Fleiri fréttir

Komst að því að hún er gift bróður sínum

Kona, sem leitaði móður sinnar, komst að því að hún er gift bróður sínum, þegar hún var gestur í útvarpsþætti í Brasilíu. „Við verðum saman að eilífu," sagði hún og fullyrti: „Þetta gerðist allt vegna þess að Guð vildi það."

Strákarnir á Ægi náðu markmiðum sínum

Nemendur við Háskólann í Reykjavík komust í úrslit og höfnuðu í 6. sæti alþjóðlegu kafbátakeppninnar RoboSub í San Diego í Bandaríkjunum nýlega.

Framúrkeyrsla stofnana vonbrigði

Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir ríkisstjórnina enn stefna að hallalausum fjárlögum fyrir árið.

Fór á skíðum niður Herðubreið

Tómas Guðbjartsson, hjarta- og lungnaskurðlæknir, renndi sér á skíðum niður Herðubreið í sumar en afar mikill snjór hefur verið í fjöllum á norðanverðu hálendinu í júlí.

Hjólaði á ljósastaur í Lækjargötu

Hjólreiðamaður, sem hjólaði á miklum hraða niður Bankastrætið í Reykjavík um klukkan hálf eitt í nótt, missti stjórn á hjólinu og hafnaði á ljósastaur við Lækjargötu.

Hafa náð stjórn á eldunum í Svíþjóð

Yfirvöld í Svíþjóð gáfu það út nú í morgunsárið að slökkviliðsmenn hafi náð fullum tökum á skógareldunum sem brunnið hafa í miðhluta landsins, í Västmanland, frá því í síðustu viku.

Allt með kyrrum kjörum á Gasa í dag

Þriggja daga vopnahlé sem hófst á Gasaströndinni klukkan níu í gærkvöldi að íslenskum tíma hefur verið virt af báðum deiluaðilum hingað til. Ef friðurinn heldur munu Ísraelar senda fulltrúa sína til Kaíró í Egyptalandi síðar í dag þar sem ræða á um lengra hlé á átökunum sem þegar hafa kostað um tvö þúsund manns lífið.

Skytturnar þrjár fá að vita örlög sín

Búist er við því að Seðlabankastjóri verði skipaður í vikunni, jafnvel í dag. Ekki er víst að sátt verði á meðal stjórnmálamanna um skipanina. Már Guðmundsson var skipaður til fimm ára þann 20. ágúst 2009, í ríkisstjórnartíð Samfylkingarinnar og Vinstri grænna.

Öryggislending í Keflavík

Farþegaþota frá SAS flugfélaginu, með 249 farþega, lenti öryggislendingu á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Vélin var á leið frá Kaupmannahöfn til Chicago í Bandaríkjunum þegar ljós í mælaborðinu biluðu klukkan hálfsjö að íslenskum tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SAS sem Ekstrabladet birti.

Mikil framtíð í fiskeldi hérlendis

Gríðarleg verðmæti eru í húfi fyrir hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal en fái það tilskylin leyfi getur það tvöfaldð núverandi umsvif sín. Verðmæti aukningarinnar gæti numið fimm milljörðum króna.

Þrjár milljónir innlyksa

Alls hafa 460 bæir orðið fyrir barðinu á flóðunum sem geisað hafa í Odisha-héraði undanfarna daga.

Bakpokaferðamenn miseyðslusamir

Ferðamenn á tjaldstæðinu í Laugardal eyða sumir ekki miklum peningum í heimsókn sinni en aðrir eyða samt þó nokkru.

Bjartasti ofurmáni í 20 ár

Fulla tunglið sem heiðrar jarðarbúa í kvöld verður í stærra lagi. Rússneskur geimfari birti magnaðar myndir af því úr geimnum.

Erdogan næsti forseti Tyrklands

Allt stefnir í að forsætisráðherrann, sem hefur farið með tögl og haldir í landinu undanfarin 12 ár, hafi hlotið um 52 prósent atkvæða.

Íslensk fisksölufyrirtæki uggandi vegna viðskiptabanns

Áhrif viðskiptabanns Rússa á Norðmenn getur haft mikil áhrif á íslensk fyrirtæki í fiskframleiðslu og útflutningi á fiski. Þetta segir Jón Steinn Elíasson formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda.

Sjö milljarða halli hjá tólf ríkisstofnunum

Rúmlega tugur ríkisstofnana hefur farið alls sjö milljarða framyfir leyfilega fjárveitingu á fyrri helmingi ársins. Fjárlaganefnd mun krefjast skýringa á þessu eftir helgi.

Sjá næstu 50 fréttir