Erlent

Kraftaverkaþríburar í Kína

Þríburarnir.
Þríburarnir.
Sá einstæði atburður hefur gerst í Kína að pandabirna í dýragarðinum í Guanzhou hefur gotið þríbura. Húnarnir eru sagðir við góða heilsu og að því er best er vitað er þetta í fyrsta sinn sem slíkt gerist, að minnsta kosti í dýragarði. BBC greinir frá.

Fæðingu pandanna hefur verið fagnað mjög enda eiga pandabirnir afar erfitt með að fjölga sér og eru dýrin því í útrýmingarhættu. Enn er þó nokkur óvissa um framtíð þeirra því húnadauði hjá pöndum er afar algengur. Það er ekki fyrr en þeir ná sex mánaða aldri að þeir teljast úr hættu. Kyn húnanna hefur ekki verið opinberað og þeir hafa heldur ekki fengið nöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×