Fleiri fréttir Vetrarparadísin Ísland að skila árangri Tæplega hundrað og áttatíu þúsund erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland síðastliðið haust og fjölgaði þeim um fjörutíu þúsund milli ára. Framkvæmdastjóri Íslandsstofu segir að aukin landkynning erlendis sé byrjuð að skila árangri. 13.1.2013 19:46 Kosið um rammaáætlun á morgun Ellefu breytingartillögur hafa verið lagðar fram á Alþingi við tilllögu um rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Atkvæðagreiðsla fer fram á Alþingi á morgun en skiptar skoðanir eru um málið innan stjórnarflokkanna. 13.1.2013 19:38 Andstæðingarnir búa sjálfir í manngerðasta umhverfinu "Það sem mér fannst sárast er að fólk var ekki tilbúið margt hvert til að setja sig inn í aðstæður okkar hérna fyrir austan," sagði Smári Geirsson, framhaldsskólakennari í Neskaupstað og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Smári rifjaði þar upp átökin um Kárahnjúkavirkjun og álverið á Reyðarfirði fyrir áratug. Í þættinum var einnig fjallað um verkefni sem Smári vinnur að um þessar mundir, sem er að skrifa sögu hvalveiða við Ísland. 13.1.2013 19:30 Þriggja sætaraða Volkswagen Síðasta útspil Volkswagen í áætlunum sínum um að verða stærsti bílaframleiðandi heims er þessi þriggja sætaraða bíll sem stefnt verður á Bandaríkjamarkað. Hann var kynntur í dag á bílasýningunni í Detroit. Stærsti jeppi Volkswagen er nú Touareg og í hann kemst ekki þriðja sætaröðin og úr því skal bætt þar sem margir keppinautar Volkswagen bjóða slíka bíla sem seljast vel vestanhafs. Bílar eins og Ford Explorer og Honda Pilot, sem skarta þriðju sætaröðinni hafa selst eins og heitar lummur undanfarið í Bandaríkjunum. Bíllinn er hinn laglegasti í útliti, en er ennþá á teikniborðinu. Hann verður líklega smíðaður í verksmiðju Volkswagen í Tennessee. Touareg er frekar dýr bíll en búast má við því að þessi nýi bíll verði af ódýrari gerðinni og keppi við samskonar bíla í verði. 13.1.2013 18:47 Um 110 Íslendingar hafa horfið á síðustu fjórum áratugum Á síðustu fjórum áratugum hafa um 110 Íslendingar horfið. Sjórinn hefur tekið meirihluta þessa hóps, eða yfir sjötíu manns. Eitt af óútskýrðum mannshvörfum er mál tveggja drengja sem hurfu sporlaust í Keflavík fyrir nítján árum. 13.1.2013 18:28 Önnur hópnauðgun í Indlandi Lögreglan í Punjab-héraði í Indlandi hefur handtekið sex karlmenn í tengslum við hópnauðgun sem átti sér stað í rútu í gær. 13.1.2013 16:42 Minntust þeirra sem létust í strandi Costa Concordia Eitt ár er liðið frá því að ítalska skemmtiferðaskipið Costa Concordia strandaði undan strönd Toscana á vesturströnd Ítalíu. 13.1.2013 15:50 Almennir borgarar féllu í árás franska hersins Talið er að að átta almennir borgarar hafi fallið í hernaðaraðgerðum franskra sérsveita í suðurhluta Sómalíu í gær. 13.1.2013 14:38 Starfsfólk og sundlaugagestir komu manni til bjargar Starfsfólk Sundhallar Reykjavíkur kom manni til bjargar um hádegisbil í dag. Sundlaugagestir komu auga á manninn en hann lá þá öfugur í heita pottinum. 13.1.2013 14:09 Björn mun ekki nýta sér ákvæði um framlengingu uppsagnarfrests - "viljum ekki auka á óvissuna“ Uppsagnir hjúkrunarfræðinga við Landspítala taka í gildi þann 1. mars næstkomandi. Hátt í 20 prósent hjúkrunarfræðinga á spítalanum hafa sagt upp störfum. 13.1.2013 13:35 Neyðarástandi lýst yfir í New York-fylki Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York-fylki í Bankaríkjunum vegna inflúensufaraldurs, sem er sérlega alvarlegur í ár. 13.1.2013 12:50 Jón Ásgeir fjárfestir fyrir hundruð milljóna á Bretlandi Jón Ásgeir Jóhannesson hefur keypt hlut í fyrirtækinu Muddy Boots Real Foods. Þetta er fullyrt á vef breska blaðsins Sunday Telegraph. Þar segir að Jón Ásgeir hafi keypt um fjórðungshlut í fyrirtækinu og að fjárfestingin nemi nokkrum milljónum sterlingspunda, eða nokkur hundruð milljónum íslenskra króna. 