Nemendur Hraðbrautar fá skólagjöldin endurgreidd Heimir Már Pétursson skrifar 12. ágúst 2014 12:30 vísir/stefán Ekki verður af kennslu í menntaskólanum Hraðbraut sem til stóð að setja næst komandi fimmtudag. Eigandi skólans segir of fáa nemendur hafa greitt skólagjöld til að að skólinn gæti staðið undir sér.Ríkisútvarpið greindi frá því í morgun að óvíst væri hvort menntaskólinn Hraðbraut yrði settur næst komandi fimmtudag. Ólafur Haukur Johnson eigandi skólans staðfestir þetta í samtali við Bylgjuna og segir að því miður hafi sá hópur sem hugðist stunda nám við skólann minnkað svo mikið síðustu daga að menn treystu sér ekki til að fara af stað. „Það var svo sem alltaf ljóst að hópurinn yrði lítill og við myndum fara af stað með einn góðan bekk. En því miður hefur fækkað svo síðustu daga að það er ekki gerlegt. Ástæðan er auðvitað þessi háu skólagjöld sem við erum að rukka. Það eru 890 þúsund krónur sem þýðir auðvitað að stúdentinn kostar kostar tæpar 1,8 milljónir hjá okkur,“ segir Ólafur Haukur. Þótt það sé aðeins um helmingur þess sem stúdentsnám kostar ríkissjóð sé eðlilegt að gjöld sem þessi taki í. En ríkið hætti að styðja við skólann vorið 2012 og þá hætti hann starfsemi. Ólafur Haukur segir þessa tilraun fullreynda núna.Framhaldsskólanemar.Vísir/Daníel„Að vísu fór ráðuneytið frekar illa með okkur. Það dró staðfestingu á viðurkenningunni okkar mjög lengi í vor. En engu að síður þá tel ég að þetta sé reynt núna og þetta muni ekki ganga. Því miður,“ segir Ólafur Haukur. Ólafur segir að nokkur hópur nemenda hafi verið búinn að greiða skólagjöldin og fái þau endurgreidd. „Já, já það eru allir búnir að fá endurgreitt sem ég er búinn að fá bankaupplýsingar frá. Það eru nokkrir eftir sem ég fæ bara í dag og klára endurgreiðslu á,“ segir Ólafur Haukur. En um 30 manns hefðu skráð sig til náms en síðan tínst úr þeim hópi og því ekki grundvöllur til áframhalds. Þá hafi verið samið við ákveðinn hóp kennara með fyrirvörum og reiknað með þeir kæmu fyrst um sinn að skólanum sem verktakar. „Og síðan yrði farið að fastráða kennara upp úr áramótum þegar skólastarfið yrði þéttara og um meiri vinnu yrði að ræða hjá fólki. En það verður auðvitað ekki að neinni ráðningu kennara,“ segir Ólafur Haukur. Enginn muni hljóta fjárhagslegt tjón af þessu þótt þeir kennarar sem ætluðu að starfa við skólann fái ekki þau laun sem þeir reiknuðu með og nemendur þurfi að eyða lengri tíma til að klára stúdentspróf í öðrum skólum. Tengdar fréttir Engin Hraðbraut Ekkert verður af fyrirhugaðri skólasetningu hjá framhaldsskólanum á fimmtudag sökum fjárskorts. Þrjátíu nemendur sem hugðu á nám við skólann þurfa að róa á önnur mið. 12. ágúst 2014 09:56 Fjölmörg úrræði í boði fyrir nemendur Hraðbrautar Þeir þrjátíu nemendur sem þurfa nú að leita annað vegna rekstrarörðugleika Hraðbrautar þurfa ekki að örvænta. 