Fleiri fréttir Nauðgun kærð á Þjóðhátíð Ein nauðgun hefur verið kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir nóttina en nánari upplýsingar fást ekki hjá lögreglu þar sem rannsóknin er á viðkvæmu stigi. Yfir 20 fíkniefnamál komu upp hjá lögreglunni í Eyjum í gærkvöldi og í nótt, mest allt neysluskammtar af kannabisi og hvítu efni. 4.8.2012 09:33 Yfir 400 milljóna króna tap af rekstri Hörpu í ár Hallarekstur á Hörpu er alvarlegur og ekki útilokað að tapið lendi á skattgreiðendum segir menntamálaráðherra. Stór hluti tapsins er til kominn vegna vanáætlaðra fasteignagjalda. Ráðstefnuhaldið fer hægt í gang. 4.8.2012 08:00 Biður pönkurum vægðar Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvetur rússneska dómara til að fara mildum höndum um femínistana í pönkhljómsveitinni Pussy Riot, sem gerðu usla í helstu kirkju rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu í vor. 4.8.2012 08:00 Vilja brugga biskupabjóra Árið 2007 var Bjórsetur Íslands sett á laggirnar á Hólum í Hjaltadal og síðan þá hefur starfsemi þess vaxið fiskur um hrygg. Nú er setrið komið með vínveitingaleyfi og bruggleyfi og oft er fjölmennt á vikulegum samkundum á barnum sem hefur verið komið fyrir í húsnæði sem áður var íbúð fjósamannsins á Hólum. 4.8.2012 07:30 Simbi vinsælasta kattarheitið Kattaeigendur eru gjarnan frumlegir í nafngiftum á gæludýrin sín, en gömul og gegn kattanöfn eru enn vinsæl. Simbi er vinsælasta kattarheitið á Íslandi, en upplýsingar um nöfn katta má finna á dyraaudkenni.is. Alls heitir 121 köttur á Íslandi Simbi. 4.8.2012 07:00 Sakar fyrirtæki Nubos um sýndarmennsku í verkefnum Forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála segir fyrirætlanir á Grímsstöðum á Fjöllum ótrúverðugar. Fulltrúar minnihlutans á Akureyri vilja að bærinn dragi sig út úr félagi um kaup á jörðinni. Formaður bæjarráðs segir bæjarfélagið ekki taka á sig neinar 4.8.2012 06:30 Rekstur Landsbjargar í járnum „Við erum ekki á vonarvöl. Við eigum varasjóð sem er ágætur en ekkert gríðarlegur. Svo að þetta er í járnum,“ segir Hörður Már Harðarson, stjórnarformaður Landsbjargar, sem neyddist nýverið til að loka þjálfunaraðstöðu í Gufuskálum af fjárhagsástæðum. 4.8.2012 06:00 Notkun á 3G-neti eykst sífellt Gríðarleg aukning varð á niðurhali í gegnum 3G-net Tals í júlí í kjölfar þess að fyrirtækið lækkaði verð á þjónustunni. Viktor Ólason, forstjóri Tals, segir íslenska snjallsímanotendur vilja nota netið mikið í símum sínum og að þeir geri kröfu um að þjónustan sé ódýr. 4.8.2012 06:00 Mikilvægt að hafa góðan stuðning Annie Mist Þórisdóttir, hraustasta kona á jarðríki, kom heim í gær eftir að hafa sigrað CrossFit-leikana í Los Angeles í Bandaríkjunum annað árið í röð á dögunum. 4.8.2012 05:30 Lava valinn besti bjórinn Viðskipti Lava, Imperial Stout frá Brugghúsinu í Ölvisholti, var á dögunum valinn besti bjórinn í flokki reyktra bjórtegunda á Opna bandaríska bjórmótinu. Jón Elías Gunnlaugsson, bruggmeistari og framkvæmdastjóri í Ölvisholti, er að vonum ánægður með viðurkenninguna. „Þetta kemur Ölvisholti á kortið meðal fremstu brugghúsa í veröldinni,“ segir hann. 4.8.2012 05:30 Efast um þátttöku Akureyrar Vaxandi efasemdir eru um þátttöku Akureyrarbæjar í verkefni á Grímsstöðum. Fulltrúar minnihlutans vilja að bærinn dragi sig úr verkefninu. Bærinn hefur ekki skuldbundið sig segir formaður bæjarráðs. 4.8.2012 05:00 Háskólanemar smíðuðu kappakstursbíl frá grunni Fólk 27 manna hópur nemenda við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands tók á dögunum þátt í alþjóðlegu hönnunarkeppninni Formula Student sem fram fór á Silverstone-kappakstursbrautinni í Bretlandi. Hópurinn hefur síðustu tvö ár hannað rafknúinn kappakstursbíl en þetta var í annað sinn sem hann tekur þátt í keppninni. 