Innlent

Aðgerðum á strandstað frestað

Aðgerðum á strandstað í Hvammsvík í Hvalfirði hefur verið frestað til morguns. Ekki tókst að losa fiskibátinn Kára, sem er 12 tonn og 13 metra langur, á flóði í kvöld þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Björgunarskip frá Reykjavík og björgunarbátar frá Kjalarnesi og Akranesi reyndu að draga bátinn á flot í kvöld en aðstoðarbeiðni barst frá Kára klukkan 18:12 í kvöld.

Tveir skipverjar voru um borð í Kára en samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu var ekki talin hætta á ferðum. Veður á strandstað var ágætt.

Bíða þarf til næsta háflóðs á sjöunda tímanum í fyrramálið uns unnt verður að reyna að nýju. Þá reistar björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Ásgrímur S. Björnsson, þess að draga bátinn á flot. Björgunarsveit mun standa vakt í landi við strandstað í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×