Fleiri fréttir

Hleypir nýju blóði í áformin

Reikna má með að aðkoma norskra sérfræðinga að nýsköpun og uppbyggingu vísindagarða hleypi nýju blóði í áform um uppbyggingu vísindagarða hér á landi, segir Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmdastjóri Klaks, nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins.

Golden Globe: Spielberg kom, sá og sigraði

Óhætt er að segja að leikstjórinn Steven Spielberg hafi komið, séð og sigrað þegar tilnefningarnar til Golden Globe verðlaunanna voru kynntar í gærkvöldi.

Tvö útköll hjá slökkviliðinu

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að húsi við Aðalstræti upp úr klukkan tvö í nótt vegna vatnsleka.

Óska eftir fundi um rammaáætlun

Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og samgöngunefnd og í atvinnuveganefnd Alþingis, tóku seint í gærkvöldi eindregið undir óskir fulltrúa Framsóknarflokksins í nefndunum frá því í gær.

Litvinenko var njósnari á mála hjá MI6

Í nýrri skýrslu breskra yfirvalda um morðið á fyrrum KGB njósnaranum Alexander Litvinenko kemur fram að Rússinn var starfsmaður bresku leyniþjónustunnar M16.

Danska konungsfjölskyldan breytir jólahefð sinni

Danska konungsfjölskyldan mun breyta áratugalangri hefð við jólahald sitt í ár. Fjölskyldan hefur yfirleitt öll saman haldið jólin í Marselisborgarhöll við Árósafjörð og sótt jólaguðsþjónustu í dómkirkjunni í Árósum.

Fæddi strák 12.12.12 og bróðurinn 09.09.09

Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir Owen eignaðist dreng í fyrradag. Hann er því fæddur 12.12.12. Hún átti fyrir dreng sem er fæddur 09.09.09. Þetta er ótrúleg tilviljun, segir Guðrún Sólveig. Maðurinn hennar missti því miður af fæðingunni.

Fimm aðstoða vegna Palestínu

Fimm íslenskir sérfræðingar starfa nú í Mið-Austurlöndum hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna sem veita Palestínumönnum aðstoð.

ASÍ og SA ræða um kaupmátt

Forysta ASÍ hefur ekki tekið ákvörðun um uppsögn kjarasamninga í janúar. Þetta segir Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, í samtali við Fréttablaðið. Framhaldið velti á því hvort náist saman með atvinnurekendum um aðgerðir til kaupmáttareflingar. Forvígismenn stjórnarinnar vísa ásökunum ASÍ á bug.

Borgin og OR fjalla um 950 milljóna kaup

Borgarráð samþykkti í gær að vísa tillögu um kaup Reykjavíkurborgar á Perlunni af Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til afgreiðslu borgarstjórnar á þriðjudag. Sama tillaga liggur fyrir stjórnarfundi OR í dag. Kaupverðið er 950 milljónir króna.

Þrjár stofnanir fá 1,8 milljarða króna

Alls munu 1,8 milljarðar króna renna til verkefna á Íslandi á næsta ári í tengslum við landsáætlun IPA, styrkjakerfis ESB en tillögur Íslands í þeim efnum voru nýlega samþykktar af aðildarríkjum ESB.

Borgar milljarða sekt

Breski bankinn HSBC hefur fallist á að greiða bandarískum stjórnvöldum 1,9 milljarða dala, eða ríflega 240 milljarða króna, til að komast hjá réttarhöldum vegna ásakana um peningaþvætti. Þetta er hæsta sekt sem banki hefur nokkru sinni greitt.

Elísabet skoðar gullið

Elísabet Bretadrottning og Filippus maður hennar fengu að skoða gullforða breska seðlabankans í gær, djúpt í neðanjarðarhirslum bankans.

Fjórir ákærðir fyrir umboðssvik

Þrír fyrrum stjórnendur Glitnis og fyrrum stjórnarformaður aðaleiganda bankans hafa verið kærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Málið snýst um sex milljarða króna lánveitingu til kaupa á Aurum Holding.

