Innlent

Fjölmörg úrræði í boði fyrir nemendur Hraðbrautar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þrjátíu nemendur skólans þurfa nú að róa á önnur mið.
Þrjátíu nemendur skólans þurfa nú að róa á önnur mið.
Menntaskólinn Hraðbraut mun ekki hefja störf á fimmtudaginn eins og fyrirhugað var og þurfa þeir þrjátíu nemendur sem hugðu á nám því að róa á önnur mið. Þorgeir Ólafsson, upplýsingafulltrúi mennta- og menningarmálaráðuneytisins, segir fjölmörg úrræði standa þessum nemendum til boða.

Samkvæmt lögum um fræðsluskyldu er stjórnvöldum skylt að koma til móts við þá nemendur sem eru undir 18 ára aldri og aðstoða þá við að finna nám við hæfi, sé eftir því leitað.

Því sé þó ólíkt farið með þá nemendur sem eru eldri en 18 ára en þeir þurfa sjálfir að finna sér úrræði, enda falla þeir utan fræðsluskyldunnar.

Samkvæmt upplýsingum frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu hafa flestir nemendur Hraðbrautar til þessa verið eldri en 18 ára og verður að teljast líklegt að því sé einnig þannig farið í ár.

Fjölmörg úrræði standi þeim nemendum til boða og því „algjör óþarfi að örvænta“ að mati Þorgeirs Ólafssonar. Þeir geti til að mynda lagt stund á fjarnám, hafið nám við öldungadeildir annarra framhaldsskóla, sótt kvöldskóla eða leitað á náðir háskólabrúa.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti svarar einnig öllum fyrirspurnum í síma 545 9500.

Rætt verður nánar við Ólaf Johnson, skólastjóra Hraðbrautar, í hádegisfréttatíma Bylgjunnar klukkan 12.




Tengdar fréttir

Engin Hraðbraut

Ekkert verður af fyrirhugaðri skólasetningu hjá framhaldsskólanum á fimmtudag sökum fjárskorts. Þrjátíu nemendur sem hugðu á nám við skólann þurfa að róa á önnur mið.

Kennsla í Hraðbraut hefst í haust

Í tilkynningu frá skólastjóra segir að menntamálaráðuneytið hafi veitt skólanum skriflega viðurkenningu til kennslu til stúdentsprófs.

Skólastjóri Hraðbrautar segir ekkert athugavert við arðgreiðslur

Skólastjóri Hraðbrautar, Ólafur H. Johnson, segir í yfirlýsingu sem hann sendi fjölmiðlum að arðgreiðslur til eigenda skólans, sem DV minntist á í fréttum sínum, ekki athugaverðar. Þá segist hann ennfremur ekki kvíða niðurstöðu Ríkisendurskoðunar þar að lútandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×