Erlent

Misnotaði stöðu sína

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Recep Tayyip ERdogan verður forseti Tyrklands.
Recep Tayyip ERdogan verður forseti Tyrklands. Vísir/AP
Kosningaeftirlitsmenn frá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu segja að Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, hafi misnotað aðstöðu sína í kosningabaráttunni.

Hann var kosinn forseti Tyrklands um helgina, en hefur verið forsætisráðherra í tvö kjörtímabil.

Kosningaeftirlitið segir kosningarnar að mestu hafa farið vel fram, en Erdogan hafi, í krafti stöðu sinnar og með aðstoð einhliða fjölmiðla, haft mikið forskot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×