Innlent

Norofaraldur - Sóttvarnalæknir situr fyrir svörum

Noroveiran geisar nú í Bretland. Talið er að um 750 þúsund manns hafi sýkst af veirunni. Haraldur Briem, sóttvarnalæknir, ræddi um pestina í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Haraldur segir að Noroveiran sé í raun nákvæmlega sama veiki og gamla góða ælupestin. „Það eru ekki svo mörg ár síðan þessi veira uppgötvaðist og fékk þetta nafn."

En hvað á að gera þegar maður veikist af pest eins og Noroveirunni?

„Það besta sem maður gerir í stöðunni er að halda sig heima og taka því rólega. Fara ekki í vinnu eða skóla fyrr en einkennin eru horfin. Þetta er grundvallarreglan," segir Haraldur.

„Þessi veira smitast með uppköstum og hósta ásamt niðurgangi, saurnum. Þannig að hún fer upp og niður. Þvi verða menn að stunda handþvott og gæta þess að hósta ekki í kringum fólk."

Haraldur segir að Noroveiran sé ósvipuð öðrum veirum að því leitinu til að sýktur eintaklingur smitar ekki aðra fyrr en einkennin hafa blossað upp. „Það tekur tvo daga eða svo að fá fyrstu einkenni," segir Haraldur.

„Því miður er ekkert bóluefni til veirunni," segir Haraldur að lokum.

Hægt er að hlusta á áhugavert viðtal við Harald hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×