ríkjanna tveggja. Hann vonar að fundurinn reynist óþarfur, þar sem hann kunni að gera málstað Úkraínu ógagn frekar en nokkuð annað. Hvíta húsið hefur til skoðunar hvort bjóða eigi Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á friðarviðræðufund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Alaska á föstudag. Trump hafði áður lagt það til við Pútín að Selenskí fengi sæti við borðið, en Rússlandsforseti hafði þvertekið fyrir það. Úr varð að fundurinn færi fram án nokkurrar aðkomu fulltrúa frá Úkraínu, en nú virðist stefnubreyting vera til skoðunar. Þetta hafa blaðamenn NBC eftir þremur heimildum. Þrátt fyrir að möguleiki sé á að Selenskí mæti á fundi í Alaska er ekki ljóst hvort hann og Pútín yrðu nokkurn tímann í sama rými. Viðvaningsháttur og planleysi Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, segir aðdraganda fundarins og hringlandahátt með mögulega mætingu Selenskís sæta furðu. „Og hefur allan blæ af viðvaningshætti og sætir auðvitað víða mikilli gagnrýni. Þar á meðal frá leiðtogum Evrópuríkja, skiljanlega. Þetta snýst ekki bara um Úkraínu, þetta snýst um öryggi Evrópu,“ segir Albert. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar virðist stjórn Trumps ekki hafa neitt plan um hvernig haldið verði á málum Úkraínu. „Enn minna plan heldur en fyrirrennararnir, og þeir stóðu sig nú ekki sérstaklega vel hvað varðaði Úkraínu. Svo á bara að treysta á, ég veit ekki hvað, snilligáfu [Trumps]. Það eru engar gagnrýnisraddir í kringum hann, greinilega. Það er einn veikleiki í þessu.“ Eftirgjöf lands geti ekki komið til greina Albert segir ekkert benda til þess að Rússar hafi slakað á kröfum sínum um að Úkraína verði innan áhrifasvæðið Rússa, og missi í reynd fullveldi sitt. „Þetta hefur ekkert með öryggi Rússlands að gera. Það stendur engin ógn frá Úkraínu að öryggi Rússa. Þannig að þetta er hið undarlegasta mál, þessi fyrirhugaði fundur. Enn og aftur: Hver er strategían, hvert er planið hjá Trump-stjórninni? Ég get ekki séð það.“ Trump hefur sagt að mögulegt friðarsamkomulag myndi fela í sér skiptingu á landsvæðum, en Selenskí hefur haldði fast við þá stefnu að Úkraína muni ekki gefa eftir land. „Ef það á að halda því til streitu að Úkraína gefi eftir land, það auðvitað kemur ekki til greina. Eina leiðin út úr þessu, og það þarf ekki leiðtogafund til að gera það, er að stoppa málið. Koma á vopnahléi. Þetta er ekki eitthvað sem Úkraínumönnum líkar, mér eða öðrum. En þetta er skásti kosturinn í stöðunni. Koma á vopnahléi, en þar er talað um að frysta átökin.“ Nýta verði tímann meðan vopnahlé vari til að vígvæða Úkraínu, treysta efnahag landsins og tryggja öryggi þess. „En það hefur ekkert með þennan leiðtogafund að gera. Hann er, held ég, bara óþarfur. Vonandi er hann óþarfur en ekki til skaða.“ Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Hvíta húsið hefur til skoðunar hvort bjóða eigi Volodimír Selenskí Úkraínuforseta á friðarviðræðufund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Alaska á föstudag. Trump hafði áður lagt það til við Pútín að Selenskí fengi sæti við borðið, en Rússlandsforseti hafði þvertekið fyrir það. Úr varð að fundurinn færi fram án nokkurrar aðkomu fulltrúa frá Úkraínu, en nú virðist stefnubreyting vera til skoðunar. Þetta hafa blaðamenn NBC eftir þremur heimildum. Þrátt fyrir að möguleiki sé á að Selenskí mæti á fundi í Alaska er ekki ljóst hvort hann og Pútín yrðu nokkurn tímann í sama rými. Viðvaningsháttur og planleysi Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, segir aðdraganda fundarins og hringlandahátt með mögulega mætingu Selenskís sæta furðu. „Og hefur allan blæ af viðvaningshætti og sætir auðvitað víða mikilli gagnrýni. Þar á meðal frá leiðtogum Evrópuríkja, skiljanlega. Þetta snýst ekki bara um Úkraínu, þetta snýst um öryggi Evrópu,“ segir Albert. Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar virðist stjórn Trumps ekki hafa neitt plan um hvernig haldið verði á málum Úkraínu. „Enn minna plan heldur en fyrirrennararnir, og þeir stóðu sig nú ekki sérstaklega vel hvað varðaði Úkraínu. Svo á bara að treysta á, ég veit ekki hvað, snilligáfu [Trumps]. Það eru engar gagnrýnisraddir í kringum hann, greinilega. Það er einn veikleiki í þessu.“ Eftirgjöf lands geti ekki komið til greina Albert segir ekkert benda til þess að Rússar hafi slakað á kröfum sínum um að Úkraína verði innan áhrifasvæðið Rússa, og missi í reynd fullveldi sitt. „Þetta hefur ekkert með öryggi Rússlands að gera. Það stendur engin ógn frá Úkraínu að öryggi Rússa. Þannig að þetta er hið undarlegasta mál, þessi fyrirhugaði fundur. Enn og aftur: Hver er strategían, hvert er planið hjá Trump-stjórninni? Ég get ekki séð það.“ Trump hefur sagt að mögulegt friðarsamkomulag myndi fela í sér skiptingu á landsvæðum, en Selenskí hefur haldði fast við þá stefnu að Úkraína muni ekki gefa eftir land. „Ef það á að halda því til streitu að Úkraína gefi eftir land, það auðvitað kemur ekki til greina. Eina leiðin út úr þessu, og það þarf ekki leiðtogafund til að gera það, er að stoppa málið. Koma á vopnahléi. Þetta er ekki eitthvað sem Úkraínumönnum líkar, mér eða öðrum. En þetta er skásti kosturinn í stöðunni. Koma á vopnahléi, en þar er talað um að frysta átökin.“ Nýta verði tímann meðan vopnahlé vari til að vígvæða Úkraínu, treysta efnahag landsins og tryggja öryggi þess. „En það hefur ekkert með þennan leiðtogafund að gera. Hann er, held ég, bara óþarfur. Vonandi er hann óþarfur en ekki til skaða.“
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira