Fleiri fréttir

Gæslan missir TF-GNÁ en hefur greitt 1,5 milljarða í leigu

Landhelgisgæslan hefur borgað 200 þúsund dollara á mánuði fyrir leigu á þyrlunni TF Gná. Þyrlan er í eigu norsks auðmanns og fyrir fjárhæðina sem farið hefur í leiguna samtals hefði ríkissjóður getað keypt sína eigin þyrlu. Norðmaðurinn hefur nú leigt vélina annað og ákvað að taka ekki þátt í þyrluútboði Ríkiskaupa.

Bíður látnum að hlusta á tónlist í gröfinni

Tónlistarunnendur eiga nú tækifæri á að hlusta á uppáhalds tónlistina sína í gröfinni en sænskur frumkvöðull hefur hannað líkkistur með hágæða hljómkerfi. Vinir og ættingjar hins látna geta skipt um tónlist í gegnum internetið.

Hótaði að lemja mann sem lagði til þyngri lög vegna ofbeldisbrota

"Það var hringt í farsímann minn, en ekkert númer kom upp. Ég var spurður hvort ég hefði skrifað þessa grein. Ég játaði það og þá byrjaði fúkyrðaflaumurinn,“ lýsir Magnús B. Jóhannesson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri flokksins á Suðurlandi sem fram fer síðar í mánuðinum.

Kom í veg fyrir blóðbað með fortölum

Kennari og starfsmaður menntaskóla í bænum Taft í Kaliforníu eru taldir hafa komið í veg fyrir blóðbað þegar þeir töluðu um fyrir 16 ára nemanda, sem kom vopnaður haglabyssu til skólans í gær, með það að markmiði að myrða bekkjarfélaga sína sem höfðu lagt hann í einelti.

Með fíkniefni í þvottahúsinu

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði í vikunni kannabisræktun í húsnæði í Njarðvík. Húsleit var gerð, að fengnum dómsúrskurði.

Um 30 sjúklingar í einangrun

Um þrjátíu sjúklingar eru nú í einangrun á Landspítalanum vegna inflúensu og annarra smitsjúkdóma. Yfirlæknir á smitsjúkdómadeild segir að aðstæður séu mjög erfiðar og á von á því að ástandið muni versna á næstu vikum.

Gunnar í vikulangt gæsluvarðhald

Dómari hjá Héraðsdómi Suðurlands féllst á gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar á Selfossi um að úrskurða Gunnar Jakobsson í vikulangt gæsluvarðhald.

Aukning hjá Toyota í Evrópu

Þrátt fyrir dræma sölu bíla í Evrópu í fyrra jók Toyota og Lexus söluna frá 2011 um 2 prósent og seldi alls 837.969 bíla. Við það jókst markaðshlutdeild Toyota í álfunni úr 4,2% í 4,5%. Toyota þakkar þessum árangri nýjum Yaris og ýmsum gerðum tvinnbíla (Hybrid) sem seldust mjög vel. Toyota telur að fyrirtækið muni selja enn fleiri bíla í Evrópu í ár þrátt fyrir ekkert alltof góðar spár um bílasölu í álfunni. Nýr Auris og sjö sæta Verso munu hjálpa þar mikið til, sem og fjórða kynslóð RAV 4 jepplingsins. Sala Toyota í Bretlandi jókst um 12% en stóð í stað í Frakklandi. Hjá nágrönnum okkar Dönum jókst salan um 8%, en um heil 20% í Eystrasaltslöndunum. Salan í Rússlandi jókst um 27% og 13% í Úkraínu. Ef sala Lexus er tekin sér jókst hún um 4,5% í Evrópu. Nýir GS og ES bílar spiluðu þar stóra rullu auk mikillar eftirspurnar eftir CT 200h og RX jeppunum, sem á sumum mörkuðum bjóðast aðeins sem tvinnbílar. Sala Lexus í Rússlandi óx um 14% og í Hollandi um heil 43%, þökk sé mikilli sölu á CT 200h bílnum. Stutt er í að Lexus kynni nýja kynslóð IS bílsins, sem mun þá einnig fást sem tvinnbíll. Í Evrópu eru 13% seldra bíla Toyota og Lexus tvinnbílar, en sama hlutfall í Hollandi er 45%. Ef Lexus bílar eru teknir sér, eru 90% seldra bíla tvinnbílar.