NATO telur fall Assads í nánd

„Því miður er ekki hægt að útiloka sigur stjórnarandstöðunnar,“ sagði Mikhaíl Bogdanov, einn af aðstoðarutanríkisráðherrum Rússlands, á fundi með rússneskri ráðgjafarnefnd um ástandið í Sýrlandi í gær.

Aðgerðum á strandstað frestað

Aðgerðum á strandstað í Hvammsvík í Hvalfirði hefur verið frestað til morguns. Ekki tókst að losa fiskibátinn Kára, sem er 12 tonn og 13 metra langur, á flóði í kvöld þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Síld veður á land í Kolgrafafirði

Gríðarlegt magn af síld hefur synt á land og drepist í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi í dag. Sjónarvottar segja að magn dauðrar síldar sé nú talið vera að minnsta kosti nokkur hundruð tonn.

"Ég hef aldrei séð annað eins"

"Ég hef aldrei séð annað eins," segir Ómar Sigurðsson sem var á ferð við Eyrarbakka nú í kvöld. Þar sá hann hvert stjörnuhrapið á fætur öðru.

Norofaraldur - Sóttvarnalæknir situr fyrir svörum

Noroveiran geisar nú í Bretland. Talið er að um 750 þúsund manns hafi sýkst af veirunni. Haraldur Briem, sóttvarnalæknir, ræddi um pestina í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Stofnun "Petoro Iceland" lögð fyrir Stórþingið

Tillaga sem heimilar norska ríkinu að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu var lögð fram í norska Stórþinginu í dag. Hún er hluti breytingartillögu við fjáraukalög Noregs vegna ársins 2012, sem fjárlaganefnd Stórþingsins flytur. Þar er óskað eftir heimild til handa olíu- og orkumálaráðuneytinu, fyrir hönd norska ríkisins, til að "taka þátt í og undirbúa þátttöku í olíustarfsemi í íslenskri lögsögu".

"Hér var um að ræða áhugamannafélag um spil“

Spilavítið sem lögreglan lokaði í fyrradag auglýsti starfsemi sína víða á netinu og innheimti samkvæmt þeim svokallað pottagjald fyrir pókerspil. Lögmaður eins af sakborningunum í málinu segir enga ólöglega starfsemi hafa átt sér stað í húsnæðinu heldur einungis spilamennska áhugamanna fjármögnuð með frjálsum framlögum.

Bátur strandaði í Hvalfirði

Björgunarsveitir voru kallaðir út á sjöunda tímanum í kvöld vegna 12 tonna báts sem strandaður er í Hvammsvík í Hvalfirði. Samkvæmt upplýsingum Landsbjörgu eru björgunarskip frá Reykjavík og björgunarbátar af Kjalarnesi og Akranesi nú á leið á staðinn.

Sakar ríkisstjórnina um svikin loforð

Forseti Alþýðusambandsins segir tilgangslaust eiga frekari viðræður við ríkisstjórnina í tengslum við endurskoðun kjarasamninga. Stjórnvöld hafi margbrotið gefin loforð og eina rétta í stöðunni sé að þreyja þorrann fram að næstu kosningum.

Kannast ekki við vanefndir

Formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa lýst yfir undrun sinni og vonbrigðum með fullyrðingar sem birtust í auglýsingu ASÍ í fréttablaðinu í dag. Þar var því haldið fram að ríkisstjórnin hefði ekki staðið við yfirlýsingu sem gefin sem var út samhliða kjarasamningum í maí árið 2011.

Niðurstaðan jákvæð og mikil hvatning

Meirihluti þeirra sem styðja Samfylkinguna segist í skoðanakönnun styðja Árna Pál Árnason til formennsku í flokknum, en meirihluti svarenda úr öllum flokkum til samans, styður Guðbjart Hannesson.

Hæstiréttur þyngir dóm yfir síbrotamanni

Hæstiréttur Íslands þyngdi í dag dóm Héraðsdóm Suðurlands yfir Ívari Aron Hill Ævarssyni en hann var upphaflega dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir nytjastuld, gripdeild, þjófnað og fleira. Hæstiréttur bætti 14 mánuðum við dóminn. Þá var Ívar einnig sviptur ökuréttindum ævilangt.