4.8.2012 05:00 Heldur minna líf á fasteignamarkaði í júlí Alls 470 kaupsamningum var þinglýst við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í júlí. Heildarvelta vegna þeirra nam 13,5 milljörðum króna og var meðalupphæð á hvern kaupsamning 28,8 milljónir. 4.8.2012 05:00 „Frekar grillað“ að fara í strætó til Eyja Strætó fjölgaði aukaferðum að Landeyjahöfn í gær og fer fleiri aukaferðir frá Landeyjum á mánudag. Ferðirnar eru vel sóttar, segir þjónustufulltrúi Strætó. Allir hlökkuðu mikið til Þjóðhátíðar þegar lagt var í hann frá Mjóddinni. 4.8.2012 04:30 Deilt um vist sjúkra fanga Brýnt er að finna úrræði fyrir geðsjúka fanga, segir Páll Winkel fangelsismálastjóri en fangelsismálayfirvöld lenda oft í því að þurfa að vista geðsjúka án þess hafa aðstæður né starfsmenn til þess. 4.8.2012 04:30 Allsherjarþingið fordæmir stjórn Assads Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fordæmir Sýrlandsstjórn fyrir að beita þungavopnum á almenning og skorar á öryggisráðið að grípa til aðgerða. Ísland er meðal þeirra ríkja sem stóðu að ályktuninni, sem 133 ríki samþykktu. 4.8.2012 00:15 Raunverulegur WALL-E kætir langveik börn Verkfræðingur í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur smíðað nákvæma eftirmynd af vélmenninu WALL-E. Þetta elskulega vélmenni kætir nú hjörtu langveikra barna. 3.8.2012 23:15 Níræður stangastökkvari sló heimsmet Á meðan bestu íþróttamenn veraldar etja kappi í Lundúnum heldur hinn 90 ára gamli William Bell áfram að setja heimsmet litlum skúr í Arkansas í Bandaríkjunum. 3.8.2012 22:30 Brekkusöngnum útvarpað og textarnir á GuitarParty Stjórnendur GuitarParty.com vonast til þess að þúsundir muni nýta sér þjónustu vefsíðunnar þegar Brekkusöngurinn hefst í Vestmannaeyjum á sunnudag. 3.8.2012 22:00 Fólk að flýta sér í Herjólf - margir teknir við Landeyjahöfn Fjöldi fólks leggur nú leið sína til Vestmannaeyja. Þjóðhátið fer þar fram í 138 skipti. Gríðarlegt álag hefur verið á lögreglunni á Hvolsvelli en hún hefur fylgst grannt með stöðu mál við Landeyjahöfn. 3.8.2012 21:22 Umferðarþungi í Árborg nær hápunkti sínum Umferð um Selfoss er nú að hápunkti sínum. Stöðugur straumur fólks hefur verið um bæinn en margir leggja nú leið sína í Vestmannaeyjar þar sem þjóðhátíð fer fram. Lögreglan í Árborg hefur í nógu að snúast en Unglingalandsmót UMFÍ fer fram í bænum um helgina. Búist er við um 13 þúsund landsmótsgestum. 3.8.2012 21:04 Hvað stendur til boða um helgina? Verslunarmannahelgin er að bresta á og það ætla eflaust margir leggja land undir fót. En margt stendur til boða og erfitt getur reynst að ákveða hvert förinni er heitið. 3.8.2012 21:00 Búast við kæruflóði í Mýrarboltanum Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta fer fram á Ísafirði um helgina. Jón Páll Hreinsson, mýrarfláki (hvorki drullusokkur né skíthæll) var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Hann ræddi þar við þáttastjórnendur um mótið og þá athyglisverðu kæruhefð sem myndast hefur í kringum það. 3.8.2012 21:00 Tillaga Sivjar um forvirkar rannsóknarheimildar verður lögð fram á ný Frumvarp innanríkisráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir dagaði uppi í þinginu en allir umsagnaraðilar lögðust gegn því, þar með talin lögreglan sjálf sem sagði frumvarpið í engu bæta við gildandi heimildir. Tillaga Sivjar Friðleifsdóttur um sama mál þótti betri en var ekki samþykkt vegna málþófs. 