13.1.2013 11:11 Lækkar bensínið í ár? Spár benda til þess að verð á bensíni muni lækka á þessu ári í Bandaríkjunum og að lækkunin gæti numið um 5 prósentustigum. Nægt framboð er á olíu og eftirspurn mun vaxa lítið. Ef þessar spár reynast réttar verður árið í ár fyrsta árið í langan tíma þar sem verð á eldsneyti lækkar milli ára. Hækkun eða lækkun eldsneytisverð vestanhafs endurspeglast gjarna á öðrum mörkuðum. Í Bandaríkjunum hefur verð á eldsneyti fallið nokkuð á undanförnum mánuðum og því mun áætluð lækkun í ár bætast við þá lækkun og þykja það góðar fréttir. Þar í landi er reyndar verð á bensíni um það bil helmingi lægra en hér á landi, en þykir samt hátt. Helsta ástæða þess að lækkandi eldsneytisverð hefur ekki skilað sér við bensíndælurnar hér er gengisþróun krónunnar, sem fallið hefur nokkuð undanfarið. Snemma á síðasta ári lögðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um tímabundna lækkun á álögum ríkisins á eldsneyti og ef þær hefðu verið samþykktar hefði lítraverð á bensíni lækkað um 50 krónur. Ekki hefur það enn gengið eftir, en hvað verður eftir kosningar í vor á tíminn eftir að leiða í ljós. 13.1.2013 11:00 Ölvuð ungmenni óku á grindverk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Fjórir voru teknir fyrir ölvunarakstur. Þremur var sleppt að lokinni sýna- og skýrslutöku. 13.1.2013 09:34 Hringdi 200 sinnum í Neyðarlínuna Lögreglan handtók konu á heimili sínu rétt fyrir klukkan fjögur í nótt. Hún hafði verið að ónáða starfsmenn Neyðarlínunnar með símhringingum. 13.1.2013 09:31 Brotist inn í Sjónvarpsmiðstöðina Tilkynnt var um innbrot í verslunina Sjónvarpsmiðstöðina í Reykjavík á fjórða tímanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru fjórar handteknir í kjölfar innbrotsins. 13.1.2013 09:29 Þetta var almennilegt partí Upplýsingatæknifyrirtækið Advania bauð öllum viðskiptavinum og samstarfsaðilum til nýársgleði föstudaginn 11. janúar. Þar var fagnað ársafmæli vörumerkisins, flutningum á starfsemi fyrirtækisins undir eitt þak við Guðrúnartún og nýrri verslun fyrirtækisins við Sundin blá. Múgur og margmenni flykktist í Guðrúnartún, en um 1.400 manns sóttu gleðina og gengu síðan glöð út í stillt og milt janúarkvöldið. 12.1.2013 20:30 Árni Páll eða Guðbjartur? Guðbjartur Hannesson segist eiga mjög erfitt með að sjá Samfylkinguna vinna með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar. Árni Páll Árnason segir að flokkurinn verði að veita Sjálfstæðisflokknum samkeppni um hugmyndir. Báðir telja að stjórn til vinstri sé fyrsti valkostur og hvorugur vill gefa afslátt af ESB-málinu. 12.1.2013 20:24 "Við viljum peningarnir fari í velferð en ekki vexti“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur rétt að skoða sölu á hlut í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna til að grynnka skuldir ríkisins, en þriðjungshlutur gæti skilað rúmlega 100 milljörðum króna í ríkissjóð. Hann segir algjört forgangsmál að grynnka skuldirnar því peningar ríkissjóðs eigi að fara í "velferð en ekki vexti.“ 12.1.2013 18:26 Árni er Austfirðingur ársins 2012 - var grafinn í snjó í 20 tíma "Ég vil tileinka þessi verðlaun öllum þeim sem komu fram í bókinni og sögðu sögu sína í henni. Mér finnst þeir eiga þessi verðlaun með mér," segir Árni Þorsteinsson. Hann hefur verið valinn Austfirðingur ársins 2012 af lesendum Austurfrétta. 