Innlent

Fullyrt að Thor 2 verði tekin upp hér

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Svarthöfði segir að framhaldið um Thor verði tekin upp hér á landi.
Svarthöfði segir að framhaldið um Thor verði tekin upp hér á landi. mynd/ afp.
Hollywoodmyndin sem líklegt er að verði tekin upp hér á landi er myndin Thor:The Dark World. Þetta er fullyrt á kvikmyndavefnum Svarthöfða.

Leifur Dagfinnsson, framkvæmdastjóri True North, sagði við Vísi í morgun að miklar líkur væru á að fjórða Hollywood myndin verði tekin upp hér á landi í október. „Það eru sterkar líkur á því," segir Leifur í samtali við Vísi. Hann tók það þó fram að ekkert hefði verið ákveðið endanlega. Þess vegna sé ekki tímabært að tjá sig um það um hvaða mynd er að ræða.

Thor yrði fjórða myndin sem er tekin upp hér á landi í ár, en atriði úr myndinni Oblvion hafa þegar verið tekin hér, tökur á Noah standa yfir, og til stendur að taka upp myndina Secret Life of Walter Mitty.

Svarthöfði segir að nýja myndin um Thor sé framhald Marvel-myndarinnar Thor og sé beintengd The Avengers sem sló flest hugsanleg aðsóknarmet um víða veröld í vor.


Tengdar fréttir

Fjórða Hollywoodmyndin líklegast tekin á Íslandi í haust

Miklar líkur eru á að fjórða Hollywood myndin verði tekin upp hér á landi í október. "Það eru sterkar líkur á því," segir Leifur Dagfinnsson, hjá True North, í samtali við Vísi. Hann segir þó ekkert hafa verið ákveðið endanlega. Þess vegna sé ekki tímabært að tjá sig um það um hvaða mynd er að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×