Innlent

Tafir byrjaðar að myndast við Selfoss

BBI skrifar
Af Ölfusárbrú.
Af Ölfusárbrú. Mynd/Ernir
Umferðin við Selfoss er farin að þyngjast og umferðartafir við Ölfusárbrú farnar að myndast. Landsmenn hugsa sér margir til hreyfings nú um helgina og fara þá fjölmargir um Selfoss á leið sinni í aðra hvora áttina.

Lögreglumaður á vakt á Selfossi segir að enn séu tafirnar ekki miklar við brúna. Þær gætu þó aukist þegar líður á.

Sem stendur er þyrla Landhelgisgæslunnar á sveimi yfir svæðinu við umferðareftirlit. Hún hefur eftirlit með framgangi mála úr lofti og flýgur m.a. yfir tjaldstæði í skoðunarferðum sínum.

Í Borgarnesi er umferðin sömuleiðis farin að þyngjast, en þeir sem stefna úr borginni og norður á land fara þar um. Þar hefur allt gengið óskum samkvæmt hingað til og hvergi um neinar tafir að ræða. Lögreglumaður á vakt telur að umferðin eigi enn eftir að aukast nokkuð og haldast þung fram á kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×