Stofnun "Petoro Iceland" lögð fyrir Stórþingið Kristján Már Unnarsson skrifar 13. desember 2012 19:26 Stórþingið í Osló. Búist er við að atkvæði verði greidd fyrir jól um þátttöku í olíuleit í lögsögu Íslands. Tillaga sem heimilar norska ríkinu að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu var lögð fram í norska Stórþinginu í dag. Hún er hluti breytingartillögu við fjáraukalög Noregs vegna ársins 2012, sem fjárlaganefnd Stórþingsins flytur. Þar er óskað eftir heimild til handa olíu- og orkumálaráðuneytinu, fyrir hönd norska ríkisins, til að „taka þátt í og undirbúa þátttöku í olíustarfsemi í íslenskri lögsögu". Lagt er til að stofnað verði sérstakt félag, „Petoro Iceland AS", í þessu skyni. Stofnfé verði 2 milljónir norskra króna, um 45 milljónir íslenskra króna. Það verði norskt félag og dótturfélag ríkisolíufélagsins Petoro, með útibú á Íslandi, og verði rétthafi sérleyfa og þátttakandi í samstarfi á íslensku landgrunni. Félaginu verða heimiluð allt að 20 milljóna króna útgjöld, 450 milljónir íslenskra króna, til að mæta kostnaði sem fellur til á árinu 2012 vegna sérleyfa eða ferðalaga í tengslum við þátttöku í olíustarfsemi á landgrunni Íslands. Þá er lagt til að móðurfélagið Petoro beri ótakmarkaða ábyrgð gagnvart íslenskum stjórnvöldum á skuldbindingum sem dótturfélagið stofnar til sem rétthafi sérleyfanna á Íslandi. Norðmenn tilkynntu íslenskum stjórnvöldum fyrir tíu dögum að þau ætluðu að taka þátt í olíuleitinni á Drekasvæðinu. Það er í samræmi við Jan Mayen-samkomulag Íslands og Noregs, frá árinu 1981, sem felur í sér að Norðmenn hafa rétt á allt að 25% þátttöku í sérleyfum á hluta svæðisins. Ríkisstjórn Noregs samþykkti þátttökuna á ríkisstjórnarfundi þann 30. nóvember með fyrirvara um fjárveitingar Stórþingsins. Búist er við að þingið greiði atkvæði um tillöguna fyrir jól. Verði hún samþykkt mun Orkustofnun í framhaldinu gefa út fyrstu olíuvinnslusérleyfin með formlegum hætti; annars vegar til Faroe Petroleum, Íslensks Kolvetnis og Petoro Iceland, og hins vegar til Valiant Petroleum, Kolvetnis og Petoro Iceland. Tengdar fréttir Leyfisveiting á Drekasvæðinu vekur athygli olíuheimsins Tilkynning íslenskra stjórnvalda um veitingu sérleyfa til olíuvinnslu á Drekasvæðinu hefur vakið athygli fjölmiðla í Bretlandi og helstu vefmiðla í olíugeiranum. Netmiðill breska útvarpsins, BBC, og skoski miðillinn The Scotsman, eru meðal þeirra sem birt hafa frétt um málið, en einnig viðskipta- og olíufréttamiðlar eins og World-Oil, Natural Gas Europe og Offshore Magazine. 5. desember 2012 17:44 Ríkisolíufélagið Petoro tekur þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu Orkustofnun hefur ákveðið að veita félögunum Faroe Petroleum Norge AS og Íslensku Kolvetni ehf. annars vegar og Valiant Petroleum ehf. og Kolvetni ehf. hins vegar, sérleyfi fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíu og gass) á Drekasvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 3. desember 2012 11:45 Aðild Norðmanna sýnir að þeir hafa trú á olíu á Drekasvæðinu Ákvörðun norskra stjórnvalda að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu er fagnað af væntanlegum leyfishöfum, sem segja þetta skilaboð til olíufélaga heims um að mikils sé að vænta. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segir að fengur sé að fá Noreg með í verkefnið. Það er í samræmi við samkomulag um gagnkvæman 25 prósenta rétt á afmörkuðu svæði sem norsk stjórnvöld tilnefndu í morgun Petoro til þátttöku en félagið er að öllu leyti í eigu norska ríkisins og var áður hluti af Statoil. 3. desember 2012 18:36 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Tillaga sem heimilar norska ríkinu að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu var lögð fram í norska Stórþinginu í dag. Hún er hluti breytingartillögu við fjáraukalög Noregs vegna ársins 2012, sem fjárlaganefnd Stórþingsins flytur. Þar er óskað eftir heimild til handa olíu- og orkumálaráðuneytinu, fyrir hönd norska ríkisins, til að „taka þátt í og undirbúa þátttöku í olíustarfsemi í íslenskri lögsögu". Lagt er til að stofnað verði sérstakt félag, „Petoro Iceland AS", í þessu skyni. Stofnfé verði 2 milljónir norskra króna, um 45 milljónir íslenskra króna. Það verði norskt félag og dótturfélag ríkisolíufélagsins