12.1.2013 20:44 Sumarliði freistar þess að komast út í geim Sumarliði Þorsteinsson freistar nú þess að verða fyrsti Íslendingurinn til að ferðast út í geim. Hann biðlar til vina og vandamanna um að skrifa undir áheitasöfnun svo að draumur hans geti ræst. 12.1.2013 20:30 Yndislega eyjan mín - Minning um mann í nýjum búningi Myndband við lagið Minning um mann hefur verið birt á veraldarvefnum. Er þetta gert í tilefni af Eyjatónleikunum sem haldnir verða í Eldborgarsal Hörpu þann 26. Janúar næstkomandi. Þá munu Eyjamenn og landsmenn allir minnast þess að fjörutíu ár eru liðin frá Heimaeyjargosinu sem hófst þann 23. Janúar árið 1973. 12.1.2013 20:24 Margir hjúkrunarfræðingar hugsa sér til hreyfings Íslenskir hjúkrunarfræðingar fá varla frið fyrir atvinnutilboðum frá Noregi. Tvær ungar hjúkrunarkonur, sem hafa sagt upp störfum á Landspítalanum, hugsa sér til hreyfings og segja fleiri íhuga hið sama. 12.1.2013 19:39 Snorri í Betel vill á þing "Já, ég gekk í Kristilega flokkinn,“ segir Snorri Óskarsson, oft kenndur við Betel. "Við viljum bjóða okkur fram, gagngert til þess að kristnu gildi hafi hljómgrunn, eða talsmann, á Alþingi.“ 12.1.2013 16:40 Óvíst um örlög Allex Enn er óvíst um örlög franska leyniþjónustumannsins Denis Allex. Árásarsveit franska hersins reyndi í nótt að frelsa Alex úr haldi herskárra íslamísta í Sómalíu. Að minnsta kosti tveir franskir hermenn létust í áhlaupinu. Hátt í 20 íslamistar féllu árásinni. 12.1.2013 15:36 Aldraðir heiðursmenn sungu lag úr Lion King Kórstarfið kætir, svo mikið er víst. Þessir herramenn voru enn með sönginn í blóðinu eftir að æfingu lauk á dögunum. 12.1.2013 15:04 Guðbjartur í fyrsta sæti á lista Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á kjördæmisþingi flokksins í Borgarnesi í dag. 12.1.2013 14:39 Enn loga eldar í Ástralíu Ekkert lát er á skógareldunum í Ástralíu. Slökkviliðsmenn berjast nú við hátt í hundrað elda sem brenna í Nýju Suður-Wales, Viktoríuríki og Tasmaníu. 12.1.2013 14:22 Glerhált í höfuðborginni Glerhált er nú víða á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Alls hafa fjögur umferðaróhöpp átt sér stað það sem af er degi, tvö á Bláfjallavegi og tvö á Reykjanesbraut. Öll eru þau rakin til hálku. 12.1.2013 13:57 Jóhanna verður í heiðurssæti á lista Samfylkingarinnar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra verður í heiðurssæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. 12.1.2013 13:37 Framkoma Íslands á alþjóðavettvangi til skammar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ávarpaði gesti á opnum fundi sem hann hélt í Valhöll í morgun. Hann hóf ræðu sína á því að benda á að 105 dagar væru nú til kosninga. Í síðustu kosningum hafi þjóðin kosið yfir sig vinstri stjórn og í kjölfarið fengið það versta úr báðum stjórnarflokkum: utanríkisstefnu Samfylkingar og atvinnustefnu Vinstri-grænna. 12.1.2013 13:14 Einn sá algeggjaðasti Fáir hafa heyrt nefndan bandaríska bílaframleiðandann Lucra en fyrirtækið framleiðir einar þær alöflugustu spyrnukerrur sem í boði eru. Einn þeirra er LC470 Roadster. Hann vegur ekki nema 900 kíló en er yfir 600 hestöfl. Allt það afl skilar honum í hundraðið á 2,5 sekúndum og hann er ekki nema 9 sekúndur að fara kvartmíluna. Yfirbygging bílsins er eingöngu úr koltrefjum. Lucra LC470 kostar 85.000 dollara, eða um 11 milljónir króna. Ef kaupandi bílsins getur hinsvegar séð af 118.000 dollurum fer hestaflafjöldinn uppí 680 og innréttingin verður betri. Annar valmöguleiki er að kaupa Bugatti Veyron 16.4 Super Sport á 2,4 milljónir dollara, en sá bíll er nákvæmlega jafn lengi að komast á hundrað kílómetra ferð, en er ríflega tuttugu sinnum dýrari. Ef skynsemin ræður för er Lucra því vænlegri kostur til að fanga sem mesta hröðun. Fræðast má meira um Lucra bíla í meðfylgjandi myndskeiði. 