Innlent

Tvö útköll hjá slökkviliðinu

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að húsi við Aðalstræti upp úr klukkan tvö í nótt vegna vatnsleka.

Þar hafði slaga að þvottavél í íbúð á fimmtu hæð rofnað, og hafði lítilsháttar vatn lekið niður tvær næstu hæðir, en töluvert um íbúðina sjálfa. Slökkviliðsmenn stöðvuðu lekann og hreinsuðu upp vatnið.

Áður hafði liðið verið kallað að húsi við Ásbúð í Garðabæ, þar sem reyk lagði um, en engin eldur hafði kviknað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×