Petoro, með útibú á Íslandi, og verði rétthafi sérleyfa og þátttakandi í samstarfi á íslensku landgrunni. Félaginu verða heimiluð allt að 20 milljóna króna útgjöld, 450 milljónir íslenskra króna, til að mæta kostnaði sem fellur til á árinu 2012 vegna sérleyfa eða ferðalaga í tengslum við þátttöku í olíustarfsemi á landgrunni Íslands. Þá er lagt til að móðurfélagið Petoro beri ótakmarkaða ábyrgð gagnvart íslenskum stjórnvöldum á skuldbindingum sem dótturfélagið stofnar til sem rétthafi sérleyfanna á Íslandi. Norðmenn tilkynntu íslenskum stjórnvöldum fyrir tíu dögum að þau ætluðu að taka þátt í olíuleitinni á Drekasvæðinu. Það er í samræmi við Jan Mayen-samkomulag Íslands og Noregs, frá árinu 1981, sem felur í sér að Norðmenn hafa rétt á allt að 25% þátttöku í sérleyfum á hluta svæðisins. Ríkisstjórn Noregs samþykkti þátttökuna á ríkisstjórnarfundi þann 30. nóvember með fyrirvara um fjárveitingar Stórþingsins. Búist er við að þingið greiði atkvæði um tillöguna fyrir jól. Verði hún samþykkt mun Orkustofnun í framhaldinu gefa út fyrstu olíuvinnslusérleyfin með formlegum hætti; annars vegar til Faroe Petroleum, Íslensks Kolvetnis og Petoro Iceland, og hins vegar til Valiant Petroleum, Kolvetnis og Petoro Iceland.
Tengdar fréttir Leyfisveiting á Drekasvæðinu vekur athygli olíuheimsins Tilkynning íslenskra stjórnvalda um veitingu sérleyfa til olíuvinnslu á Drekasvæðinu hefur vakið athygli fjölmiðla í Bretlandi og helstu vefmiðla í olíugeiranum. Netmiðill breska útvarpsins, BBC, og skoski miðillinn The Scotsman, eru meðal þeirra sem birt hafa frétt um málið, en einnig viðskipta- og olíufréttamiðlar eins og World-Oil, Natural Gas Europe og Offshore Magazine. 5. desember 2012 17:44 Ríkisolíufélagið Petoro tekur þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu Orkustofnun hefur ákveðið að veita félögunum Faroe Petroleum Norge AS og Íslensku Kolvetni ehf. annars vegar og Valiant Petroleum ehf. og Kolvetni ehf. hins vegar, sérleyfi fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíu og gass) á Drekasvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 3. desember 2012 11:45 Aðild Norðmanna sýnir að þeir hafa trú á olíu á Drekasvæðinu Ákvörðun norskra stjórnvalda að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu er fagnað af væntanlegum leyfishöfum, sem segja þetta skilaboð til olíufélaga heims um að mikils sé að vænta. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segir að fengur sé að fá Noreg með í verkefnið. Það er í samræmi við samkomulag um gagnkvæman 25 prósenta rétt á afmörkuðu svæði sem norsk stjórnvöld tilnefndu í morgun Petoro til þátttöku en félagið er að öllu leyti í eigu norska ríkisins og var áður hluti af Statoil. 3. desember 2012 18:36 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Leyfisveiting á Drekasvæðinu vekur athygli olíuheimsins Tilkynning íslenskra stjórnvalda um veitingu sérleyfa til olíuvinnslu á Drekasvæðinu hefur vakið athygli fjölmiðla í Bretlandi og helstu vefmiðla í olíugeiranum. Netmiðill breska útvarpsins, BBC, og skoski miðillinn The Scotsman, eru meðal þeirra sem birt hafa frétt um málið, en einnig viðskipta- og olíufréttamiðlar eins og World-Oil, Natural Gas Europe og Offshore Magazine. 5. desember 2012 17:44
Ríkisolíufélagið Petoro tekur þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu Orkustofnun hefur ákveðið að veita félögunum Faroe Petroleum Norge AS og Íslensku Kolvetni ehf. annars vegar og Valiant Petroleum ehf. og Kolvetni ehf. hins vegar, sérleyfi fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíu og gass) á Drekasvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 3. desember 2012 11:45
Aðild Norðmanna sýnir að þeir hafa trú á olíu á Drekasvæðinu Ákvörðun norskra stjórnvalda að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu er fagnað af væntanlegum leyfishöfum, sem segja þetta skilaboð til olíufélaga heims um að mikils sé að vænta. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segir að fengur sé að fá Noreg með í verkefnið. Það er í samræmi við samkomulag um gagnkvæman 25 prósenta rétt á afmörkuðu svæði sem norsk stjórnvöld tilnefndu í morgun Petoro til þátttöku en félagið er að öllu leyti í eigu norska ríkisins og var áður hluti af Statoil. 3. desember 2012 18:36