Innlent

Löggan leysti upp landapartí í Hellisgerði

Mynd/Daníel
Lögreglan leysti upp landapartí sem ungmenni héldu í Hellisgerði í Hafnarfirði á þriðja tímanum í nótt. Þar voru átta ungmenni á ferðinni, flest 16 ára, og fundust auk þess fíkniefni í bakpoka eins þeirra.

Lögregla hellti niður landanum og afgreiddi fíkniefnamálið með aðkomu foreldra. Að sögn lögreglu virðast ungmenni eiga tiltölulega greiðan aðgang að landa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×