3.8.2012 20:30 Skortur á lagaheimildum - undirheimaforingjar ganga lausir Lögreglan getur ekki aðhafst gegn nokkrum stórum undirheimaforingjum vegna skorts á lagaheimildum en mennirnir eru allir taldir stýra umfangsmikilli skipulagðri glæpastarfsemi. Lögreglan telur sig geta beitt sér með forvirkum rannsóknarheimildum, eins og eftirliti og hlerunum án þess að til staðar sé grunur um afbrot. 3.8.2012 19:45 Sveigði frá fuglum og valt Bíll valt á Ólafsfjarðarvegi í morgun. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var orsök óhappsins sú að ökumaður reyndi að sveigja hjá fuglum sem voru á veginum. 3.8.2012 18:13 Allsherjarþing fordæmir öryggisráð Fulltrúar á Allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna samþykktu í dag ályktun þar sem öryggisráðið er fordæmt fyrir að bregðast ekki við óöldinni í Sýrlandi. 3.8.2012 17:25 Jón Bjarnason: Hvers vegna þessi feluleikur? Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, blandar sér í umræðuna um Huang Nubo og Grímsstaði á fjöllum á bloggi sínu í dag. Hann segist enn styðja ákvörðun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um að synja kínverjanum um undanþágu til kaupa á Grímsstaðajörðinni. 3.8.2012 17:08 Beyoncé leiðir herferð fyrir mannúðarstarf Beyoncé verður í broddi fylkingar í herferð sem Sameinuðu Þjóðirnar hófu í dag til að hvetja fólk til að vinna að velferð annarra. Á alþjóðlega degi mannúðarstarfs, sem verður 19. ágúst, er vonast til að herferðin hafi náð til eins milljarðs manna. 3.8.2012 16:45 Vikan sem var Veðrið hefur verið Íslendingum hliðhollt í vikunni sem nú tekur brátt enda. Fólk hefur nýtt það til ýmissa athafna og hafa ljósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis fylgst með ýmsu af því sem fram fór. Þeir skelltu sér meðal annars í Gerðuberg og á Árbæjarsafn en fóru líka á landsmót á Selfossi. Smelltu hér til að sjá myndir frá liðinni viku. 3.8.2012 16:42 Fundu byssu í farangri farþega í Leifsstöð Byssa fannst í farangri farþega sem var að fara frá landinu seinni partinn í júlí. Byssan, sem reyndist síðar vera startbyssa, var í svokölluðum lestarfarangri og var taskan tekin til hliðar þegar hún fannst. Þá var haft samband við farþegann sem var kominn um borð í flugfar. 3.8.2012 16:03 Rannsaka hvort fullorðinn karlmaður hafi reynt að tæla telpur Foreldri barns í Kópavogi fullyrðir að karlmaður hafi lokkað sjö ára gamla telpu og vinkonu hennar frá Hörðuvallaskóla bak við íþróttahúsið Kórinn í gær þar sem hann sagðist ætla að gefa þeim rabbabara. Skilaboð þessa efnis ganga um á Facebook og Vísir hefur fengið staðfest að málið var tilkynnt til lögreglunnar. Þar á bæ eru menn með málið í rannsókn. 3.8.2012 15:28 Tafir byrjaðar að myndast við Selfoss Umferðin við Selfoss er farin að þyngjast og umferðartafir við Ölfusárbrú farnar að myndast. Landsmenn hugsa sér margir til hreyfings nú um helgina og fara þá fjölmargir um Selfoss á leið sinni í aðra hvora áttina. 3.8.2012 15:08 Tökur á Game of Thrones hefjast í nóvember Tökur á nýrri seríu af Game of Thrones munu hefjast um miðjan nóvember næstkomandi. Þetta staðfestir Snorri Þórisson, hjá kvikmyndaframleiðslufyrirtækinu Pegasus, í samtali við Vísi. "Þeir koma hérna í nóvember," segir Snorri. Tökurnar munu fara fram á svæði við Mývatn. 3.8.2012 15:02 Hungraðir þjóðhátíðargestir flykkjast í Krónuna "Þetta er bara geðveiki, en mjög gaman," segir Jane Yvonne Quirk, verslunarstjóri Krónunnar í Vestmannaeyjum, um starfsemina í versluninni þessa dagana. Krónan er stærsta matvöruverslun eyjanna og nú flykkjast hungraðir þjóðhátíðargestir í búðina. 