Innlent

Ólafur Ragnar boðar stofnun olíusjóðs á Íslandi

Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands segir að Íslendingar ætli sér að setja upp olíusjóð, væntanlega að norskri fyrirmynd, ef olía finnst á Drekasvæðinu í framtíðinni.

Bloomberg fréttaveitan hefur þetta eftir Ólafi Ragnar í viðtali sem tekið var í London í vikunni.

Ólafur Ragnar segir að líta beri á olíulindir, ef þær finnast, sem þjóðareign Íslendinga og því verði olíusjóður stofnaður til að halda utan um þá eign. Þetta sé þó almenn stefna á þessu augnabliki. Fyrst eigi eftir að finna olíuna og það geti tekið nokkur ár.

Þá segir Ólafur Ragnar að löggjöf um olíuvinnslu á Íslandi muni verða á sömu nótum og norræn og evrópsk löggjöf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×