Innlent

Óska eftir fundi um rammaáætlun

Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og samgöngunefnd og í atvinnuveganefnd Alþingis, tóku seint í gærkvöldi eindregið undir óskir fulltrúa Framsóknarflokksins í nefndunum frá því í gær.

Þeir óska þess að þegar verði boðað til sameiginlegs fundar í dag, vegna yfirlýsinga Alþýðusambandsins um afgreiðslu rammaáætlunar.

Óskað er eftir að fulltrúar ASÍ og atvinnulífsins komi á fundinn og vilja Sjálfstæðismennirnir að fundurinn verði opinn. Fulltrúar beggja flokka vilja að hann verði haldinn áður en umræða um rammaáætlun heldur áfram, en það stendur til klukkan hálf ellefu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×