Innlent

Nauðgun kærð á Þjóðhátíð

Frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Mynd tengist frétt ekki beint..
Frá Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Mynd tengist frétt ekki beint.. mynd/Óskar P. Friðriksson
Ein nauðgun hefur verið kærð til lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir nóttina en nánari upplýsingar fást ekki hjá lögreglu þar sem rannsóknin er á viðkvæmu stigi. Yfir 20 fíkniefnamál komu upp hjá lögreglunni í Eyjum í gærkvöldi og í nótt, mest allt neysluskammtar af kannabisi og hvítu efni.

Tveir gistu fangageymslu hjá lögreglu, annar vegna ölvunarástands en hinn vegna líkamsárásar en hann er grunaður um að hafa slegið annan mann í höfuðið með þeim afleiðingum sá þurfti að fara til skoðunar á slysadeild. Samkvæmt upplýsingum lögreglu fer hann til Reykjavíkur í dag til nánari skoðunar. Árásarmaðurinn verður yfirheyrður síðar í dag.

Lögreglu telur að um 10 til 11 þúsund manns séu á þjóðhátíð en von er á fleirum í dag og á morgun - á sunnudagskvöldi megi því búast við 14 til 15 þúsund manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×