Erlent

Spænskur prestur látinn vegna ebóluveiru

Atli Ísleifsson skrifar
Miguel Pajares var flogið til Madrídar þar sem hann lést í nótt.
Miguel Pajares var flogið til Madrídar þar sem hann lést í nótt. Vísir/AFP
Spænski presturinn sem smitaðist af ebóluveiru fyrr í vikunni er látinn. Til stóð að maðurinn fengi nýja tilraunalyfið Zmapp gegn veirunni, en óljóst er hvort hann hafi fengið það áður en hann lést.

Hinn 75 ára gamli prestur, Miguel Pajares, smitaðist í Líberíu og var síðar flogið til Madrídar þar sem honum var haldið í einangrun. Á vef Aftonbladet segir að í morgun hafi svo verið tilkynnt að maðurinn hefði látist.

Að sögn talsmanns Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) hafa nú 1.848 ebólutilfelli komið upp á þessu ári í Vestur-Afríku og rúmlega þúsund manns látist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×