Á skilorði fyrir þjófnaði

Tæplegar þrítugur karlmaður var dæmsdur í 45 daga skilorsðbundið fangelsi fyrir smáþjófnaði Í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Maðurinn stal meðal annars snyrtivörum og kjötmeti en brotaferill hans nær aftur til ársins 2003.

Formannsframbjóðendur vilja allsherjaratkvæðagreiðslu

Guðbjartur Hannesson og Árni Páll Árnason, sem báðir bjóða sig fram til formennsku í Samfylkingunni, hafa sammælst um það að krefjast þess að formannskosningin fari fram með póstkosningu. Þeir sammæltust einnig um það að safna undirskriftum saman þannig að krafa um póstkosningu yrði samþykkt. Alls þarf 150 undirskriftir til að fá kröfuna samþykkta. Fulltrúi Guðbjarts Hannessonar skilaði formlegu framboði í dag, en frestur til þess rennur út á mánudaginn.

Flestir treysta Landhelgisgæslunni

Landhelgisgæslan er sú stofnun á sviði réttarfars og dómstóla sem nýtur mest trausts í samfélaginu, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar MMR. Traust til allra stofnana sem könnunin nær til hefur aukist frá síðustu mælingu, sem gerð var í febrúar 2011.

Fjórir 17 ára piltar handteknir af Selfosslögreglunni

Síðdegis í gær handtóku lögreglumenn á vakt á Selfossi þrjá pilta vegna gruns um þjófnað á bifreið í Þorlákshöfn aðfaranótt þriðjudags. Bifreiðin, sem er af Toyota Corolla gerð fannst síðar um daginn stórskemmd í grjótnámu við Þorlákshöfn. Af ummerkjum í námunni var ljóst að bifreiðinni hafði verið ekið fram og aftur yfir og á grjót og hún síðan nánast tætt í sundur. Lögreglumenn á dagvakt fór í að kanna málið sem leiddi til þess að síðdegis í gær handtóku þeir þrjá 17 ára pilta.

Dæmdur til þess að greiða 38 milljónir

Fertugur karlmaður var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi og til þess að greiða ríkinu hátt í fjörutíu milljónir í Héraðsdómi Suðurlands í dag.

Falleg stund á Lúsíuhátíð

Það var mjög hátíðleg og falleg stund í Norræna húsinu í morgun þegar Lúsíuhátíð var haldin fyrir fullt hús gesta. Sænski sendiherrann á Íslandi bauð kollegum sínum hér á landi að koma og hlýða á söng. Sjötti bekkur Þórdísar Ívarsdóttur í Melaskóla kom ásamt foreldrum. Þá var fjöldi annarra gesta viðstaddur.

Ólíklegt að Jón Gnarr komist inn á þing

"Ég myndi segja að Jón Gnarr hafi góðan hljómgrunn en það er frekar ólíklegt að hann komist inn á þing í ljósi sögunnar,“ segir Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur.

Ekki nógu greindarskertur fyrir skilorðsbundinn dóm

Karlmaður með þroskahömlun var dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir að hafa haft undir höndum hátt í þúsund kannabisplöntur auk þess að hafa um kíló af kannabislaufum sem fundust í skemmu í Sandgerði í ágúst árið 2011.

Ódýrast að kaupa jólamatinn í Bónus

Bónus var oftast með lægsta verðið þegar Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á jólamat í sjö matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri síðastliðinn þriðjudag.

Toppslagur í Stykkishólmi – spilað um montréttinn í Reykjanesbæ

Heil umferð fer fram í Dominos-deild karla í kvöld í körfuknattleik og er þetta síðasta umferðin fyrir jólafrí. Keppni hefst á ný 4. janúar. Þrjú lið eru efst og jöfn með 14 stig að loknum 9 leikjum, Þór Þ., Grindavík og Snæfell hafa öll unnið sjö leiki og tapað tveimur.

Sjá næstu 50 fréttir