3.8.2012 14:57 Fullyrt að Thor 2 verði tekin upp hér Hollywoodmyndin sem líklegt er að verði tekin upp hér á landi er myndin Thor:The Dark World. Þetta er fullyrt á kvikmyndavefnum Svarthöfða. 3.8.2012 13:51 Annie Mist segir stuðning þjóðarinnar skipta sköpum Annie Mist Þórisdóttir kom heim í dag eftir að hafa sigrað heimsmeistaramót í crossfit annað árið í röð. Hún ávarpaði aðdáendur sína í Skeifunni í dag fyrir utan húsnæði Crossfit Reykjavík. Múgur og margmenni var þar samankomið, m.a. ættingjar hennar og vinir. 3.8.2012 13:09 Mikil fækkun afbrota samhliða nýrri taktík lögreglu og auknum jöfnuði Afbrotum fækkaði verulega á síðasta ári og er breytingin samhliða lækkun á svokölluðum Gini-stuðli sem mælir ójöfnuð í skiptingu tekna. Fækkun afbrota skýrist af nýrri aðferðafræði lögreglunnar sem skilaði sér meðal annars í tilnefningu til nýsköpunarverðlauna. 3.8.2012 12:07 Óvenjuleg fyrirhyggja í vínkaupum fyrir helgina Veigamikill þáttur í tilstandi Íslendinga um verslunarmannahelgina er að drekka vín - mikið vín. Sala áfengis í vínbúðum landsins rýkur fram úr öllu valdi þannig að stundum hefur þurft að hleypa fólki inn í hollum. Venjulega er talað um að föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgina sé einn af þremur stærstu dögum ársins í vínsölu. 3.8.2012 12:06 Fjórða Hollywoodmyndin líklegast tekin á Íslandi í haust Miklar líkur eru á að fjórða Hollywood myndin verði tekin upp hér á landi í október. "Það eru sterkar líkur á því," segir Leifur Dagfinnsson, hjá True North, í samtali við Vísi. Hann segir þó ekkert hafa verið ákveðið endanlega. Þess vegna sé ekki tímabært að tjá sig um það um hvaða mynd er að ræða. 3.8.2012 11:46 Slæmt ástand á malarvegum Ástand malarvega víða um land er með lakara móti samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Ástæðan er sú að lítið hefur verið hægt að hefla vegna langvarandi þurrka. 3.8.2012 10:51 Móðir Assange óttast að sonur sinn hljóti dauðarefsingu Móðir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, fullyrðir að málatilbúnaðurinn á hendur syni sínum séu pólitískar ofsóknir. Hún hefur áhyggjur af því að hann verði dæmdur til dauða ef hann verður framseldur til Bandaríkjanna. Hún hitti forseta Ekvador á miðvikudaginn, en Assange hefur sótt um pólitískt hæli í Ekvador. 3.8.2012 10:38 Smyglari tekinn með tugi lítra af áfengi Lögreglan og tollgæslan á Vestfjörðum lagði hald á 38 lítra af sterku áfengi og 37.000 sígarettur um borð í flutningaskipi sem kom til lestunar á Bíldudal síðastliðinn miðvikudag. Varningurinn fannst við leit í skipinu og var tilbúinn til hífingar frá borði. Talið er að hann hafi átt að fara til dreifingar hér á landi. Einn skipverji var handtekinn vegna málsins. Honum var sleppt í gærkveldi að lokinni yfirheyrslu. Samkvæmt upplýsingu frá lögreglu telst málið upplýst og er það komið til ákærumeðferðar. 3.8.2012 10:20 Þyrlan sótti veikan sjómann Skipverji á íslensku togveiðiskipi var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á spítala í morgun. Um hálfsjöleytið bað skipstjórinn um samband við lækni þyrlunnar vegna sjúklings um borð og var ákveðið að maðurinn yrði sóttur. Skipstjórinn fékk jafnframt fyrirmæli um að sigla í átt að landi. Maðurinn var svo kominn í þyrluna um hálfníuleytið og var þyrlan lent í flugskýli Landhelgisgæslunnar um níuleytið þar sem sjúkrabíll tók við sjúklingnum og flutti hann á Landsspíatlann. 3.8.2012 10:18 Ný stjórnmálaöfl komin með listabókstafi Innanríkisráðuneytið hefur úthlutað þremur nýjum stjórnmálaöflum listabókstafi fyrir næstu alþingiskosningar. 3.8.2012 10:10 Sjá næstu 50 fréttir
