Nemendur Hraðbrautar fá skólagjöldin endurgreidd Heimir Már Pétursson skrifar 12. ágúst 2014 12:30 vísir/stefán Ekki verður af kennslu í menntaskólanum Hraðbraut sem til stóð að setja næst komandi fimmtudag. Eigandi skólans segir of fáa nemendur hafa greitt skólagjöld til að að skólinn gæti staðið undir sér.Ríkisútvarpið greindi frá því í morgun að óvíst væri hvort menntaskólinn Hraðbraut yrði settur næst komandi fimmtudag. Ólafur Haukur Johnson eigandi skólans staðfestir þetta í samtali við Bylgjuna og segir að því miður hafi sá hópur sem hugðist stunda nám við skólann minnkað svo mikið síðustu daga að menn treystu sér ekki til að fara af stað. „Það var svo sem alltaf ljóst að hópurinn yrði lítill og við myndum fara af stað með einn góðan bekk. En því miður hefur fækkað svo síðustu daga að það er ekki gerlegt. Ástæðan er auðvitað þessi háu skólagjöld sem við erum að rukka. Það eru 890 þúsund krónur sem þýðir auðvitað að stúdentinn kostar kostar tæpar 1,8 milljónir hjá okkur,“ segir Ólafur Haukur. Þótt það sé aðeins um helmingur þess sem stúdentsnám kostar ríkissjóð sé eðlilegt að gjöld sem þessi taki í. En ríkið hætti að styðja við skólann vorið 2012 og þá hætti hann starfsemi. Ólafur Haukur segir þessa tilraun fullreynda núna.Framhaldsskólanemar.Vísir/Daníel„Að vísu fór ráðuneytið frekar illa með okkur. Það dró staðfestingu á viðurkenningunni okkar mjög lengi í vor. En engu að síður þá tel ég að þetta sé reynt núna og þetta muni ekki ganga. Því miður,“ segir Ólafur Haukur. Ólafur segir að nokkur hópur nemenda hafi verið búinn að greiða skólagjöldin og fái þau endurgreidd. „Já, já það eru allir búnir að fá endurgreitt sem ég er búinn að fá bankaupplýsingar frá. Það eru nokkrir eftir sem ég fæ bara í dag og klára endurgreiðslu á,“ segir Ólafur Haukur. En um 30 manns hefðu skráð sig til náms en síðan tínst úr þeim hópi og því ekki grundvöllur til áframhalds. Þá hafi verið samið við ákveðinn hóp kennara með fyrirvörum og reiknað með þeir kæmu fyrst um sinn að skólanum sem verktakar. „Og síðan yrði farið að fastráða kennara upp úr áramótum þegar skólastarfið yrði þéttara og um meiri vinnu yrði að ræða hjá fólki. En það verður auðvitað ekki að neinni ráðningu kennara,“ segir Ólafur Haukur. Enginn muni hljóta fjárhagslegt tjón af þessu þótt þeir kennarar sem ætluðu að starfa við skólann fái ekki þau laun sem þeir reiknuðu með og nemendur þurfi að eyða lengri tíma til að klára stúdentspróf í öðrum skólum. Tengdar fréttir Engin Hraðbraut Ekkert verður af fyrirhugaðri skólasetningu hjá framhaldsskólanum á fimmtudag sökum fjárskorts. Þrjátíu nemendur sem hugðu á nám við skólann þurfa að róa á önnur mið. 12. ágúst 2014 09:56 Fjölmörg úrræði í boði fyrir nemendur Hraðbrautar Þeir þrjátíu nemendur sem þurfa nú að leita annað vegna rekstrarörðugleika Hraðbrautar þurfa ekki að örvænta. 