Innlent

Þyrlan sótti veikan sjómann

Skipverji á íslensku togveiðiskipi var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á spítala í morgun. Um hálfsjöleytið bað skipstjórinn um samband við lækni þyrlunnar vegna sjúklings um borð og var ákveðið að maðurinn yrði sóttur. Skipstjórinn fékk jafnframt fyrirmæli um að sigla í átt að landi. Maðurinn var svo kominn í þyrluna um hálfníuleytið og var þyrlan lent við flugskýli Landhelgisgæslunnar um níuleytið þar sem sjúkrabíll tók við sjúklingnum og flutti hann á Landspítalann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×