Um 120 greinst með inflúensu í vikunni

Hátt í 120 einstaklingar hafa greinst með inflúensu hér á landi í þessari viku en það eru töluvert fleiri en á sama tíma í fyrra, segir Haraldur Briem sóttvarnarlæknir.

Færri horfðu á Áramótaskaupið

Um 77 prósent þjóðarinnar horfðu á Áramótaskaupið á Gamlárskvöld en það er þremur prósentustigum færri en í fyrra, þegar 80 prósent þjóðarinnar horfði á. Þetta má lesa út úr tölum Capacent Gallup yfir sjónvarpsáhorf í síðustu viku.

Aðeins þrjú sveitarfélög hafa ekki hækkað gjaldskrána

Aðeins þrjú sveitarfélög af 15 hafa ekki hækkað hjá sér gjaldskrá leikskóla síðan 1. febrúar í fyrra. Það eru Fjarðarbyggð, Ísafjarðarbær og Seltjarnarneskaupstaður. Þetta er niðurstaða Verðlagseftirlits ASÍ sem kannaði breytingar á gjaldskrám leikskóla og fæði hjá 15 stærstu sveitarfélögum landsins frá 1. febrúar 2012 til 1. janúar 2013.

Tveir látnir í París-Dakar

Nú stendur yfir þolaksturskeppnin sem kennd er við París-Dakar. Keppnin fer hinsvegar fram í Perú, Síle og Argentínu og fer árlega fram í byrjun árs. Keppni þessi er afar hættuleg og hefur kostað marga lífið, keppendur, aðstoðarmenn sem og áhorfendur. Þetta ár ætlar ekki að vera nein undantekning frá því. Í fyrradag létust tveir þegar aðstoðarbíll lenti í árekstri við leigubíl og annar leigubíll valt mörgum sinnum við það að reyna að forðast áreksturinn. Sjö slösuðust auk dauðsfallanna og eru þeir allir á sjúkrahúsi, mismikið slasaðir. Keppnin heldur áfram þrátt fyrir þessi áföll.

Hefur þér verið tilkynnt um lottóvinning í SMS-skilaboðum?

Lögreglunni á Suðurnesjum hafa borist upplýsingar um að fólk hafi fengið smáskilaboð, SMS, í farsíma sína þar sem því er tilkynnt að það hafi unnið stóra erlenda lottóvinninga. Síðan eru gefnar upp upplýsingar um tengilið vegna vinningsins. Lögreglan varar fólk við að svara slíkum skeytum eða taka mark á þeim með nokkrum hætti. Um sams konar svindl er að ræða og tíðkast hefur í sambærilegum tölvupóstum sem flætt hafa yfir og eru orðnir alþekktir. Embætti Ríkislögreglustjóra hefur margsinnis sent út viðvaranir til fólks af svipuðum tilefnum.

Í fimm ára fangelsi fyrir grófa nauðgun

Tveir karlmenn hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir að nauðga stúlku, sem þá var nítján ára, Nauðgunin átti sér stað í lok árs 2011. Mennirnir héldu í hendur hennar og nýttu sér yfirburði sína vegna aðstöðu- og aflsmunar. Samkvæmt ákæru héldu mennirnir stelpunni og skiptust á að þröngva henni til munnmaka við hvorn um sig á meðan hinn hafði við hana samræði. Annar maðurinn var dæmdur í fimm ára fangelsi en hinn í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Annar maðurinn er liðlega þrítugur en hinn er 24 ára.

Stofna samráðshóp til að sporna gegn kynferðisofbeldi

Settur verður á fót samráðshópur um samhæfða framkvæmd stjórnvalda til þess að sporna gegn kynferðislegu ofbeldi, treysta burði réttarvörslukerfisins til þess að koma lögum yfir kynferðisbrotamenn og að tryggja skilvirk úrræði fyrir þolendur kynferðisbrota og markvissar forvarnaraðgerðir. Ríkisstjórnin samþykkti myndun hópsins á fundi sínum í morgun.