12.1.2013 12:54 Gerbreytt Corvetta Á morgun verður ný kynslóð Chevrolet Corvette kynnt á bílasýningunni í Detroit. Eins og gjarnan áður fyrir frumsýningar á bílum hefur einhverjum tekist að ná myndum af honum áður. Þær myndir, vilja bílablaðamenn meina, sýna bíl sem er besta hönnun á Corvette í heil 50 ár. Að minnsta kosti er bíllinn mjög svo breyttur frá fyrri gerð. Í nýjasta tölublað bílatímaritsins Automobile er gengið svo langt að birta mynd af afturhluta bílsins sem einhver óprúttinn hefur náð. Chevrolet segir að bíllinn sé mjög mikið breyttur og að það eigi ekki síður við að innan en utan. Ekki veitti reyndar af því, þar sem margir fullyrða að fá hafi mátt vandaðri innréttingar í bílum sem kosta undir tuttugu þúsund dollurum, en Corvette kostar fimm sinnum meira. 12.1.2013 12:30 Annar flugdólgur í vél Icelandair Farþegar í vél Icelandair sem var að koma frá Washington í Bandaríkjunum á miðvikudagsmorgun yfirbuguðu karlmann sem lét ófriðlega þegar vélin var í lendingu í Keflavík. 12.1.2013 12:06 Klámframleiðendur telja lög um notkun smokka brot á stjórnarskránni Tveir af stærstu klámmyndaframleiðendunum í Los Angeles ætla í mál við borgaryfirvöld vegna löggjafar um að karlleikarar í klámmyndum verða að nota smokka. Framleiðendurnir telja að þetta bann brjóti í bága við stjórnarskrá Bandaríkjanna. 12.1.2013 11:30 Sextán ára piltur kastaðist af bifhjóli Sextán ára gamall piltur var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar eftir að hann kastaðist af bifhjóli á Sangerðisvegi á fimmtudaginn síðastliðinn. 12.1.2013 11:28 Smíði Helstirnis ekki á döfinni Rúmlega 34 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun á vef Hvíta Hússins þess efnis að ríkisstjórn Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, hefji smíði á raunverulegu Helstirni. 12.1.2013 10:54 Fólk heldur áfram að flýja úr Þjóðkirkjunni Flóttinn út Þjóðkirkjunni heldur áfram. Í nýjum tölum Þjóðskrár Íslands segir að á tímabilinu frá byrjun október til áramóta gengu 422 fleiri einstaklingar úr Þjóðkirkjunni en í hana. 12.1.2013 10:10 Skíðasvæði víða opin Veðurútlit um helgina er afar gott og eru skíðasvæði því víða opin. Opið er í Bláfjöllum frá klukkan tíu til fimm og er skíðafólk hvatt til að mæta á svæðið. 12.1.2013 09:55 Upprættu alþjóðalegan hring barnaníðinga Lögreglan í Argentínu segir að hún hafi upprætt alþjóðlegan hring barnaníðinga sem dreifðu barnaklámi á netinu. 12.1.2013 09:35 Opinbert málverk af Katrínu Middleton gagnrýnt harðlega Nýtt opinbert andlitsmálverk af Katrínu Middleton hertogaynjunni af Cambridge hefur verið gagnrýnt harðlega í Bretlandi. 12.1.2013 09:17 Þurftu að beita piparúða gegn farþega í leigubíl Um þrjú leytið í nótt óskaði leigubílstjóri óskar eftir aðstoð vegna farþega sem svaf í bifreiðinni. Er lögregla kom á vettvang brást farþeginn illa við og þurfti lögreglan að beita afli og varnarúða til að ná honum úr bifreiðinni. Farþeginn er nú vistaður í fangageymslu meðan ástand hans lagast. 12.1.2013 08:53 Ölvaðir unglingar réðust á mann í miðborginni Hópur unglinga réðist á einstakling í miðborginni í nótt. Þegar lögregla kom á staðinn hlupu lögðu unglingarnir á flótta en tveir þeirra náðust. 12.1.2013 08:51 Ung kona gekk berserksgang í íbúð í Vesturbænum Skömmu fyrir miðnættið í gærkvöld var ung kona handtekin í íbúð í Vesturborginni eftir að hafa gengið þar berserksgang og valdið eignaspjöllum. 12.1.2013 08:49 Fiskveiði og stjórnarskrá stóru málin Alþingi kemur saman á ný eftir jólafrí á mánudaginn. Þingmenn ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur varðandi þingmál, en fyrsta mál á dagskrá er atkvæðagreiðsla um rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. 12.1.2013 06:00 Sjá næstu 50 fréttir