Nauðgun kærð á Þjóðhátíð Ein nauðgun hefur verið kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir nóttina en nánari upplýsingar fást ekki hjá lögreglu þar sem rannsóknin er á viðkvæmu stigi. Yfir 20 fíkniefnamál komu upp hjá lögreglunni í Eyjum í gærkvöldi og í nótt, mest allt neysluskammtar af kannabisi og hvítu efni. 4.8.2012 09:33
Yfir 400 milljóna króna tap af rekstri Hörpu í ár Hallarekstur á Hörpu er alvarlegur og ekki útilokað að tapið lendi á skattgreiðendum segir menntamálaráðherra. Stór hluti tapsins er til kominn vegna vanáætlaðra fasteignagjalda. Ráðstefnuhaldið fer hægt í gang. 4.8.2012 08:00
Biður pönkurum vægðar Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvetur rússneska dómara til að fara mildum höndum um femínistana í pönkhljómsveitinni Pussy Riot, sem gerðu usla í helstu kirkju rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Moskvu í vor. 4.8.2012 08:00
Vilja brugga biskupabjóra Árið 2007 var Bjórsetur Íslands sett á laggirnar á Hólum í Hjaltadal og síðan þá hefur starfsemi þess vaxið fiskur um hrygg. Nú er setrið komið með vínveitingaleyfi og bruggleyfi og oft er fjölmennt á vikulegum samkundum á barnum sem hefur verið komið fyrir í húsnæði sem áður var íbúð fjósamannsins á Hólum. 4.8.2012 07:30
Simbi vinsælasta kattarheitið Kattaeigendur eru gjarnan frumlegir í nafngiftum á gæludýrin sín, en gömul og gegn kattanöfn eru enn vinsæl. Simbi er vinsælasta kattarheitið á Íslandi, en upplýsingar um nöfn katta má finna á dyraaudkenni.is. Alls heitir 121 köttur á Íslandi Simbi. 4.8.2012 07:00
Sakar fyrirtæki Nubos um sýndarmennsku í verkefnum Forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála segir fyrirætlanir á Grímsstöðum á Fjöllum ótrúverðugar. Fulltrúar minnihlutans á Akureyri vilja að bærinn dragi sig út úr félagi um kaup á jörðinni. Formaður bæjarráðs segir bæjarfélagið ekki taka á sig neinar 4.8.2012 06:30
Rekstur Landsbjargar í járnum „Við erum ekki á vonarvöl. Við eigum varasjóð sem er ágætur en ekkert gríðarlegur. Svo að þetta er í járnum,“ segir Hörður Már Harðarson, stjórnarformaður Landsbjargar, sem neyddist nýverið til að loka þjálfunaraðstöðu í Gufuskálum af fjárhagsástæðum. 4.8.2012 06:00
Notkun á 3G-neti eykst sífellt Gríðarleg aukning varð á niðurhali í gegnum 3G-net Tals í júlí í kjölfar þess að fyrirtækið lækkaði verð á þjónustunni. Viktor Ólason, forstjóri Tals, segir íslenska snjallsímanotendur vilja nota netið mikið í símum sínum og að þeir geri kröfu um að þjónustan sé ódýr. 4.8.2012 06:00
Mikilvægt að hafa góðan stuðning Annie Mist Þórisdóttir, hraustasta kona á jarðríki, kom heim í gær eftir að hafa sigrað CrossFit-leikana í Los Angeles í Bandaríkjunum annað árið í röð á dögunum. 4.8.2012 05:30
Lava valinn besti bjórinn Viðskipti Lava, Imperial Stout frá Brugghúsinu í Ölvisholti, var á dögunum valinn besti bjórinn í flokki reyktra bjórtegunda á Opna bandaríska bjórmótinu. Jón Elías Gunnlaugsson, bruggmeistari og framkvæmdastjóri í Ölvisholti, er að vonum ánægður með viðurkenninguna. „Þetta kemur Ölvisholti á kortið meðal fremstu brugghúsa í veröldinni,“ segir hann. 4.8.2012 05:30
Efast um þátttöku Akureyrar Vaxandi efasemdir eru um þátttöku Akureyrarbæjar í verkefni á Grímsstöðum. Fulltrúar minnihlutans vilja að bærinn dragi sig úr verkefninu. Bærinn hefur ekki skuldbundið sig segir formaður bæjarráðs. 4.8.2012 05:00