Fjórða kynslóð Honda CR-V

Nýr Honda CR-V verður kynntur um helgina hjá Bernhard í Vatnagörðum og hjá umboðsaðilum. Þetta er fjórða kynslóð CR-V, sem hefur jafnframt verið einn af söluhæstu fjórhjóladrifsbílum landsins í mörg ár. Nýi bíllinn var hannaður sérstaklega með Evrópumarkað í huga og ýmsar athyglisverðar breytingar hafa verið gerðar. Það hefur líklega tekist með miklum ágætum því nýr CR-V hefur verið hlaðinn verðlaunum og var meðal annars tilnefndur á dögunum sem bíll ársins í Evrópu. Aðrir titlar sem CR- V hefur þegar hampað eru Besti fjölskyldubíll ársins að mati Kelley Blue Book, hann er á topp-tíu lista sama aðila yfir bíla með hæsta endursöluvirðið og hlaut fullt hús stiga hjá National Highway Transportation Safety Administration fyrir öryggi. Honda CR-V er mest seldi bíllinn í sínum flokki í Bandaríkjunum og var valinn besti fjórhjóladrifni bíll ársins 2012 af tímaritinu Total 4x4 Magazine. Í umsögn blaðsins var Honda CR-V hælt sérstaklega fyrir að vera betur hljóðeinangraður en aðrir bílar í sambærilegum flokki og einnig fyrir sérstaklega gott notkunarrými. Umhverfisvænir þættir Honda CR-V hafa fengið enn meira vægi. Útblástur koltvísýrings hefur verið minnkaður og eldsneytisnýting bætt. Nýr CR-V er rúmbetri en fyrirrennari hans. Ný hönnun auðveldar umgengni, hægt er að fella saman aftursæti á einfaldan hátt og farangursrými er 148 lítrum rúmbetra en í eldri gerð. Aukið hefur verið við hljóðeinangrun í gólfi, í afturhurðum og í geymsluhólfum undir sætum og með því tekist að lækka vélar- og veghljóð um þrjú desibil. Bogadregnir hliðarspeglar auka mjög sjónsvið ökumannsins og LED-dagljós eru nú bæði að framan og aftan sem eykur þægindi og öryggi um leið. Frá árinu 1995 hafa meira en fimm milljón CR-V bíla verði seldir um allan heim. Þess má geta að 97% þeirra CR-V bíla sem seldir hafa verið frá komu hans fyrst, árið 1997, eru ennþá í notkun hér á landi. Honda CR-V er frumsýndur hjá Bernhard í Vatnagörðum 24 um helgina. Opið er laugardag á milli kl. 10:00 og 16:00 og sunnudag á milli kl. 13:00 og 16:00. Bíllinn er einnig frumsýndur hjá umboðsmönnum um allt land.

Reyna að koma í veg fyrir umhverfisslys

Fulltrúar frá Umhverfisstofnun og Hafrannsóknastofnun fara nú um Kolgrafarfjörðinn á Snæfellsnesi, til að kanna möguleika á að koma þar í veg fyrir umhverfisslys, í kjölfar síldardauðans þar nýverið.

Stefnir ríkinu vegna auðlegðarskatts

Karlmaður hefur höfðað mál gegn íslenska ríkinu vegna auðlegðarskatts sem á hann var lagður. Hann fullyrðir að innheimta skattsins sé ólögleg og krefst þess að ríkissjóður greiði sér um 1590 þúsund krónur til baka.

Kennari í 18 mánaða fangelsi fyrir að hafa keypt vændi af 14 ára pilti

Menntaskólakennari um sextugt var í byrjun árs í Héraðsdómi Vesturlands dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að hafa keypt vændi af fjórtán ára gömlum pilti. Dómur var kveðinn upp í málinu á síðasta ári en Hæstiréttur ómerkti hann og vísaði málinu aftur heim í hérað. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa kynferðismök við piltinn í tvö aðgreind skipti árið 2011 og greitt honum fyrir. Auk fangelsisvistarinnar þarf kennarinn að greiða piltinum 600 þúsund krónur í miskabætur.

