Innlent

Skemmtibátur í vanda á Skerjafirði

Fjjórar manneskjur á litlum skemmtibáti lentu í vandræðum á Skerjafirði í gærkvöldi þegar vélin bræddi úr sér. Fyrst reyndi fólkið að róa með einu árinni, sem var um borð, en hún brotnaði.

Síðan var reynt að róa með ýmsum hlutum, sem voru um borð, en ekkert gekk og hringdi fólkið loks eftir aðstoð upp úr miðnætti og óttaðist þá að vera að reka til hafs. Slökkviliðsmenn og lögreglumaður fóru þá á slöngubáti til fólksins, dró bát þeirra í land og sakaði engan.

Lítill fiskibátur var líka dreginn til hafnar í Bolungarvík seint í gærkvöldi eftir að stýrið hafði dottið af bátnum þegar hann átti skammt ófarið til hafnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×