Háskólanemar smíðuðu kappakstursbíl frá grunni Fólk 27 manna hópur nemenda við Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands tók á dögunum þátt í alþjóðlegu hönnunarkeppninni Formula Student sem fram fór á Silverstone-kappakstursbrautinni í Bretlandi. Hópurinn hefur síðustu tvö ár hannað rafknúinn kappakstursbíl en þetta var í annað sinn sem hann tekur þátt í keppninni. 4.8.2012 05:00
Heldur minna líf á fasteignamarkaði í júlí Alls 470 kaupsamningum var þinglýst við sýslumannsembættin á höfuðborgarsvæðinu í júlí. Heildarvelta vegna þeirra nam 13,5 milljörðum króna og var meðalupphæð á hvern kaupsamning 28,8 milljónir. 4.8.2012 05:00
„Frekar grillað“ að fara í strætó til Eyja Strætó fjölgaði aukaferðum að Landeyjahöfn í gær og fer fleiri aukaferðir frá Landeyjum á mánudag. Ferðirnar eru vel sóttar, segir þjónustufulltrúi Strætó. Allir hlökkuðu mikið til Þjóðhátíðar þegar lagt var í hann frá Mjóddinni. 4.8.2012 04:30
Deilt um vist sjúkra fanga Brýnt er að finna úrræði fyrir geðsjúka fanga, segir Páll Winkel fangelsismálastjóri en fangelsismálayfirvöld lenda oft í því að þurfa að vista geðsjúka án þess hafa aðstæður né starfsmenn til þess. 4.8.2012 04:30
Allsherjarþingið fordæmir stjórn Assads Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna fordæmir Sýrlandsstjórn fyrir að beita þungavopnum á almenning og skorar á öryggisráðið að grípa til aðgerða. Ísland er meðal þeirra ríkja sem stóðu að ályktuninni, sem 133 ríki samþykktu. 4.8.2012 00:15
Raunverulegur WALL-E kætir langveik börn Verkfræðingur í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur smíðað nákvæma eftirmynd af vélmenninu WALL-E. Þetta elskulega vélmenni kætir nú hjörtu langveikra barna. 3.8.2012 23:15
Níræður stangastökkvari sló heimsmet Á meðan bestu íþróttamenn veraldar etja kappi í Lundúnum heldur hinn 90 ára gamli William Bell áfram að setja heimsmet litlum skúr í Arkansas í Bandaríkjunum. 3.8.2012 22:30
Brekkusöngnum útvarpað og textarnir á GuitarParty Stjórnendur GuitarParty.com vonast til þess að þúsundir muni nýta sér þjónustu vefsíðunnar þegar Brekkusöngurinn hefst í Vestmannaeyjum á sunnudag. 3.8.2012 22:00
Fólk að flýta sér í Herjólf - margir teknir við Landeyjahöfn Fjöldi fólks leggur nú leið sína til Vestmannaeyja. Þjóðhátið fer þar fram í 138 skipti. Gríðarlegt álag hefur verið á lögreglunni á Hvolsvelli en hún hefur fylgst grannt með stöðu mál við Landeyjahöfn. 3.8.2012 21:22
Umferðarþungi í Árborg nær hápunkti sínum Umferð um Selfoss er nú að hápunkti sínum. Stöðugur straumur fólks hefur verið um bæinn en margir leggja nú leið sína í Vestmannaeyjar þar sem þjóðhátíð fer fram. Lögreglan í Árborg hefur í nógu að snúast en Unglingalandsmót UMFÍ fer fram í bænum um helgina. Búist er við um 13 þúsund landsmótsgestum. 3.8.2012 21:04
Hvað stendur til boða um helgina? Verslunarmannahelgin er að bresta á og það ætla eflaust margir leggja land undir fót. En margt stendur til boða og erfitt getur reynst að ákveða hvert förinni er heitið. 3.8.2012 21:00
Búast við kæruflóði í Mýrarboltanum Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta fer fram á Ísafirði um helgina. Jón Páll Hreinsson, mýrarfláki (hvorki drullusokkur né skíthæll) var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Hann ræddi þar við þáttastjórnendur um mótið og þá athyglisverðu kæruhefð sem myndast hefur í kringum það. 3.8.2012 21:00
Tillaga Sivjar um forvirkar rannsóknarheimildar verður lögð fram á ný Frumvarp innanríkisráðherra um forvirkar rannsóknarheimildir dagaði uppi í þinginu en allir umsagnaraðilar lögðust gegn því, þar með talin lögreglan sjálf sem sagði frumvarpið í engu bæta við gildandi heimildir. Tillaga Sivjar Friðleifsdóttur um sama mál þótti betri en var ekki samþykkt vegna málþófs. 3.8.2012 20:30
