Erlent

Tólf Danir látnir vegna sýktrar rúllupylsu

Atli Ísleifsson skrifar
Sýkingin hefur verið rakin til rúllupylsu framleiddri hjá fyrirtækinu Jørn A. Rullepølser í Hedehusene, smábæjar milli Kaupmannahafnar og Hróarskeldu.
Sýkingin hefur verið rakin til rúllupylsu framleiddri hjá fyrirtækinu Jørn A. Rullepølser í Hedehusene, smábæjar milli Kaupmannahafnar og Hróarskeldu. Vísir/Getty
Matvælastofnun í Danmörku hefur staðfest að tólf hafi látist vegna listeríusýkingar sem rekja má til neyslu á rúllupylsum.

Í frétt danska ríkissjónvarpsins segir að sýkingin hafi verið rakin til rúllupylsu frá fyrirtækinu Jørn A. Rullepølser í Hedehusene, smábæjar milli Kaupmannahafnar og Hróarskeldu á Sjálandi. Alls hafa tuttugu sýkst og er um að ræða fólk á aldrinum 43 til 89 ára alls staðar í Danmörku, ellefu konur og níu karlmenn.

Í tilkynningu frá stofnuninni segir að Jørn A. Rullepølser hafi flutt fjölda vara sinna til verslana og kanni stofnunin nú hvaða vörur um ræðir. Matvinnslu fyrirtækisins var lokað fyrr í dag. Listi með þeim vörum sem um ræðir verður uppfærður jafnóðum á heimasíðu stofnunarinnar.

Í frétt Politiken segir að tólf hafi látist innan þrjátíu daga frá sýnatöku. Segir að líkt og í fyrri listeríu-tilfellum hafi sjúklingarnir verið með annan undirliggjandi sjúkdóm og því sé ekki mögulegt að fullvissa um að rekja megi dauðföllin til listeríu-sýkingarinnar.

Frá árinu 2006 hafa fjöldi listeríusmitaðra í Danmörku verið milli fimmtíu og sextíu, en flest voru þau árið 2009 þegar hundrað manns sýktust.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×