Innlent

Báturinn Kári losnaði af strandstað í morgun

Báturinn Kári AK, sem strandaði við Hvammsvík í Hvalfirði upp úr klukkan sex í gærkvöldi, losnaði af strandstað laust fyrir klukkan sex í morgun.

Bátnum nú siglt fyrir eign vélarafli áleiðis til Reykjavíkur í fylgd björgunarskips Landsbjargar, sem ætlaði að draga hann á flot á háflóðinu í morgunsárið.

Tveir menn vrou um borð þegar báturinn strandaði og sakaði þá ekki. Björgunarskip reyndi að ná bátnum á flot á flóðinu í gærkvöldi, en það tókst ekki. Kári er 12 tonna stálbátur og er notaður sem þjónusutbátur við kræklingaeldi í Hvalfirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×