Jeep aldrei selst betur

Allar bílgerðir Chrysler hafa átt velgengi að fagna frá því Chrysler var bjargað frá gjaldþroti árið 2009. Vöxtur í sölu fyrirtækisins nam 21% á liðnu ári, eitthvað sem fáir aðrir bílaframleiðendur léku eftir. Eitt af undirmerkjum Chrysler, Jeep, gekk fádæma vel og seldi fleiri bíla en nokkurt annað ár, eða 701.626 bíla. Fyrra metið var frá árinu 1999, 675.494 bílar. Mest seldi bíll Jeep í fyrra var Jeep Grand Cherokee, sem talsvert er til af hér á landi af ýmsum árgerðum þó. Hann seldist í 223.196 eintökum og í öðru sæti var Jeep Wrangler með 194.142 eintök seld. Sala Jeep í Kína óx um 107% frá árinu 2011. Búist er við áframhaldandi velgengni Jeep á þessu ári og verða kynntar nýjar bílgerðir sem aukið geta söluna enn.

Kyrkislanga á flugvél barðist fyrir lífi sínu í háloftunum

Einstakar myndir náðust af því þegar kyrkislanga festist undir vængi á þotu Qantas flugfélagsins í gær. Þar barðist hún fyrir lífi sínu í háloftunum í tæpa tvo klukkutíma á meðan þotan flaug á milli áströlsku bæjanna Cairns og Port Moresby.

Vilborg búin að ganga 1000 kílómetra

Vilborg Arna Gissurardóttir er búin að ganga ríflega 1000 kílómetra á leið sinni um Suðurpólinn. Hún náði þeim áfanga í gær að komast inná síðustu breiddargráðuna en aðstæður til göngu eru erfiðar, nýsnævi, mikill vindur og lítið skyggni. Þá frýs allt sem frosið getur nema það sem er í hitabrúsanum.

Karzai hittir Obama í Hvíta húsinu í dag

Hamid Karzai forseti Afganistan er staddur í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. Hann mun hitta Barack Obama Bandaríkjaforseta á hálftíma fundi þeirra í Hvíta húsinu í dag.

Sjöunda kynslóð Golf

Það eru ekki margir bílarnir sem selst hafa í 35 milljónum eintaka, en það á þó við um Volkswagen Golf. Hann kom fyrst á markað árið 1974 og á því tæplega 40 ára sögu. Á morgun má berja sjöundu kynslóð Golf augum á frumsýningu bílsins hjá Heklu. Fyrsta kynslóð Golf var í framleiðslu frá 1974 til 1983, þegar önnur kynslóðin sá dagsins ljós, aðeins lengri, breiðari, jafnt að utan sem innan og með lengra hjólhaf. Til gamans má geta þess að þessi fyrsta kynslóð Golf var framleidd áfram lítið breytt í Suður-Afríku allt fram til ársins 2009. Næstu kynslóðir Golf tóku áfram breytingum, þriðja kynslóðin kom fram 1991 og þá með túrbódísilvél með beinni innsprautun eldsneytis, TDI, og einnig með nýrri V-6 vél, 2,8 lítra VR6. Með þriðju kynslóðinni fóru línurnar í útlitinu að mýkjast og þessi gerð Golf var valinn "Bíll ársins 1992 í Evrópu“. Með fjórðu kynslóðinni sem kom fram á sjónarsviðið 1997 varð Golf enn rennilegri, og fimmta kynslóðin sem var frumsýnd 2003 var mjög svipuð í útliti. GTI-gerðin kom með 200 hestafla útgáfu af tveggja lítra TFSI-vélinni. Sjötta kynslóðin sem kom á markað 2008 var að mestu byggð á sama grunni og sú næsta á undan, en með töluvert breyttu útliti, enn straumlínulagaðri, sem hjálpaði til við að draga úr eldsneytiseyðslu og einnig hljóðlátari. Meira var lagt upp úr innréttingu og notendavænleika. Sjöunda kynslóð Golf er að sögn hönnuða VW betri en nokkru sinni fyrr. Bíllinn er aflmeiri og sparneytnari en áður, hraðskreiðari, öruggari og léttari. Nýi Golfinn er 100 kílóum léttari en fyrirrennarinn. Hann er líka verulega sparneytnari, því hann eyðir allt að 23% minna eldsneyti, sem auðvitað fer eftir vélargerð. Sjöunda kynslóð Golf er einnig væntanleg með BlueMotion-tækni og í þeirri útgáfu verður eyðslan aðeins 3,2 lítrar á hundraðið og sendir bíllinn aðeins 85 grömm af CO2 út í andrúmsloftið á hvern ekinn kílómetra. Fótarými í aftursæti hefur verið aukið og farangursrými er 30 lítrum stærra. Hvað öryggið varðar þá er í bílnum hemlakerfi með árekstarvörn, skriðstillir sem aðlagar sig að akstursaðstæðum og heldur jafnri fjarlægð frá næsta bíl og eykur eða minnkar hraðann í samræmi við flæði umferðarinnar. Hann er einnig með skynjara að framan fyrir neyðarhemlun, "akreinaaðstoð“ og "þreytuskynjun“, sem fylgist með aksturslagi ökumanns og gefur viðvörunarhljóð ef vart verður við ónákvæm viðbrögð vegna þreytu í akstri. Volkswagen Golf verður frumsýndur hjá Heklu á laugardaginn milli kl. 12 og 16, sem og hjá umboðsmönnum um landið.