Vetrarparadísin Ísland að skila árangri Tæplega hundrað og áttatíu þúsund erlendir ferðamenn heimsóttu Ísland síðastliðið haust og fjölgaði þeim um fjörutíu þúsund milli ára. Framkvæmdastjóri Íslandsstofu segir að aukin landkynning erlendis sé byrjuð að skila árangri. 13.1.2013 19:46
Kosið um rammaáætlun á morgun Ellefu breytingartillögur hafa verið lagðar fram á Alþingi við tilllögu um rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Atkvæðagreiðsla fer fram á Alþingi á morgun en skiptar skoðanir eru um málið innan stjórnarflokkanna. 13.1.2013 19:38
Andstæðingarnir búa sjálfir í manngerðasta umhverfinu "Það sem mér fannst sárast er að fólk var ekki tilbúið margt hvert til að setja sig inn í aðstæður okkar hérna fyrir austan," sagði Smári Geirsson, framhaldsskólakennari í Neskaupstað og fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. Smári rifjaði þar upp átökin um Kárahnjúkavirkjun og álverið á Reyðarfirði fyrir áratug. Í þættinum var einnig fjallað um verkefni sem Smári vinnur að um þessar mundir, sem er að skrifa sögu hvalveiða við Ísland. 13.1.2013 19:30
Þriggja sætaraða Volkswagen Síðasta útspil Volkswagen í áætlunum sínum um að verða stærsti bílaframleiðandi heims er þessi þriggja sætaraða bíll sem stefnt verður á Bandaríkjamarkað. Hann var kynntur í dag á bílasýningunni í Detroit. Stærsti jeppi Volkswagen er nú Touareg og í hann kemst ekki þriðja sætaröðin og úr því skal bætt þar sem margir keppinautar Volkswagen bjóða slíka bíla sem seljast vel vestanhafs. Bílar eins og Ford Explorer og Honda Pilot, sem skarta þriðju sætaröðinni hafa selst eins og heitar lummur undanfarið í Bandaríkjunum. Bíllinn er hinn laglegasti í útliti, en er ennþá á teikniborðinu. Hann verður líklega smíðaður í verksmiðju Volkswagen í Tennessee. Touareg er frekar dýr bíll en búast má við því að þessi nýi bíll verði af ódýrari gerðinni og keppi við samskonar bíla í verði. 13.1.2013 18:47
Um 110 Íslendingar hafa horfið á síðustu fjórum áratugum Á síðustu fjórum áratugum hafa um 110 Íslendingar horfið. Sjórinn hefur tekið meirihluta þessa hóps, eða yfir sjötíu manns. Eitt af óútskýrðum mannshvörfum er mál tveggja drengja sem hurfu sporlaust í Keflavík fyrir nítján árum. 13.1.2013 18:28
Önnur hópnauðgun í Indlandi Lögreglan í Punjab-héraði í Indlandi hefur handtekið sex karlmenn í tengslum við hópnauðgun sem átti sér stað í rútu í gær. 13.1.2013 16:42
Minntust þeirra sem létust í strandi Costa Concordia Eitt ár er liðið frá því að ítalska skemmtiferðaskipið Costa Concordia strandaði undan strönd Toscana á vesturströnd Ítalíu. 13.1.2013 15:50
Almennir borgarar féllu í árás franska hersins Talið er að að átta almennir borgarar hafi fallið í hernaðaraðgerðum franskra sérsveita í suðurhluta Sómalíu í gær. 13.1.2013 14:38
Starfsfólk og sundlaugagestir komu manni til bjargar Starfsfólk Sundhallar Reykjavíkur kom manni til bjargar um hádegisbil í dag. Sundlaugagestir komu auga á manninn en hann lá þá öfugur í heita pottinum. 13.1.2013 14:09
Björn mun ekki nýta sér ákvæði um framlengingu uppsagnarfrests - "viljum ekki auka á óvissuna“ Uppsagnir hjúkrunarfræðinga við Landspítala taka í gildi þann 1. mars næstkomandi. Hátt í 20 prósent hjúkrunarfræðinga á spítalanum hafa sagt upp störfum. 13.1.2013 13:35
Neyðarástandi lýst yfir í New York-fylki Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í New York-fylki í Bankaríkjunum vegna inflúensufaraldurs, sem er sérlega alvarlegur í ár. 13.1.2013 12:50
