Innlent

Lögreglumanninum hefur ekki verið birt ákæra

Bjarki Ármannsson skrifar
Lögreglumanninum hefur ekki verið birt ákæra sín.
Lögreglumanninum hefur ekki verið birt ákæra sín. Vísir/Anton
Lögreglumanninum sem Ríkissaksóknari hefur ákveðið að ákæra vegna gruns um upplýsingaleka hefur ekki verið birt ákæra sín. Garðar Steinn Ólafsson, lögmaður mannsins, segist hafa verið í sambandi við Kolbrúnu Benediktsdóttur, sem fer fyrir málinu fyrir hönd Ríkissaksóknara, en ekki enn fengið upplýsingar frá embættinu um það hvað nákvæmlega er ákært fyrir.

„Ég er ekki vanur því að fá upplýsingar um þingfestingardag úr fjölmiðlum áður en það er búið að tilkynna mér það,“ segir Garðar. „Þetta hafa væntanlega verið einhver mistök.“

Hann segir það hafa komið sér á óvart að skjólstæðingur sinn sé ákærður vegna málsins.

„Það gerði það, já,“ segir hann. „Ég tel í sjálfu sér að það hafi aldrei neitt brot átt sér stað í þessu máli.“


Tengdar fréttir

Ríkissaksóknari ákærir lögreglumann

Maðurinn var handtekinn ásamt tveimur öðrum vegna gruns um að hafa misnotað aðstöðu sína til að afla gagna úr lögreglukerfi.

Lögreglumaður, lögmaður og símamaður handteknir

Þrír eru til rannsóknar grunaðir um að hafa haft undir höndum viðkvæm trúnaðargögn. Gögnin komu meðal annars úr málaskrá lögreglu og frá gagnasafni Nova. Starfsmanni Nova hefur verið sagt upp vegna málsins.

Meint brot lögreglumanns til rannsóknar

Ríkissaksóknari hefur nú til rannsóknar meint brot lögreglumanns í starfi en hann er sakaður um uppflettingar og meðferð á upplýsingum úr gagnagrunni lögreglunnar. Tveir aðrir menn hafa réttarstöðu sakborninga við rannsóknina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×