Erlent

Andstæðingar taka höndum saman

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Á verði við fangelsi sem meira en hundrað fangar sluppu úr í kjölfar loftárásar.
Á verði við fangelsi sem meira en hundrað fangar sluppu úr í kjölfar loftárásar. fréttablaðið/AP
Rauði krossinn mun hafa forystu um alþjóðlegt mannúðarstarf í hinu stríðshrjáða Luhansk-héraði í Úkraínu. Rússar hafa auk Úkraínu fallist á að taka þátt í starfinu ásamt Evrópusambandinu og Bandaríkjunum.

Uppreisnarmenn hafa mánuðum saman barist við Úkraínuher í héraðinu, en Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að hafa aðstoðað uppreisnarmennina, bæði með því að útvega þeim vopn og þjálfa þá til verka.

Bæði Úkraínustjórn og leiðtogar á Vesturlöndum hafa verið tregir til að fallast á að Rússar taki þátt í hjálparstarfi í Úkraínu. Þeir hafa óttast að Rússar myndu nota það sem yfirvarp til þess að senda hermenn inn í landið, þar sem þeir gætu komið uppreisnarmönnum til aðstoðar.

Hundruð þúsunda íbúa héraðsins hafa flúið heimili sín vegna átakanna. Talið er að einungis 250 þúsund manns séu eftir í höfuðborg héraðsins, Donetsk, en þar bjuggu um 420 þúsund manns í vor þegar átökin voru að hefjast.

Þeir sem enn hafast við í höfuðborginni hafa verið bæði rafmagns- og vatnslausir í meira en viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×