Jón Ásgeir fjárfestir fyrir hundruð milljóna á Bretlandi Jón Ásgeir Jóhannesson hefur keypt hlut í fyrirtækinu Muddy Boots Real Foods. Þetta er fullyrt á vef breska blaðsins Sunday Telegraph. Þar segir að Jón Ásgeir hafi keypt um fjórðungshlut í fyrirtækinu og að fjárfestingin nemi nokkrum milljónum sterlingspunda, eða nokkur hundruð milljónum íslenskra króna. 13.1.2013 11:11
Lækkar bensínið í ár? Spár benda til þess að verð á bensíni muni lækka á þessu ári í Bandaríkjunum og að lækkunin gæti numið um 5 prósentustigum. Nægt framboð er á olíu og eftirspurn mun vaxa lítið. Ef þessar spár reynast réttar verður árið í ár fyrsta árið í langan tíma þar sem verð á eldsneyti lækkar milli ára. Hækkun eða lækkun eldsneytisverð vestanhafs endurspeglast gjarna á öðrum mörkuðum. Í Bandaríkjunum hefur verð á eldsneyti fallið nokkuð á undanförnum mánuðum og því mun áætluð lækkun í ár bætast við þá lækkun og þykja það góðar fréttir. Þar í landi er reyndar verð á bensíni um það bil helmingi lægra en hér á landi, en þykir samt hátt. Helsta ástæða þess að lækkandi eldsneytisverð hefur ekki skilað sér við bensíndælurnar hér er gengisþróun krónunnar, sem fallið hefur nokkuð undanfarið. Snemma á síðasta ári lögðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um tímabundna lækkun á álögum ríkisins á eldsneyti og ef þær hefðu verið samþykktar hefði lítraverð á bensíni lækkað um 50 krónur. Ekki hefur það enn gengið eftir, en hvað verður eftir kosningar í vor á tíminn eftir að leiða í ljós. 13.1.2013 11:00
Ölvuð ungmenni óku á grindverk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Fjórir voru teknir fyrir ölvunarakstur. Þremur var sleppt að lokinni sýna- og skýrslutöku. 13.1.2013 09:34
Hringdi 200 sinnum í Neyðarlínuna Lögreglan handtók konu á heimili sínu rétt fyrir klukkan fjögur í nótt. Hún hafði verið að ónáða starfsmenn Neyðarlínunnar með símhringingum. 13.1.2013 09:31
Brotist inn í Sjónvarpsmiðstöðina Tilkynnt var um innbrot í verslunina Sjónvarpsmiðstöðina í Reykjavík á fjórða tímanum í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru fjórar handteknir í kjölfar innbrotsins. 13.1.2013 09:29
Þetta var almennilegt partí Upplýsingatæknifyrirtækið Advania bauð öllum viðskiptavinum og samstarfsaðilum til nýársgleði föstudaginn 11. janúar. Þar var fagnað ársafmæli vörumerkisins, flutningum á starfsemi fyrirtækisins undir eitt þak við Guðrúnartún og nýrri verslun fyrirtækisins við Sundin blá. Múgur og margmenni flykktist í Guðrúnartún, en um 1.400 manns sóttu gleðina og gengu síðan glöð út í stillt og milt janúarkvöldið. 12.1.2013 20:30
Árni Páll eða Guðbjartur? Guðbjartur Hannesson segist eiga mjög erfitt með að sjá Samfylkinguna vinna með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar. Árni Páll Árnason segir að flokkurinn verði að veita Sjálfstæðisflokknum samkeppni um hugmyndir. Báðir telja að stjórn til vinstri sé fyrsti valkostur og hvorugur vill gefa afslátt af ESB-málinu. 12.1.2013 20:24
"Við viljum peningarnir fari í velferð en ekki vexti“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, telur rétt að skoða sölu á hlut í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna til að grynnka skuldir ríkisins, en þriðjungshlutur gæti skilað rúmlega 100 milljörðum króna í ríkissjóð. Hann segir algjört forgangsmál að grynnka skuldirnar því peningar ríkissjóðs eigi að fara í "velferð en ekki vexti.“ 12.1.2013 18:26
Árni er Austfirðingur ársins 2012 - var grafinn í snjó í 20 tíma "Ég vil tileinka þessi verðlaun öllum þeim sem komu fram í bókinni og sögðu sögu sína í henni. Mér finnst þeir eiga þessi verðlaun með mér," segir Árni Þorsteinsson. Hann hefur verið valinn Austfirðingur ársins 2012 af lesendum Austurfrétta. 12.1.2013 20:44