12. ágúst 2014 10:38 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Ekki verður af kennslu í menntaskólanum Hraðbraut sem til stóð að setja næst komandi fimmtudag. Eigandi skólans segir of fáa nemendur hafa greitt skólagjöld til að að skólinn gæti staðið undir sér.Ríkisútvarpið greindi frá því í morgun að óvíst væri hvort menntaskólinn Hraðbraut yrði settur næst komandi fimmtudag. Ólafur Haukur Johnson eigandi skólans staðfestir þetta í samtali við Bylgjuna og segir að því miður hafi sá hópur sem hugðist stunda nám við skólann minnkað svo mikið síðustu daga að menn treystu sér ekki til að fara af stað. „Það var svo sem alltaf ljóst að hópurinn yrði lítill og við myndum fara af stað með einn góðan bekk. En því miður hefur fækkað svo síðustu daga að það er ekki gerlegt. Ástæðan er auðvitað þessi háu skólagjöld sem við erum að rukka. Það eru 890 þúsund krónur sem þýðir auðvitað að stúdentinn kostar kostar tæpar 1,8 milljónir hjá okkur,“ segir Ólafur Haukur. Þótt það sé aðeins um helmingur þess sem stúdentsnám kostar ríkissjóð sé eðlilegt að gjöld sem þessi taki í. En ríkið hætti að styðja við skólann vorið 2012 og þá hætti hann starfsemi. Ólafur Haukur segir þessa tilraun fullreynda núna.Framhaldsskólanemar.Vísir/Daníel„Að vísu fór ráðuneytið frekar illa með okkur. Það dró staðfestingu á viðurkenningunni okkar mjög lengi í vor. En engu að síður þá tel ég að þetta sé reynt núna og þetta muni ekki ganga. Því miður,“ segir Ólafur Haukur. Ólafur segir að nokkur hópur nemenda hafi verið búinn að greiða skólagjöldin og fái þau endurgreidd. „Já, já það eru allir búnir að fá endurgreitt sem ég er búinn að fá bankaupplýsingar frá. Það eru nokkrir eftir sem ég fæ bara í dag og klára endurgreiðslu á,“ segir Ólafur Haukur. En um 30 manns hefðu skráð sig til náms en síðan tínst úr þeim hópi og því ekki grundvöllur til áframhalds. Þá hafi verið samið við ákveðinn hóp kennara með fyrirvörum og reiknað með þeir kæmu fyrst um sinn að skólanum sem verktakar. „Og síðan yrði farið að fastráða kennara upp úr áramótum þegar skólastarfið yrði þéttara og um meiri vinnu yrði að ræða hjá fólki. En það verður auðvitað ekki að neinni ráðningu kennara,“ segir Ólafur Haukur. Enginn muni hljóta fjárhagslegt tjón af þessu þótt þeir kennarar sem ætluðu að starfa við skólann fái ekki þau laun sem þeir reiknuðu með og nemendur þurfi að eyða lengri tíma til að klára stúdentspróf í öðrum skólum.
Tengdar fréttir Engin Hraðbraut Ekkert verður af fyrirhugaðri skólasetningu hjá framhaldsskólanum á fimmtudag sökum fjárskorts. Þrjátíu nemendur sem hugðu á nám við skólann þurfa að róa á önnur mið. 12. ágúst 2014 09:56 Fjölmörg úrræði í boði fyrir nemendur Hraðbrautar Þeir þrjátíu nemendur sem þurfa nú að leita annað vegna rekstrarörðugleika Hraðbrautar þurfa ekki að örvænta. 12. ágúst 2014 10:38 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Engin Hraðbraut Ekkert verður af fyrirhugaðri skólasetningu hjá framhaldsskólanum á fimmtudag sökum fjárskorts. Þrjátíu nemendur sem hugðu á nám við skólann þurfa að róa á önnur mið. 12. ágúst 2014 09:56
Fjölmörg úrræði í boði fyrir nemendur Hraðbrautar Þeir þrjátíu nemendur sem þurfa nú að leita annað vegna rekstrarörðugleika Hraðbrautar þurfa ekki að örvænta. 12. ágúst 2014 10:38