12. ágúst 2014 10:38 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Ekki verður af kennslu í menntaskólanum Hraðbraut sem til stóð að setja næst komandi fimmtudag. Eigandi skólans segir of fáa nemendur hafa greitt skólagjöld til að að skólinn gæti staðið undir sér.Ríkisútvarpið greindi frá því í morgun að óvíst væri hvort menntaskólinn Hraðbraut yrði settur næst komandi fimmtudag. Ólafur Haukur Johnson eigandi skólans staðfestir þetta í samtali við Bylgjuna og segir að því miður hafi sá hópur sem hugðist stunda nám við skólann minnkað svo mikið síðustu daga að menn treystu sér ekki til að fara af stað. „Það var svo sem alltaf ljóst að hópurinn yrði lítill og við myndum fara af stað með einn góðan bekk. En því miður hefur fækkað svo síðustu daga að það er ekki gerlegt. Ástæðan er auðvitað þessi háu skólagjöld sem við erum að rukka. Það eru 890 þúsund krónur sem þýðir auðvitað að stúdentinn kostar kostar tæpar 1,8 milljónir hjá okkur,“ segir Ólafur Haukur. Þótt það sé aðeins um helmingur þess sem stúdentsnám kostar ríkissjóð sé eðlilegt að gjöld sem þessi taki í. En ríkið hætti að styðja við skólann vorið 2012 og þá hætti hann starfsemi. Ólafur Haukur segir þessa tilraun fullreynda núna.Framhaldsskólanemar.Vísir/Daníel„Að vísu fór ráðuneytið frekar illa með okkur. Það dró staðfestingu á viðurkenningunni okkar mjög lengi í vor. En engu að síður þá tel ég að þetta sé reynt núna og þetta muni ekki ganga. Því miður,“ segir Ólafur Haukur. Ólafur segir að nokkur hópur nemenda hafi verið búinn að greiða skólagjöldin og fái þau endurgreidd. „Já, já það eru allir búnir að fá endurgreitt sem ég er búinn að fá bankaupplýsingar frá. Það eru nokkrir eftir sem ég fæ bara í dag og klára endurgreiðslu á,“ segir Ólafur Haukur. En um 30 manns hefðu skráð sig til náms en síðan tínst úr þeim hópi og því ekki grundvöllur til áframhalds. Þá hafi verið samið við ákveðinn hóp kennara með fyrirvörum og reiknað með þeir kæmu fyrst um sinn að skólanum sem verktakar. „Og síðan yrði farið að fastráða kennara upp úr áramótum þegar skólastarfið yrði þéttara og um meiri vinnu yrði að ræða hjá fólki. En það verður auðvitað ekki að neinni ráðningu kennara,“ segir Ólafur Haukur. Enginn muni hljóta fjárhagslegt tjón af þessu þótt þeir kennarar sem ætluðu að starfa við skólann fái ekki þau laun sem þeir reiknuðu með og nemendur þurfi að eyða lengri tíma til að klára stúdentspróf í öðrum skólum.
Tengdar fréttir Engin Hraðbraut Ekkert verður af fyrirhugaðri skólasetningu hjá framhaldsskólanum á fimmtudag sökum fjárskorts. Þrjátíu nemendur sem hugðu á nám við skólann þurfa að róa á önnur mið. 12. ágúst 2014 09:56 Fjölmörg úrræði í boði fyrir nemendur Hraðbrautar Þeir þrjátíu nemendur sem þurfa nú að leita annað vegna rekstrarörðugleika Hraðbrautar þurfa ekki að örvænta. 12. ágúst 2014 10:38 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Engin Hraðbraut Ekkert verður af fyrirhugaðri skólasetningu hjá framhaldsskólanum á fimmtudag sökum fjárskorts. Þrjátíu nemendur sem hugðu á nám við skólann þurfa að róa á önnur mið. 12. ágúst 2014 09:56
Fjölmörg úrræði í boði fyrir nemendur Hraðbrautar Þeir þrjátíu nemendur sem þurfa nú að leita annað vegna rekstrarörðugleika Hraðbrautar þurfa ekki að örvænta. 12. ágúst 2014 10:38