Lét íhaldsflokkana borga dýran fatnað

Ákæran á hendur Páli Heimissyni, fyrrverandi starfsmanni í Valhöll, virðist leiða í ljós að hann hafi ferðast um heim allan og lifað hátt í tvö ár á kostnað norrænu íhaldsflokkanna. Hann tók tólf milljónir í reiðufé út úr bönkum á 26 mánuðum.

Þrjár kúrdískar konur fundust myrtar í París

Hundruð Kúrda í París söfnuðust í gær saman fyrir utan miðstöð Kúrda þar sem þrjár konur fundust myrtar í fyrrinótt. Innanríkisráðherra Frakka segir konurnar hafa verið teknar af lífi. Daginn áður höfðu Tyrkir gert friðarsamning við Kúrda.

Þúsundir sýna Hugo Chavez stuðning

Þúsundir stuðningsmanna Hugos Chavez, forseta Venesúela, komu saman fyrir utan forsetahöllina í Caracas í gær til að sýna stuðning sinn við forsetann.

Segja skrif kynda undir andúð

Ágúst og Lýður Guðmundssynir, Bakkabræður, hafa stefnt Inga Frey Vilhjálmssyni, fréttastjóra DV, og eigendum blaðsins fyrir meiðandi ummæli. Þeir vilja meina að tilgangur Inga Freys með skrifum sínum um rekstur bræðranna, meðal annars Bakkavör Holding, hafi verið að „kynda undir andúð í garð þeirra [Lýðs og Ágústs] vegna þátttöku þeirra í atvinnurekstri og atvinnuuppbyggingu hér á landi, einkum eftir einkavæðingu ríkisbankanna tveggja,“ eins og segir í stefnunni.

Kjötlím er ekki notað hérlendis

Kjötlím er ekki notað í matvælaframleiðslu hér á landi að því er Kjartan Hreinsson, sérgreinadýralæknir á sviði matvælaöryggis og neytendamála hjá Matvælastofnun, best veit.

Lovestar Andra Snæs tilnefnd

Bókin Lovestar eftir Andra Snæ Magnason hefur verið tilnefnd í Bandaríkjunum til verðlauna sem kennd eru við Philip K. Dick. Þetta kemur fram á vefsíðu Forlagsins. Um ein helstu vísindaskáldsagnaverðlaunin þar í landi er að ræða, en Dick er einn þekktasti og áhrifamesti höfundur vísindaskáldsagna í heiminum.

Þekktur barnaníðingur enn í haldi á Selfossi

Þekktur barnaníðingur, Gunnar Jakobsson, sem lögreglan í Árnessýslu handtók í gær, er enn í vörslu lögreglu, en ekki liggur fyrir hvort krafist verður gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir honum.

Ung stúlka slasaðist á spilakvöldi

Ung stúlka slasaðist þegar hún féll innandyra í grunnskólanum í Hveragerði í gærkvöldi og fékk þungt höfuðhögg. Hún var flutt með sjúkrabíl á slysadeild Landsspítalans.

Komu í veg fyrir blóðbað í skóla í Kaliforníu

Kennara og starfsmanni menntaskóla í bænum Taft í Kaliforníu tókst að koma í veg fyrir blóðbað þegar 16 ára nemandi í skólanum réðist þar inn vopnaður haglabyssu skaut einn bekkjarfélaga sinn í gær.

Sjá næstu 50 fréttir