Skortur á lagaheimildum - undirheimaforingjar ganga lausir Lögreglan getur ekki aðhafst gegn nokkrum stórum undirheimaforingjum vegna skorts á lagaheimildum en mennirnir eru allir taldir stýra umfangsmikilli skipulagðri glæpastarfsemi. Lögreglan telur sig geta beitt sér með forvirkum rannsóknarheimildum, eins og eftirliti og hlerunum án þess að til staðar sé grunur um afbrot. 3.8.2012 19:45
Sveigði frá fuglum og valt Bíll valt á Ólafsfjarðarvegi í morgun. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var orsök óhappsins sú að ökumaður reyndi að sveigja hjá fuglum sem voru á veginum. 3.8.2012 18:13
Allsherjarþing fordæmir öryggisráð Fulltrúar á Allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna samþykktu í dag ályktun þar sem öryggisráðið er fordæmt fyrir að bregðast ekki við óöldinni í Sýrlandi. 3.8.2012 17:25
Jón Bjarnason: Hvers vegna þessi feluleikur? Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, blandar sér í umræðuna um Huang Nubo og Grímsstaði á fjöllum á bloggi sínu í dag. Hann segist enn styðja ákvörðun Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um að synja kínverjanum um undanþágu til kaupa á Grímsstaðajörðinni. 3.8.2012 17:08
Beyoncé leiðir herferð fyrir mannúðarstarf Beyoncé verður í broddi fylkingar í herferð sem Sameinuðu Þjóðirnar hófu í dag til að hvetja fólk til að vinna að velferð annarra. Á alþjóðlega degi mannúðarstarfs, sem verður 19. ágúst, er vonast til að herferðin hafi náð til eins milljarðs manna. 3.8.2012 16:45
Vikan sem var Veðrið hefur verið Íslendingum hliðhollt í vikunni sem nú tekur brátt enda. Fólk hefur nýtt það til ýmissa athafna og hafa ljósmyndarar Fréttablaðsins og Vísis fylgst með ýmsu af því sem fram fór. Þeir skelltu sér meðal annars í Gerðuberg og á Árbæjarsafn en fóru líka á landsmót á Selfossi. Smelltu hér til að sjá myndir frá liðinni viku. 3.8.2012 16:42
Fundu byssu í farangri farþega í Leifsstöð Byssa fannst í farangri farþega sem var að fara frá landinu seinni partinn í júlí. Byssan, sem reyndist síðar vera startbyssa, var í svokölluðum lestarfarangri og var taskan tekin til hliðar þegar hún fannst. Þá var haft samband við farþegann sem var kominn um borð í flugfar. 3.8.2012 16:03
Rannsaka hvort fullorðinn karlmaður hafi reynt að tæla telpur Foreldri barns í Kópavogi fullyrðir að karlmaður hafi lokkað sjö ára gamla telpu og vinkonu hennar frá Hörðuvallaskóla bak við íþróttahúsið Kórinn í gær þar sem hann sagðist ætla að gefa þeim rabbabara. Skilaboð þessa efnis ganga um á Facebook og Vísir hefur fengið staðfest að málið var tilkynnt til lögreglunnar. Þar á bæ eru menn með málið í rannsókn. 3.8.2012 15:28
Tafir byrjaðar að myndast við Selfoss Umferðin við Selfoss er farin að þyngjast og umferðartafir við Ölfusárbrú farnar að myndast. Landsmenn hugsa sér margir til hreyfings nú um helgina og fara þá fjölmargir um Selfoss á leið sinni í aðra hvora áttina. 3.8.2012 15:08
Tökur á Game of Thrones hefjast í nóvember Tökur á nýrri seríu af Game of Thrones munu hefjast um miðjan nóvember næstkomandi. Þetta staðfestir Snorri Þórisson, hjá kvikmyndaframleiðslufyrirtækinu Pegasus, í samtali við Vísi. "Þeir koma hérna í nóvember," segir Snorri. Tökurnar munu fara fram á svæði við Mývatn. 3.8.2012 15:02
Hungraðir þjóðhátíðargestir flykkjast í Krónuna "Þetta er bara geðveiki, en mjög gaman," segir Jane Yvonne Quirk, verslunarstjóri Krónunnar í Vestmannaeyjum, um starfsemina í versluninni þessa dagana. Krónan er stærsta matvöruverslun eyjanna og nú flykkjast hungraðir þjóðhátíðargestir í búðina. 3.8.2012 14:57
