"Ég er með sjúkdóm sem heitir geðhvarfasýki" - Högni í opinskáu viðtali 13. desember 2012 22:40 Högni Egilsson Mynd/Stefán Karlsson „Ég er með sjúkdóm sem heitir geðhvarfasýki," segir Högni Egilsson, tónlistarmaður og söngvari hljómsveitarinnar Hjaltalín. „Þetta er sjúkdómur sem ég greindist með í byrjun sumars og hef verið að kljást við í gegnum sumarið."Högni greinir frá sjúkdómi sínum, erfiðum bata og tónlistarsköpun sinni, í opinskáu viðtali í Fréttatímanum. Hann lýsir veikindum sínum á þessa leið: „Ég fer í maníur, örlyndi og það tekur mig á flug á staði þar sem ég er ekki í sambandi við umhverfið. Heldur er sem ég sé dreginn inn í heim hugsana og fótunum kippt undan mér. Ég svíf svo um í draumaheimi. Þegar ég er á þessum stað finnst mér eins og allir séu geðveikir nema ég því enginn skilur." Hann segir viðbrögð fólks við veikindunum hafa komið sér á óvart. „Það er svo magnað hvernig það er auðveldara að afskrifa hegðun mína á eitthvað utanaðkomandi, eins og eiturlyf eða áfengi," segir Högni. Mikið hefur verið rætt um hegðun hans á síðustu misserum en líf hans tók stakkaskiptum þegar sjúkdómseinkennin fóru að gera vart við sig síðasta sumar. Um tíma var hann vistaður á geðdeild. Nú reynir hann að nýta þessa reynslu og beina henni í gegnum tónlistarsköpun sína. Nýjasta plata Hjaltalín, Enter 4, ber vitni um það en hljómplatan er liður í bataferli Högna. Þannig er Enter 4 hluti af uppgjöri hans og hljómsveitarinnar við sig. Þá segist Högni hafa skapað fallegustu tónlist ferils síns í veikindunum. „Það er eins og ákveðin feimni einkenni allt sem viðkemur andlegri líðan," segir Högni. „Einmitt þess vegna hef ég ákveðið að stíga út úr skápnum með þetta. Mig langar einfaldlega að opna augu fólks fyrir geðsjúkdómum og hve algengir þeir eru. Svo gjörið svo vel, ég heiti Högni Egilsson og ég er með geðhvarfasýki. Ég er andlega veikur." „Það er einlæg von um mín að samfélagið opni sig meira fyrir þeim sem eru frábrugðnir," segir Högni að lokum. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
„Ég er með sjúkdóm sem heitir geðhvarfasýki," segir Högni Egilsson, tónlistarmaður og söngvari hljómsveitarinnar Hjaltalín. „Þetta er sjúkdómur sem ég greindist með í byrjun sumars og hef verið að kljást við í gegnum sumarið."Högni greinir frá sjúkdómi sínum, erfiðum bata og tónlistarsköpun sinni, í opinskáu viðtali í Fréttatímanum. Hann lýsir veikindum sínum á þessa leið: „Ég fer í maníur, örlyndi og það tekur mig á flug á staði þar sem ég er ekki í sambandi við umhverfið. Heldur er sem ég sé dreginn inn í heim hugsana og fótunum kippt undan mér. Ég svíf svo um í draumaheimi. Þegar ég er á þessum stað finnst mér eins og allir séu geðveikir nema ég því enginn skilur." Hann segir viðbrögð fólks við veikindunum hafa komið sér á óvart. „Það er svo magnað hvernig það er auðveldara að afskrifa hegðun mína á eitthvað utanaðkomandi, eins og eiturlyf eða áfengi," segir Högni. Mikið hefur verið rætt um hegðun hans á síðustu misserum en líf hans tók stakkaskiptum þegar sjúkdómseinkennin fóru að gera vart við sig síðasta sumar. Um tíma var hann vistaður á geðdeild. Nú reynir hann að nýta þessa reynslu og beina henni í gegnum tónlistarsköpun sína. Nýjasta plata Hjaltalín, Enter 4, ber vitni um það en hljómplatan er liður í bataferli Högna. Þannig er Enter 4 hluti af uppgjöri hans og hljómsveitarinnar við sig. Þá segist Högni hafa skapað fallegustu tónlist ferils síns í veikindunum. „Það er eins og ákveðin feimni einkenni allt sem viðkemur andlegri líðan," segir Högni. „Einmitt þess vegna hef ég ákveðið að stíga út úr skápnum með þetta. Mig langar einfaldlega að opna augu fólks fyrir geðsjúkdómum og hve algengir þeir eru. Svo gjörið svo vel, ég heiti Högni Egilsson og ég er með geðhvarfasýki. Ég er andlega veikur." „Það er einlæg von um mín að samfélagið opni sig meira fyrir þeim sem eru frábrugðnir," segir Högni að lokum.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira