Innlent

Þrennt í haldi eftir árás í Grafarholti

Fólkið var sett í fangaklefa og verður yfirheyrt þegar líður á daginn.
Fólkið var sett í fangaklefa og verður yfirheyrt þegar líður á daginn. Vísir/Anton
Tveir karlmenn og ein kona gengu í skrokk á ungum manni á Reynisvatnsvegi á sjöunda tímanum í gærkvöldi og börðu hann illa, að sögn lögreglu.

Þolandinn var fluttur á slysadeild Landspítalans, þar sem gert var að sárum hans, en fólkið var handtekið og bíður yfirheyrslu í dag. Málsatvik eru því enn óljós.

Þá voru þrír ungir karlmenn handteknir á vettvangi þar sem þeir voru að brjótast inn í apótek í Grafarvogi í nótt. Þeir voru á bíl og er ökumaðurinn grunaður um fíkniefnaaksktur. Þeir gista fangageymslur sem voru þétt setnar í nótt, þar sem ellefu voru vistaðir fyrir ýmis brot, en einn að eigin ósk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×