Erlent

Ráðstafanir vegna ebólufaraldurs

Birta Björnsdóttir skrifar
Þótt Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hafi ekki lýst yfir ferðabanni til Gíneu, Sierra Leone, Líberíu eða Nígeríu mælist sóttvarnalæknir til þess í samráði við Sóttvarnastofnun Evrópusambandsins að landsmenn ferðist ekki til þessara landa nema að brýna nauðsyn beri til.

Tæplega  1800 einstaklingar hafa nú verið greindir með sýkinguna og hátt í eittþúsund látist en illa gengur að sporna við útbreiðslu í þeim löndum þar sem veiran hefur náð hvað mestri útbreiðslu, eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði.

Þýskur maður hefur nú verið settur í einangrun í Rúanda. Grunur leikur á að hann sé smitaður af ebólu, en hann dvaldi nýverið í Líberíu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×