Erlent

Flugvél var kyrrsett í Noregi vegna gruns um ebólusmit

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá Værnes-flugvelli í Þrándheimi árið 2010.
Frá Værnes-flugvelli í Þrándheimi árið 2010. Nordicphotos/AFP
Farþegaflugvél frá Amsterdam var kyrrsett á flugvellinum í Þrándheimi í tvo tíma í dag vegna gruns um ebólusmit meðal farþega. Engin mátti fara úr vélinni í um tvo tíma á meðan rannsókn heilbrigðisyfirvalda stóð.

Frá þessu greinir Vg.no. Farþegum hefur nú verið hleypt frá borði og vélinni leyft að snúa aftur til Amsterdam. Að sögn Per Jarle Ingstad, starfandi forstjóra flugvallarins, var farþegum boðið að ræða við heilbrigðisstarfsmenn eftir að þeim var loksins hleypt úr vélinni.

Yfirstandandi ebólufaraldur í Vestur-Afríku sá útbreiddasti í sögunni. Í tilkynningu frá Sóttvarnalækni í dag var ítrekað að ólíklegt þykir að veiran berist til Íslands. Þó sé verið sé að virkja viðbragðsáætlanir ef svo vildi til að hingað kæmu einstaklingar með sjúkdóminn.


Tengdar fréttir

Ebóla berst til Nígeríu

Stjórnvöld í Nígeríu hafa staðfest að líberskur maður hefði látist úr Ebóluveiru þar í landi, fjölmennasta ríki í Afríku.

Hætta ferðamanna á smiti hverfandi

Ekkert lát er á sýkingahrinunni af völdum ebólaveiru sem hófst í Gíneu í byrjun febrúar á þessu ári, að því er fram kemur á vef Landlæknisembættisins.

Tveir Bandaríkjamenn greinast með Ebóla

Fjölmargir læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn sem vinna að meðhöndlun ebólufaraldursins í Vestur-Afríku hafa greinst með veiruna.

Bretar óttast ebólufaraldur

Ebólaveira er alvarleg ógn við Bretland að sögn Philip Hammond, utanríkisráðherra landsins.

Ebóla breiðist hratt út með jarðarförum

Gunnhildur Árnadóttir, starfsmaður Lækna án landamæra, starfaði á vettvangi ebóluveiru í Gíneu. Ástandið á svæðinu er afar slæmt og erfitt að ná tökum á því. Siðir við útfarir eru taldir mesti útbreiðsluvaldur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×