Innlent

Stendur upp úr hjólastólnum

Birta Björnsdóttir skrifar
Reykjavíkurmaraþonið er á næsta leyti og fjölmargir sem æfa stíft fyrir þátttöku í því. Þeirra á meðal eru systkinin Andri og Dagný Valgeirsbörn. Þau fara þó aðeins nýjar leiðir í undirbúningi sínum og þátttöku.

Já við ætlum að skipta um hlutverk. Ég ætla að standa upp úr hjólastólnum og fara fótgangandi og Dagný ætlar að ferðast á stólnum í staðin," segir Andri, en hann notast við spelkur sem aðstoða hann við að ganga.

Andri og Dagný ætla að taka 3 kíómetra í hlaupinu og hafa æft reglulega frá áramótum.

Við tókum þátt í fyrra, ég hljóp 10 kílómetra og Andri fór með mér í stólnum. Mér fannst það ekki alveg nógu skemmtilegt svo ég stakk upp á að við myndum gera þetta með öðrum hætti í ár," segir Dagný.

Og eins og flestir taka systkinin þátt til styrktar góðu málefni.

Ég er að æfa hjólastólahandbolta og við erum að safna fyrir keppnisstólum, sem gera okkur kleift að keppa erlendis.

Þau systkini hvetja sem flesta til að heita á sig, og Andri tekur jafnframt fram að sem flestir eru velkomnir á æfingar í hjólastólahandboltanum. Það vanti liðsmenn í hina nýju íþrótt hér á landi, auk þess sem hjólastólahandboltakapparnir eru enn liðlausir.

Dagný segir sér ganga ágætlega að æfa sig á hjólastólnum.

„Fyrsta æfingin gekk reynfar ekki alveg nógu vel, ég var næstum búin að keyra Andra út í læk. En ég held að öðrum þátttakendum í Reykjavíkurmaraþoninu stafi ekki hætta af mér lengur," segir Dagný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×