Fleiri fréttir

Hundruð fanga ganga lausir

Meira en þrjú hundruð fangar sluppu út úr fangelsi á Haítí á sunnudag, þegar árás var gerð á það. Svo virðist sem árásin hafi verið gerð til þess að hjálpa syni auðkýfings að flýja.

Höfuð álsins aldna fannst í frystinum

Sænsku sérfræðingarnir sem leituðu að höfði álsins sem hafði verið 155 ár í brunni á Skáni hafa fundið höfuðið í frysti rannsóknarstofunnar.

Enginn afsláttur gefinn á hallalausum fjárlögum

„Það er orðið tímabært að það sé slegið í borðið og þetta munstur verði rofið. Þetta verður ekki liðið lengur því það er erfitt að reka mörg ríki í ríkinu,“ segir Vigdís Hauksdóttir.

Kraftaverkaþríburar í Kína

Sá einstæði atburður hefur gerst í Kína að pandabirna í dýragarðinum í Guanzhou hefur fætt þríbura.

Engin Hraðbraut

Ekkert verður af fyrirhugaðri skólasetningu hjá framhaldsskólanum á fimmtudag sökum fjárskorts. Þrjátíu nemendur sem hugðu á nám við skólann þurfa að róa á önnur mið.

Ebólusmitaðir í Líberíu fá tilraunalyf

Afríkuríkið Líbería á von á sendingu frá Bandaríkjunum en þar er um að ræða tilraunalyfið Zmapp sem menn binda vonir við að geti unnið á ebólu en faraldur sjúkdómsins geisar nú í vestur Afríku.

Löggan leysti upp landapartí í Hellisgerði

Lögreglan leysti upp landapartí sem ungmenni héldu í Hellisgerði í Hafnarfirði á þriðja tímanum í nótt. Þar voru átta ungmenni á ferðinni, flest 16 ára, og fundust auk þess fíkniefni í bakpoka eins þeirra.

Obama ánægður með nýjan forsætisráðherra Íraka

Obama Bandaríkjaforseti segir að skipun Haider al-Abadi í embætti forsætisráðherra í Írak sé skref fram á við sem lofi góðu. Uppgangur herskáu samtakanna sem kalla sig Íslamska ríkið og ráða nú lögum og lofum á stórum landssvæðum í Írak og í Sýrlandi hafa aukið mjög á óvissuna um framtíð Íraks.

Skemmtibátur í vanda á Skerjafirði

Fjjórar manneskjur á litlum skemmtibáti lentu í vandræðum á Skerjafirði í gærkvöldi þegar vélin bræddi úr sér. Fyrst reyndi fólkið að róa með einu árinni, sem var um borð, en hún brotnaði.

Tífalt meira nautakjöt flutt inn á milli ára

Á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru rúm 535 tonn af nautakjöti flutt inn til landsins samanborið við tæp 49 tonn árið áður. Mesta aukningin er á kjöti til hakkgerðar. Frumvarp um innflutning á erfðaefni til kjötframleiðslu er í vinnslu.

Uppgjörinu er ekki lokið

Sérstakur saksóknari segir að það eigi að taka fjárlög og fjárheimildir alvarlega. Embættið er komið 120 milljónum króna fram úr heimildum. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands kallar eftir ábyrgð ríkisstjórnar og Alþingis.

Andstæðingar taka höndum saman

Rauði krossinn mun hafa forystu um alþjóðlegt mannúðarstarf í hinu stríðshrjáða Luhansk-héraði í Úkraínu.

Misnotaði stöðu sína

Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, var kosinn forseti Tyrklands um helgina, en hefur verið forsætisráðherra í tvö kjörtímabil.

Loksins sól

Höfuðborgarbúar fengu langþráða sól í gær þegar heitasti dagur ársins rann upp. Hitinn fór nærri 20 gráðum.

Robin Williams látinn

Bandaríski leikarinn Robin Williams er látinn, 63 ára að aldri. Lögregluyfirvöld í Kaliforníu tilkynntu það nú fyrir stundu. Að sögn lögreglunnar fannst hann látinn í íbúð sinni um hádegi að staðartíma.

Bretar senda orrustuþotur til Íraks

Tilkynnt var eftir fund í COBR-nefndinni í dag að ákveðið hefði verið að senda nokkrar breskar orrustuþotur af gerðinni Tornado til Íraks til að aðstoða í átökunum við IS-samtökin í landinu. Vélarnar verða notaðar í eftirlitsskyni en þær hafa þó getu til loftárása.

Verkamannaflokkurinn með 7% forskot í Bretlandi

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun hefur Verkamannaflokkurinn mest fylgi flokka í Bretlandi. Flokkurinn mælist nú með 38% fylgi, en Íhaldsflokkurinn hefur 31%. Frjálslyndir demókratar hafa 12% fylgi og Breski sjálfstæðisflokkurinn, UKIP mælist með 10% fylgi.

Líkir hættulegum gatnamótum við rússneska rúllettu

Formaður Skipulags- og byggingaráðs Hafnarfjarðarbæjar líkir gatnamótum skammt frá álverinu í Straumsvík við rússneska rúllettu. Vegagerðin verði að flýta framkvæmdum við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Krísuvíkurvegar.

Þúsund manns flýja heimili sín daglega

Úkraínumenn vonast til að ná Donetsk úr höndum aðskilnaðarsinna eftir harðar árásir Úkraínuhers á borgina um helgina. Daglega flýja rúmlega þúsund manns heimili sín vegna átakanna í Úkraínu

Ráðstafanir vegna ebólufaraldurs

Sóttvarnalæknir mælist til þess að Íslendingar ferðist ekki til fjögurra tiltekinna ríkja í Afríku nema brýna nauðsyn beri til, vegna ebólufaraldursins sem þar geysar

Stendur upp úr hjólastólnum

Systkinin Andri og Dagný Valgeirsbörn æfa nú stíft fyrir Reykjavíkurmaraþonið. Það væri kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þar ætla þau að skipta um hlutverk. Dagný ætlar að fara í hjólastól bróður síns, en hann ætlar að standa upp úr stólnum og fara fótgangandi.

Geitaræktin lifir ekki af án aukins stuðnings

Starfshópur á vegum landbúnaðarráðherra hefur skilað inn tillögum sínum að stuðningsaðgerðum sem eiga að efla íslenska geitfjárstofninn og stuðla að vernd hans og viðgangi.

Sjá næstu 50 fréttir