Sumarliði freistar þess að komast út í geim Sumarliði Þorsteinsson freistar nú þess að verða fyrsti Íslendingurinn til að ferðast út í geim. Hann biðlar til vina og vandamanna um að skrifa undir áheitasöfnun svo að draumur hans geti ræst. 12.1.2013 20:30
Yndislega eyjan mín - Minning um mann í nýjum búningi Myndband við lagið Minning um mann hefur verið birt á veraldarvefnum. Er þetta gert í tilefni af Eyjatónleikunum sem haldnir verða í Eldborgarsal Hörpu þann 26. Janúar næstkomandi. Þá munu Eyjamenn og landsmenn allir minnast þess að fjörutíu ár eru liðin frá Heimaeyjargosinu sem hófst þann 23. Janúar árið 1973. 12.1.2013 20:24
Margir hjúkrunarfræðingar hugsa sér til hreyfings Íslenskir hjúkrunarfræðingar fá varla frið fyrir atvinnutilboðum frá Noregi. Tvær ungar hjúkrunarkonur, sem hafa sagt upp störfum á Landspítalanum, hugsa sér til hreyfings og segja fleiri íhuga hið sama. 12.1.2013 19:39
Snorri í Betel vill á þing "Já, ég gekk í Kristilega flokkinn,“ segir Snorri Óskarsson, oft kenndur við Betel. "Við viljum bjóða okkur fram, gagngert til þess að kristnu gildi hafi hljómgrunn, eða talsmann, á Alþingi.“ 12.1.2013 16:40
Óvíst um örlög Allex Enn er óvíst um örlög franska leyniþjónustumannsins Denis Allex. Árásarsveit franska hersins reyndi í nótt að frelsa Alex úr haldi herskárra íslamísta í Sómalíu. Að minnsta kosti tveir franskir hermenn létust í áhlaupinu. Hátt í 20 íslamistar féllu árásinni. 12.1.2013 15:36
Aldraðir heiðursmenn sungu lag úr Lion King Kórstarfið kætir, svo mikið er víst. Þessir herramenn voru enn með sönginn í blóðinu eftir að æfingu lauk á dögunum. 12.1.2013 15:04
Guðbjartur í fyrsta sæti á lista Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar var samþykktur á kjördæmisþingi flokksins í Borgarnesi í dag. 12.1.2013 14:39
Enn loga eldar í Ástralíu Ekkert lát er á skógareldunum í Ástralíu. Slökkviliðsmenn berjast nú við hátt í hundrað elda sem brenna í Nýju Suður-Wales, Viktoríuríki og Tasmaníu. 12.1.2013 14:22
Glerhált í höfuðborginni Glerhált er nú víða á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Alls hafa fjögur umferðaróhöpp átt sér stað það sem af er degi, tvö á Bláfjallavegi og tvö á Reykjanesbraut. Öll eru þau rakin til hálku. 12.1.2013 13:57
Jóhanna verður í heiðurssæti á lista Samfylkingarinnar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra verður í heiðurssæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. 12.1.2013 13:37
Framkoma Íslands á alþjóðavettvangi til skammar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ávarpaði gesti á opnum fundi sem hann hélt í Valhöll í morgun. Hann hóf ræðu sína á því að benda á að 105 dagar væru nú til kosninga. Í síðustu kosningum hafi þjóðin kosið yfir sig vinstri stjórn og í kjölfarið fengið það versta úr báðum stjórnarflokkum: utanríkisstefnu Samfylkingar og atvinnustefnu Vinstri-grænna. 12.1.2013 13:14
Einn sá algeggjaðasti Fáir hafa heyrt nefndan bandaríska bílaframleiðandann Lucra en fyrirtækið framleiðir einar þær alöflugustu spyrnukerrur sem í boði eru. Einn þeirra er LC470 Roadster. Hann vegur ekki nema 900 kíló en er yfir 600 hestöfl. Allt það afl skilar honum í hundraðið á 2,5 sekúndum og hann er ekki nema 9 sekúndur að fara kvartmíluna. Yfirbygging bílsins er eingöngu úr koltrefjum. Lucra LC470 kostar 85.000 dollara, eða um 11 milljónir króna. Ef kaupandi bílsins getur hinsvegar séð af 118.000 dollurum fer hestaflafjöldinn uppí 680 og innréttingin verður betri. Annar valmöguleiki er að kaupa Bugatti Veyron 16.4 Super Sport á 2,4 milljónir dollara, en sá bíll er nákvæmlega jafn lengi að komast á hundrað kílómetra ferð, en er ríflega tuttugu sinnum dýrari. Ef skynsemin ræður för er Lucra því vænlegri kostur til að fanga sem mesta hröðun. Fræðast má meira um Lucra bíla í meðfylgjandi myndskeiði. 12.1.2013 12:54
