Innlent

Hleypir nýju blóði í áformin

Háskóli Íslands hefur stofnað félag sem á að reisa vísindagarða í Vatnsmýrinni, og hefur félagið þegar fengið lóð fyrir bygginguna.
Háskóli Íslands hefur stofnað félag sem á að reisa vísindagarða í Vatnsmýrinni, og hefur félagið þegar fengið lóð fyrir bygginguna. Fréttablaðið/Stefán
Reikna má með að aðkoma norskra sérfræðinga að nýsköpun og uppbyggingu vísindagarða hleypi nýju blóði í áform um uppbyggingu vísindagarða hér á landi, segir Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmdastjóri Klaks, nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins.

Klak hefur samið við Iðnþróunarfélag Noregs (SIVA) um uppbyggingu hér á landi. Eyþór segir að til að byrja með muni sérþekking sem sé til staðar innan SIVA skipta miklu. SIVA hefur byggt upp níu vísindagarða í Noregi.

„Fyrstu skrefin verða að byggja upp þetta samstarf við Norðmennina og ákveða hvernig við munum vinna þetta,“ segir Eyþór. SIVA mun fá leiðandi sérfræðinga í nýsköpun til að verða Íslendingum innan handar við að móta hugmyndir um nýsköpunarsetur og vísindagarða, auk leiða til að fjármagna verkefnin.

Bæði Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík hafa skoðað möguleika á uppbyggingu vísindagarða en vinnan er lengra komin innan Háskóla Íslands, segir Eyþór. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×