Innlent

ASÍ og SA ræða um kaupmátt

Gylfi ARnbjörnsson
Gylfi ARnbjörnsson
Forysta ASÍ hefur ekki tekið ákvörðun um uppsögn kjarasamninga í janúar. Þetta segir Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, í samtali við Fréttablaðið. Framhaldið velti á því hvort náist saman með atvinnurekendum um aðgerðir til kaupmáttareflingar. Forvígismenn stjórnarinnar vísa ásökunum ASÍ á bug.

ASÍ birti í gær blaðaauglýsingu þar sem stjórnvöld voru sökuð, í átta liðum, um vanefndir á fyrirheitum í tengslum við kjarasamninga. „Það er ljóst af okkar hálfu að um alvarlegan forsendubrest er að ræða gagnvart stjórnvöldum og atvinnurekendum,“ segir Gylfi og segir ekki líklegt til árangurs að eiga frekari samskipti við ríkisstjórnina.

„Endurskoðun samninganna mun snúast um kaupmátt okkar félagsmanna og við munum reyna að ná saman með okkar viðsemjendum um það, þar sem verðbólga er niðurstaða ákvarðana fyrirtækja og sveitarfélaga um að hækka verð á vörum og þjónustu.“

Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, segir sjálfsagt að ræða við ASÍ um kaupmáttareflingu með þessum formerkjum.

„Það er útilokað að fara út í frekari launahækkanir, en ef hægt er að ná saman um kaupmáttaraukningu með öðrum hætti erum við tilbúin að skoða það.“

Forustumenn stjórnarinnar vísa ásökunum ASÍ á bug og lýsa yfir undrun og vonbrigðum.

„Ekkert þeirra átta efnisatriða sem þar eru tíunduð sem vanefndir ríkisstjórnarinnar á við rök að styðjast,“ segir í yfirlýsingu. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×