Fullyrt að Thor 2 verði tekin upp hér Hollywoodmyndin sem líklegt er að verði tekin upp hér á landi er myndin Thor:The Dark World. Þetta er fullyrt á kvikmyndavefnum Svarthöfða. 3.8.2012 13:51
Annie Mist segir stuðning þjóðarinnar skipta sköpum Annie Mist Þórisdóttir kom heim í dag eftir að hafa sigrað heimsmeistaramót í crossfit annað árið í röð. Hún ávarpaði aðdáendur sína í Skeifunni í dag fyrir utan húsnæði Crossfit Reykjavík. Múgur og margmenni var þar samankomið, m.a. ættingjar hennar og vinir. 3.8.2012 13:09
Mikil fækkun afbrota samhliða nýrri taktík lögreglu og auknum jöfnuði Afbrotum fækkaði verulega á síðasta ári og er breytingin samhliða lækkun á svokölluðum Gini-stuðli sem mælir ójöfnuð í skiptingu tekna. Fækkun afbrota skýrist af nýrri aðferðafræði lögreglunnar sem skilaði sér meðal annars í tilnefningu til nýsköpunarverðlauna. 3.8.2012 12:07
Óvenjuleg fyrirhyggja í vínkaupum fyrir helgina Veigamikill þáttur í tilstandi Íslendinga um verslunarmannahelgina er að drekka vín - mikið vín. Sala áfengis í vínbúðum landsins rýkur fram úr öllu valdi þannig að stundum hefur þurft að hleypa fólki inn í hollum. Venjulega er talað um að föstudagurinn fyrir verslunarmannahelgina sé einn af þremur stærstu dögum ársins í vínsölu. 3.8.2012 12:06
Fjórða Hollywoodmyndin líklegast tekin á Íslandi í haust Miklar líkur eru á að fjórða Hollywood myndin verði tekin upp hér á landi í október. "Það eru sterkar líkur á því," segir Leifur Dagfinnsson, hjá True North, í samtali við Vísi. Hann segir þó ekkert hafa verið ákveðið endanlega. Þess vegna sé ekki tímabært að tjá sig um það um hvaða mynd er að ræða. 3.8.2012 11:46
Slæmt ástand á malarvegum Ástand malarvega víða um land er með lakara móti samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Ástæðan er sú að lítið hefur verið hægt að hefla vegna langvarandi þurrka. 3.8.2012 10:51
Móðir Assange óttast að sonur sinn hljóti dauðarefsingu Móðir Julian Assange, stofnanda WikiLeaks, fullyrðir að málatilbúnaðurinn á hendur syni sínum séu pólitískar ofsóknir. Hún hefur áhyggjur af því að hann verði dæmdur til dauða ef hann verður framseldur til Bandaríkjanna. Hún hitti forseta Ekvador á miðvikudaginn, en Assange hefur sótt um pólitískt hæli í Ekvador. 3.8.2012 10:38
Smyglari tekinn með tugi lítra af áfengi Lögreglan og tollgæslan á Vestfjörðum lagði hald á 38 lítra af sterku áfengi og 37.000 sígarettur um borð í flutningaskipi sem kom til lestunar á Bíldudal síðastliðinn miðvikudag. Varningurinn fannst við leit í skipinu og var tilbúinn til hífingar frá borði. Talið er að hann hafi átt að fara til dreifingar hér á landi. Einn skipverji var handtekinn vegna málsins. Honum var sleppt í gærkveldi að lokinni yfirheyrslu. Samkvæmt upplýsingu frá lögreglu telst málið upplýst og er það komið til ákærumeðferðar. 3.8.2012 10:20
Þyrlan sótti veikan sjómann Skipverji á íslensku togveiðiskipi var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á spítala í morgun. Um hálfsjöleytið bað skipstjórinn um samband við lækni þyrlunnar vegna sjúklings um borð og var ákveðið að maðurinn yrði sóttur. Skipstjórinn fékk jafnframt fyrirmæli um að sigla í átt að landi. Maðurinn var svo kominn í þyrluna um hálfníuleytið og var þyrlan lent í flugskýli Landhelgisgæslunnar um níuleytið þar sem sjúkrabíll tók við sjúklingnum og flutti hann á Landsspíatlann. 3.8.2012 10:18
Ný stjórnmálaöfl komin með listabókstafi Innanríkisráðuneytið hefur úthlutað þremur nýjum stjórnmálaöflum listabókstafi fyrir næstu alþingiskosningar. 3.8.2012 10:10
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent