Erlent

Ebólusmitaðir í Líberíu fá tilraunalyf

Ellen Johnson Sirleaf, forseti Líberíu.
Ellen Johnson Sirleaf, forseti Líberíu.
Afríkuríkið Líbería á von á sendingu frá Bandaríkjunum en þar er um að ræða tilraunalyfið Zmapp sem menn binda vonir við að geti unnið á ebólu en faraldur sjúkdómsins geisar nú í vestur Afríku.

Það var forseti landsins, Ellen Johnson Sirleaf, sem fór fram á það við bandarísk stjórnvöld að þau heimiluðu sendingu lyfsins sem hefur verið notað með góðum árangri á tvo bandaríska heilbrigðisstarfsmenn sem höfðu smitast. Þá er kaþólskur prestur á Spáni nú í sömu meðferð. Framleiðandi lyfsins gefur Líberíumönnum lyfið og hefur ákveðið að senda þeim alla tiltæka skammta þannig að ekki er von á meiru í bráð.

Lyfið hefur hinsvegar ekki enn verið prófað á mönnum og ekki hefur verið rannsakað hvort það hafi aðra verkun á menn og þá hvaða. Sirleaf benti hinsvegar á að þeir sem smitist af ebólu eigi dauðann vísan og því hafi þeir engu að tapa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×