Gerbreytt Corvetta Á morgun verður ný kynslóð Chevrolet Corvette kynnt á bílasýningunni í Detroit. Eins og gjarnan áður fyrir frumsýningar á bílum hefur einhverjum tekist að ná myndum af honum áður. Þær myndir, vilja bílablaðamenn meina, sýna bíl sem er besta hönnun á Corvette í heil 50 ár. Að minnsta kosti er bíllinn mjög svo breyttur frá fyrri gerð. Í nýjasta tölublað bílatímaritsins Automobile er gengið svo langt að birta mynd af afturhluta bílsins sem einhver óprúttinn hefur náð. Chevrolet segir að bíllinn sé mjög mikið breyttur og að það eigi ekki síður við að innan en utan. Ekki veitti reyndar af því, þar sem margir fullyrða að fá hafi mátt vandaðri innréttingar í bílum sem kosta undir tuttugu þúsund dollurum, en Corvette kostar fimm sinnum meira. 12.1.2013 12:30
Annar flugdólgur í vél Icelandair Farþegar í vél Icelandair sem var að koma frá Washington í Bandaríkjunum á miðvikudagsmorgun yfirbuguðu karlmann sem lét ófriðlega þegar vélin var í lendingu í Keflavík. 12.1.2013 12:06
Klámframleiðendur telja lög um notkun smokka brot á stjórnarskránni Tveir af stærstu klámmyndaframleiðendunum í Los Angeles ætla í mál við borgaryfirvöld vegna löggjafar um að karlleikarar í klámmyndum verða að nota smokka. Framleiðendurnir telja að þetta bann brjóti í bága við stjórnarskrá Bandaríkjanna. 12.1.2013 11:30
Sextán ára piltur kastaðist af bifhjóli Sextán ára gamall piltur var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar eftir að hann kastaðist af bifhjóli á Sangerðisvegi á fimmtudaginn síðastliðinn. 12.1.2013 11:28
Smíði Helstirnis ekki á döfinni Rúmlega 34 þúsund manns hafa skrifað undir áskorun á vef Hvíta Hússins þess efnis að ríkisstjórn Baracks Obama, Bandaríkjaforseta, hefji smíði á raunverulegu Helstirni. 12.1.2013 10:54
Fólk heldur áfram að flýja úr Þjóðkirkjunni Flóttinn út Þjóðkirkjunni heldur áfram. Í nýjum tölum Þjóðskrár Íslands segir að á tímabilinu frá byrjun október til áramóta gengu 422 fleiri einstaklingar úr Þjóðkirkjunni en í hana. 12.1.2013 10:10
Skíðasvæði víða opin Veðurútlit um helgina er afar gott og eru skíðasvæði því víða opin. Opið er í Bláfjöllum frá klukkan tíu til fimm og er skíðafólk hvatt til að mæta á svæðið. 12.1.2013 09:55
Upprættu alþjóðalegan hring barnaníðinga Lögreglan í Argentínu segir að hún hafi upprætt alþjóðlegan hring barnaníðinga sem dreifðu barnaklámi á netinu. 12.1.2013 09:35
Opinbert málverk af Katrínu Middleton gagnrýnt harðlega Nýtt opinbert andlitsmálverk af Katrínu Middleton hertogaynjunni af Cambridge hefur verið gagnrýnt harðlega í Bretlandi. 12.1.2013 09:17
Þurftu að beita piparúða gegn farþega í leigubíl Um þrjú leytið í nótt óskaði leigubílstjóri óskar eftir aðstoð vegna farþega sem svaf í bifreiðinni. Er lögregla kom á vettvang brást farþeginn illa við og þurfti lögreglan að beita afli og varnarúða til að ná honum úr bifreiðinni. Farþeginn er nú vistaður í fangageymslu meðan ástand hans lagast. 12.1.2013 08:53
Ölvaðir unglingar réðust á mann í miðborginni Hópur unglinga réðist á einstakling í miðborginni í nótt. Þegar lögregla kom á staðinn hlupu lögðu unglingarnir á flótta en tveir þeirra náðust. 12.1.2013 08:51
Ung kona gekk berserksgang í íbúð í Vesturbænum Skömmu fyrir miðnættið í gærkvöld var ung kona handtekin í íbúð í Vesturborginni eftir að hafa gengið þar berserksgang og valdið eignaspjöllum. 12.1.2013 08:49
Fiskveiði og stjórnarskrá stóru málin Alþingi kemur saman á ný eftir jólafrí á mánudaginn. Þingmenn ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur varðandi þingmál, en fyrsta mál á dagskrá er atkvæðagreiðsla um rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. 12.1.2013 06:00